Grótta uppfærði samninga við leikmenn en enn eru engar fastar launagreiðslur Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 21:00 Grótta leikur í fyrsta sinn í efstu deild á næsta tímabili. mynd/grótta Birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu segir að leikmenn liðsins fái engar fastar launagreiðslur þó að þeir séu komnir upp í deild þeirra bestu. Þeir haldi áfram á svokölluðu bónuskerfi. Það var mikið rætt um þá leið sem Grótta fór fyrir um ári síðan að leikmenn liðsins í meistaraflokki karla myndu ekki fá neinar fastar greiðslur frá félaginu - heldur yrði spilað fyrir stoltið. Liðið stillti upp ungu liði sem var nýliði í fyrstu deild karla og kom öllum að óvörum og fór upp um deild. Birgir Tjörvi ræddi hugmyndafræði Gróttu í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Við erum ekki að borga fastar launagreiðslur og höfum ekki gert það undanfarin ár. Þannig er okkar rekstrarmódel. Við getum ekki ráðist í skuldbindingar sem við eigum ekki efni á að standa við og það var sú leið sem við fórum. Við lentum svo í þessari ótrúlegu stöðu að fara upp í efstu deild og þurftum að endursemja við alla okkar menn,“ sagði Birgir Tjörvi. Eins og áður segir þá komst Grótta upp í Pepsi Max-deild karla eftir magnaða framgöngu í Inkasso-deildinni og við það breyttust aðeins hlutirnir. Þó varð ekki algjör kúvending á rekstrinum. „Þegar þú ert kominn á nýjan stað taka kannski við einhver ný lögmál og við fórum yfir þetta aftur en niðurstaðan var sú sama. Við erum að reyna að koma til við móts við auknar kröfur og þá vinnu sem þeir þurfa að leggja í þetta. Við uppfærðum samningana en í meginatriðum erum við enn á þeim stað að við borgum ekki fastar laungreiðslur. Laun á leikmönnum eru nánast engin.“ „Við tókum þá ákvörðun að vera með bónuskerfi. Það eru auðvitað mörg lið með það en þær hanga saman við ásókn á leiki og tekjur á leikdegi og þess háttar. Auðvitað er hefðbundin uppbygging varðandi árangur og þess háttar.“ Klippa: Sportið í dag - Formaður Gróttu um launamálin hjá félaginu Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Kjaramál Seltjarnarnes Grótta Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira
Birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu segir að leikmenn liðsins fái engar fastar launagreiðslur þó að þeir séu komnir upp í deild þeirra bestu. Þeir haldi áfram á svokölluðu bónuskerfi. Það var mikið rætt um þá leið sem Grótta fór fyrir um ári síðan að leikmenn liðsins í meistaraflokki karla myndu ekki fá neinar fastar greiðslur frá félaginu - heldur yrði spilað fyrir stoltið. Liðið stillti upp ungu liði sem var nýliði í fyrstu deild karla og kom öllum að óvörum og fór upp um deild. Birgir Tjörvi ræddi hugmyndafræði Gróttu í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Við erum ekki að borga fastar launagreiðslur og höfum ekki gert það undanfarin ár. Þannig er okkar rekstrarmódel. Við getum ekki ráðist í skuldbindingar sem við eigum ekki efni á að standa við og það var sú leið sem við fórum. Við lentum svo í þessari ótrúlegu stöðu að fara upp í efstu deild og þurftum að endursemja við alla okkar menn,“ sagði Birgir Tjörvi. Eins og áður segir þá komst Grótta upp í Pepsi Max-deild karla eftir magnaða framgöngu í Inkasso-deildinni og við það breyttust aðeins hlutirnir. Þó varð ekki algjör kúvending á rekstrinum. „Þegar þú ert kominn á nýjan stað taka kannski við einhver ný lögmál og við fórum yfir þetta aftur en niðurstaðan var sú sama. Við erum að reyna að koma til við móts við auknar kröfur og þá vinnu sem þeir þurfa að leggja í þetta. Við uppfærðum samningana en í meginatriðum erum við enn á þeim stað að við borgum ekki fastar laungreiðslur. Laun á leikmönnum eru nánast engin.“ „Við tókum þá ákvörðun að vera með bónuskerfi. Það eru auðvitað mörg lið með það en þær hanga saman við ásókn á leiki og tekjur á leikdegi og þess háttar. Auðvitað er hefðbundin uppbygging varðandi árangur og þess háttar.“ Klippa: Sportið í dag - Formaður Gróttu um launamálin hjá félaginu Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Kjaramál Seltjarnarnes Grótta Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira