„Bjarki spilaði kolvitlausa stöðu fyrstu tíu árin sem leikmaður“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 08:30 Bræðurnir er þeir sömdu við FH á sínum tíma. Bjarki kom síðan aftur til félagsins og vann titil. vísir Arnar Gunnlaugsson segir að tvíburabróðir sinn Bjarki Gunnlaugsson hafi spilað kolvitlausa stöðu fyrstu tíu til tólf árin í meistaraflokki. Hann hafi þá spilað í fremstu víglínu en hefði, að mati Arnars, átt að vera á miðsvæðinu. Arnar var gestur í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í síðustu viku þar sem Arnar gerði upp ferilinn sinn hér á Íslandi. Hann valdi meðal annars draumalið sitt og fór um víðan völl en hann fór einnig yfir ferilinn hjá bróður sínum. Þeir byrjuðu ungir að spila fyrir uppeldisfélagið, ÍA. „Við byrjuðum að spila 1989, þá á eldra ári í 3. flokki sem þykir mjög gott. Við fórum út ungir og komum heim 1995 sem er frægt tímabil en þessar klippur eru frá því á gamla tímanum. Maður hefur verið að horfa á þessa leiki og maður er hættur að geta hlaupið þarna. Maður er pikkfastur í mjöðmunum og hættur að geta hreyft sig,“ sagði Arnar í þættinum á fimmtudagskvöldið. „Það sem bjargaði okkur bræðrum var að við vorum þokkalegir í fótbolta. Við vorum teknískir og gátum bjargað okkur á því. Hraðinn var ekki okkar sterkasta vopn.“ Hver var þó helsti munurinn á þeim bræðrum? „Ég gat skorað mörk,“ sagði Arnar og hló. „Ég var vinstri fótar en hann hægri fótar en hann spilaði kolvitlausa stöðu, fyrstu tíu til tólf árin, sem leikmaður. Hann átti alltaf að verða miðjumaður. Það var ekkert flóknara en það. Ég hafði mörk í mér. Hann hafði mörk í sér en ég var klókari í að koma mér í færi og var mjög gott nýtingarhlutfall í færum. Þetta er eitthvað sem er erfitt að kenna.“ „Bjarki klúðraði og klúðraði þegar hann kom sér loksins í færi. Hann var ekki „natural“ markaskorari. Hann var góður í fótbolta og gat alltaf bjargað sér en til þess að hann hafi náð í fremstu röð þá er það að vera ekki eins oft meiddur eins og hann var. Í öðru lagi átti hann að byrja sem miðjumaður og vera það út sinn feril. Hann endar sem miðjumaður og tekur epík tímabil með FH 2012. þá er hann 39 ára gamall og enda á titli í mjög sterku liði er eins sætur endir og þú vilt enda þinn feril.“ Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um Bjarka Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að tvíburabróðir sinn Bjarki Gunnlaugsson hafi spilað kolvitlausa stöðu fyrstu tíu til tólf árin í meistaraflokki. Hann hafi þá spilað í fremstu víglínu en hefði, að mati Arnars, átt að vera á miðsvæðinu. Arnar var gestur í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í síðustu viku þar sem Arnar gerði upp ferilinn sinn hér á Íslandi. Hann valdi meðal annars draumalið sitt og fór um víðan völl en hann fór einnig yfir ferilinn hjá bróður sínum. Þeir byrjuðu ungir að spila fyrir uppeldisfélagið, ÍA. „Við byrjuðum að spila 1989, þá á eldra ári í 3. flokki sem þykir mjög gott. Við fórum út ungir og komum heim 1995 sem er frægt tímabil en þessar klippur eru frá því á gamla tímanum. Maður hefur verið að horfa á þessa leiki og maður er hættur að geta hlaupið þarna. Maður er pikkfastur í mjöðmunum og hættur að geta hreyft sig,“ sagði Arnar í þættinum á fimmtudagskvöldið. „Það sem bjargaði okkur bræðrum var að við vorum þokkalegir í fótbolta. Við vorum teknískir og gátum bjargað okkur á því. Hraðinn var ekki okkar sterkasta vopn.“ Hver var þó helsti munurinn á þeim bræðrum? „Ég gat skorað mörk,“ sagði Arnar og hló. „Ég var vinstri fótar en hann hægri fótar en hann spilaði kolvitlausa stöðu, fyrstu tíu til tólf árin, sem leikmaður. Hann átti alltaf að verða miðjumaður. Það var ekkert flóknara en það. Ég hafði mörk í mér. Hann hafði mörk í sér en ég var klókari í að koma mér í færi og var mjög gott nýtingarhlutfall í færum. Þetta er eitthvað sem er erfitt að kenna.“ „Bjarki klúðraði og klúðraði þegar hann kom sér loksins í færi. Hann var ekki „natural“ markaskorari. Hann var góður í fótbolta og gat alltaf bjargað sér en til þess að hann hafi náð í fremstu röð þá er það að vera ekki eins oft meiddur eins og hann var. Í öðru lagi átti hann að byrja sem miðjumaður og vera það út sinn feril. Hann endar sem miðjumaður og tekur epík tímabil með FH 2012. þá er hann 39 ára gamall og enda á titli í mjög sterku liði er eins sætur endir og þú vilt enda þinn feril.“ Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um Bjarka Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira