Segir að það sé ekki slæmt fyrir landsliðið að leikmenn séu að koma heim og spila Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 08:00 Stefán Arnarson, þjálfari Fram. VÍSIR/BÁRa Stefán Arnarson þjálfari deildarmeistara Fram í Olís-deild kvenna segir að það sé ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta að sterkir leikmenn séu að snúa heim úr atvinnumennsku og spila hér heima. Birna Berg Haraldsdóttir ákvað á dögunum að snúa aftur heim og samdi við ÍBV en háværar raddir hafa verið um að fleiri leikmenn muni snúa heim. Nokkrir komu heim á síðasta tímabili og eru ansi margir leikmenn íslenska landsliðsins nú að spila hér á Íslandi. Henry Birgir Gunnarsson velti upp þeirri spurningu í Seinni bylgjunni sem fór fram á mánudagskvöldið hvort að þetta væri ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið en hinn margfaldi meistari Stefán var ósammála: „Ég er ósammála þér. Vegna þess að þegar 2011 þegar A-landslið kvenna nær sínum besta árangri þá vinnum við Svartfjallaland og Þýskaland. Þá var tveir þriðju af liðinu að spila hér heima. Þá var Valur og Fram að mætast í úrslitum og það voru hörkueinvígi,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Ég held að það sé gott fyrir leikmenn að fara út en þú þarft að passa þig á hvaða umhverfi þú ferð í, hvaða þjálfara og hvort þú færð að spila. Það er ekkert slæmt að vera hérna heima. Hér eru mörg lið með góða þjálfara og deildin er að styrkjast. Mér finnst þessi bestu lið okkar vera nokkuð góð.“ Ágúst Jóhannsson sem var einnig í settinu skildi afstöðu kollega síns og sagði að umhverfið skipti öllu máli. „Þetta er gott sjónarmið hjá Stebba. Ég hef alltaf sagt að við eigum að fá sem flesta leikmenn út og spila í sterkum deildum en auðvitað er þetta þannig að þú mátt ekki fara eitthvert bara. Það á alveg eins við karlamegin. Þetta snýst um umhverfið og að þær séu í hlutverkum. Við getum tekið Rut, Karen, Örnu Sif, Þórey Rósu sem hafa verið að spila á hæsta „leveli“ út í heimi og hafa skilað frábæru hlutverki fyrir landsliðin okkar. Svo eru fullt af leikmönnum sem hafa ekki farið út og spilað bara hérna heima en samt skilað frábæru verki fyrir landsliðið. Þetta snýst um umgjörðina og það er í góðum málum hjá mörgum félögum.“ Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um landsliðið Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Stefán Arnarson þjálfari deildarmeistara Fram í Olís-deild kvenna segir að það sé ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta að sterkir leikmenn séu að snúa heim úr atvinnumennsku og spila hér heima. Birna Berg Haraldsdóttir ákvað á dögunum að snúa aftur heim og samdi við ÍBV en háværar raddir hafa verið um að fleiri leikmenn muni snúa heim. Nokkrir komu heim á síðasta tímabili og eru ansi margir leikmenn íslenska landsliðsins nú að spila hér á Íslandi. Henry Birgir Gunnarsson velti upp þeirri spurningu í Seinni bylgjunni sem fór fram á mánudagskvöldið hvort að þetta væri ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið en hinn margfaldi meistari Stefán var ósammála: „Ég er ósammála þér. Vegna þess að þegar 2011 þegar A-landslið kvenna nær sínum besta árangri þá vinnum við Svartfjallaland og Þýskaland. Þá var tveir þriðju af liðinu að spila hér heima. Þá var Valur og Fram að mætast í úrslitum og það voru hörkueinvígi,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Ég held að það sé gott fyrir leikmenn að fara út en þú þarft að passa þig á hvaða umhverfi þú ferð í, hvaða þjálfara og hvort þú færð að spila. Það er ekkert slæmt að vera hérna heima. Hér eru mörg lið með góða þjálfara og deildin er að styrkjast. Mér finnst þessi bestu lið okkar vera nokkuð góð.“ Ágúst Jóhannsson sem var einnig í settinu skildi afstöðu kollega síns og sagði að umhverfið skipti öllu máli. „Þetta er gott sjónarmið hjá Stebba. Ég hef alltaf sagt að við eigum að fá sem flesta leikmenn út og spila í sterkum deildum en auðvitað er þetta þannig að þú mátt ekki fara eitthvert bara. Það á alveg eins við karlamegin. Þetta snýst um umhverfið og að þær séu í hlutverkum. Við getum tekið Rut, Karen, Örnu Sif, Þórey Rósu sem hafa verið að spila á hæsta „leveli“ út í heimi og hafa skilað frábæru hlutverki fyrir landsliðin okkar. Svo eru fullt af leikmönnum sem hafa ekki farið út og spilað bara hérna heima en samt skilað frábæru verki fyrir landsliðið. Þetta snýst um umgjörðina og það er í góðum málum hjá mörgum félögum.“ Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um landsliðið Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira