Skiluðu tillögum um hvað sé hægt að gera varðandi ferðatakmarkanir Birgir Olgeirsson skrifar 20. apríl 2020 12:02 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra Lögreglan Vinnuhópur ríkislögreglustjóra hefur skilað af sér tillögum um hvað sé hægt að gera varðandi takmarkanir á ferðalögum hingað til lands vegna kórónuveirunnar. Endanleg útfærsla mun liggja fyrir í vikunni. Vinnuhópurinn skilaði tillögum sínum til nokkurra ráðuneyta, þar á meðal dómsmála- og heilbrigðisráðuneytanna. Tillögurnar lúta að því hvað væri heimilt að gera og hvað þyrft að gera ef það ætti að auka takmarkanir á landamærunum. „Grunnhugmyndin er sú að vera með þetta í sífelldri endurskoðun. Taka ákvarðanir til skamms til að sjá hvernig málin þróast annars staðar. Fyrsta dagsetningin sem er þar er um miðjan maí. En það er lögð áhersla á það í þessu að þetta séu aðgerðir sem sé auðvelt að breyta aftur. Ef ástandið breytist með þeim hætti að menn telja að það þurfi að gera það, þá verður það lítið mál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Einstaka aðilar hafa komið hingað til lands undanfarið vegna vinnu og þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Íslensk stjórnvöld innleiddu ferðatakmarkanir á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Þær takmarkanir ná til einstaklinga sem koma frá löndum sem tilheyra ekki Schengen-samstarfinu. Ein af hugmyndunum sem vinnuhópur ríkislögreglustjóra skoðaði útfærslu á er að setja landamæravörslu á Íslandi gagnvart innri landamærunum. Það þýðir að takmarkanirnar myndu einnig ná til ferðamanna frá Schengen-ríkjum. „Ef við ætluðum að setja upp einhverjar takmarkanir þá eru okkar innri landamæri innan Schengen. Þá er það tilkynningarskylt enda þarf að fara yfir lagatæknileg atriði svo það megi,“ segir Víðir. „Landamæravarslan gengur væntanlega út á það að tryggja að þær ráðstafanir sem eru gerðar, eins og sóttkvíarráðstafanir, að fólk hafi þá gengið frá því að það sé með aðstöðu til að fara í sóttkví sem uppfyllir sem eru um sóttkví á Íslandi í þessar tvær vikur sem krafan er um,“ segir Víðir Reynisson. Sóttvarnalæknir mun einnig leggja fram sína tillögu til ráðherra um hvað hann telur að eigi að gera varðandi ferðatakmarkanir. Svo er það ráðuneytanna að koma með endanlega útfærslu á hvaða takmarkanir verða í gildi varðandi ferðalög hingað til lands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Vinnuhópur ríkislögreglustjóra hefur skilað af sér tillögum um hvað sé hægt að gera varðandi takmarkanir á ferðalögum hingað til lands vegna kórónuveirunnar. Endanleg útfærsla mun liggja fyrir í vikunni. Vinnuhópurinn skilaði tillögum sínum til nokkurra ráðuneyta, þar á meðal dómsmála- og heilbrigðisráðuneytanna. Tillögurnar lúta að því hvað væri heimilt að gera og hvað þyrft að gera ef það ætti að auka takmarkanir á landamærunum. „Grunnhugmyndin er sú að vera með þetta í sífelldri endurskoðun. Taka ákvarðanir til skamms til að sjá hvernig málin þróast annars staðar. Fyrsta dagsetningin sem er þar er um miðjan maí. En það er lögð áhersla á það í þessu að þetta séu aðgerðir sem sé auðvelt að breyta aftur. Ef ástandið breytist með þeim hætti að menn telja að það þurfi að gera það, þá verður það lítið mál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Einstaka aðilar hafa komið hingað til lands undanfarið vegna vinnu og þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Íslensk stjórnvöld innleiddu ferðatakmarkanir á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Þær takmarkanir ná til einstaklinga sem koma frá löndum sem tilheyra ekki Schengen-samstarfinu. Ein af hugmyndunum sem vinnuhópur ríkislögreglustjóra skoðaði útfærslu á er að setja landamæravörslu á Íslandi gagnvart innri landamærunum. Það þýðir að takmarkanirnar myndu einnig ná til ferðamanna frá Schengen-ríkjum. „Ef við ætluðum að setja upp einhverjar takmarkanir þá eru okkar innri landamæri innan Schengen. Þá er það tilkynningarskylt enda þarf að fara yfir lagatæknileg atriði svo það megi,“ segir Víðir. „Landamæravarslan gengur væntanlega út á það að tryggja að þær ráðstafanir sem eru gerðar, eins og sóttkvíarráðstafanir, að fólk hafi þá gengið frá því að það sé með aðstöðu til að fara í sóttkví sem uppfyllir sem eru um sóttkví á Íslandi í þessar tvær vikur sem krafan er um,“ segir Víðir Reynisson. Sóttvarnalæknir mun einnig leggja fram sína tillögu til ráðherra um hvað hann telur að eigi að gera varðandi ferðatakmarkanir. Svo er það ráðuneytanna að koma með endanlega útfærslu á hvaða takmarkanir verða í gildi varðandi ferðalög hingað til lands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira