Ásgeir um Guðmund: Lausnin hans sú besta í heiminum og leikmennirnir byrja að trúa því Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 07:00 Ásgeir Örn lék lengi undir stjórn Guðmundar hjá landsliðinu og ber honum söguna vel. vísir/getty Ásgeir Örn Hallgrímsson segist aldrei hafa verið ósáttur með lítinn spiltíma í landsliðinu enda hafi hann gert sér grein fyrir því að í byrjunarliðinu í hans stöðu hafi einn besti handboltamaður Íslands fyrr og síðar verið, Ólafur Stefánsson. Ásgeir Örn tilkynnti í gær að hann hugðist leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril; bæði hér heima sem og sem atvinnu- og landsliðsmaður. Hann var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars um landsliðsferilinn sinn en eins og áður segir var hann í landsliðinu á sama tíma og Ólafur. „Auðvitað var það erfitt því tækifærin voru þar af leiðandi færri en ég var aldrei eitthvað fúll. Ég ákvað það mjög snemma að vera fúll yfir því að hann væri að spila. Meira segja þegar hann var lélegur, þá skildi maður að hann væri enn að spila því það höfðu þá allir trú á því að það gæti þá hrokkið í gang hvenær sem er í rauninni. Ég sætti mig algjörlega við það,“ sagði Ásgeir áður en hann hélt áfram að hrósa liðfélögum sínum. „Svo vorum við líka með Alexander sem er líka æðislegur. Ég held að þetta hafi þróast síðar meir. Við vorum þrír og þeir byrjuðu en svo kom ég fljótlega og hvíldi annan þeirra. Við vorum alir frekar fjölhæfir sem gerði það að verkum að við gátum róterað þessum tveimur stöðum þrír. Sem gerði það að verkum að þeir gátu einbeitt sér að því sem þeir gerðu vel. Óli gat farið í hornið varnarlega og við gátum tekið bakvörðinn og allt þetta. Við náðum góðri harmoníu í þetta.“ Næst barst talið að þjálfara landsliðsins, Guðmundi Guðmundssyni. Ásgeir bar honum söguna vel og sagði að það hafi verið virkilega gott að vinna með honum. „Hann er taktískt séð frábær. Þetta skipulag og þessi undirbúningsvinna. Það sem hann hefur sem er erfitt að „pinpointa“. Hann hefur barnslega trú á því sem að hann er að gera. Lausnin hans er sú allra, allra besta í heiminum. Hann trúir því svo innilega að leikmennirnir byrja að trúa því líka. Það er alveg geggjað „element“. Okkur leið alltaf eins og við værum með öll svör, alltaf. Hann náði að koma þessum skilaboðum þannig frá sér. Að hafa hann hoppandi á kuldaskónum þarna á hliðarlínunni þegar við erum að tapa, þetta kemur svo mikið frá hjartanu. Það er svo geggjað. Þú vilt svo spila fyrir þannig þjálfara.“ Klippa: Sportið í kvöld - Ásgeir Örn um Óla Stef og hvernig þjálfari Gummi er Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Sportið í dag Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson segist aldrei hafa verið ósáttur með lítinn spiltíma í landsliðinu enda hafi hann gert sér grein fyrir því að í byrjunarliðinu í hans stöðu hafi einn besti handboltamaður Íslands fyrr og síðar verið, Ólafur Stefánsson. Ásgeir Örn tilkynnti í gær að hann hugðist leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril; bæði hér heima sem og sem atvinnu- og landsliðsmaður. Hann var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars um landsliðsferilinn sinn en eins og áður segir var hann í landsliðinu á sama tíma og Ólafur. „Auðvitað var það erfitt því tækifærin voru þar af leiðandi færri en ég var aldrei eitthvað fúll. Ég ákvað það mjög snemma að vera fúll yfir því að hann væri að spila. Meira segja þegar hann var lélegur, þá skildi maður að hann væri enn að spila því það höfðu þá allir trú á því að það gæti þá hrokkið í gang hvenær sem er í rauninni. Ég sætti mig algjörlega við það,“ sagði Ásgeir áður en hann hélt áfram að hrósa liðfélögum sínum. „Svo vorum við líka með Alexander sem er líka æðislegur. Ég held að þetta hafi þróast síðar meir. Við vorum þrír og þeir byrjuðu en svo kom ég fljótlega og hvíldi annan þeirra. Við vorum alir frekar fjölhæfir sem gerði það að verkum að við gátum róterað þessum tveimur stöðum þrír. Sem gerði það að verkum að þeir gátu einbeitt sér að því sem þeir gerðu vel. Óli gat farið í hornið varnarlega og við gátum tekið bakvörðinn og allt þetta. Við náðum góðri harmoníu í þetta.“ Næst barst talið að þjálfara landsliðsins, Guðmundi Guðmundssyni. Ásgeir bar honum söguna vel og sagði að það hafi verið virkilega gott að vinna með honum. „Hann er taktískt séð frábær. Þetta skipulag og þessi undirbúningsvinna. Það sem hann hefur sem er erfitt að „pinpointa“. Hann hefur barnslega trú á því sem að hann er að gera. Lausnin hans er sú allra, allra besta í heiminum. Hann trúir því svo innilega að leikmennirnir byrja að trúa því líka. Það er alveg geggjað „element“. Okkur leið alltaf eins og við værum með öll svör, alltaf. Hann náði að koma þessum skilaboðum þannig frá sér. Að hafa hann hoppandi á kuldaskónum þarna á hliðarlínunni þegar við erum að tapa, þetta kemur svo mikið frá hjartanu. Það er svo geggjað. Þú vilt svo spila fyrir þannig þjálfara.“ Klippa: Sportið í kvöld - Ásgeir Örn um Óla Stef og hvernig þjálfari Gummi er Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Sportið í dag Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Sjá meira