Thomas Partey, leikmaður Atletico Madrid, er greinilega með hjarta úr gulli því hann hefur samþykkt að borga launin hjá spænska 4. deildarliðinu Alcobendas.
Mörg félög á Spáni sem og víðar berjast í bökkum vegna kórónuveirunnar og hefur þetta sér í lagi mikil áhrif á lið í neðri deildum Evrópu sem treysta mikið á þá peninga sem koma inn á leikjum.
Party keypti liðið ásamt þremur viðskiptafélögum í ágúst á síðasta ári en liðið er staðsett í Madríd. Leikmenn liðsins höfðu áhyggjur af greiðslum sínum áður en Partey steig inn í og hefur hann ákveðið að borga öllum leikmönnum og starfsmönnum í stað þess að nýta sér úrræði yfirvalda.
Spænska knattspyrnusambandið ákvað að ekkert lið myndi falla úr þriðju og fjórðu deildinni en þau lið sem færu upp, myndu spila umspil. Alcobendas var í bullandi fallbaráttu og því léttir fyrir félagið að ekkert lið fari niður um deild.
Arsenal target Thomas Partey to pay wages of fourth-tier Spanish club https://t.co/sgyEbLgkaL pic.twitter.com/iIK0kfYE9a
— The Sun Football (@TheSunFootball) April 19, 2020