Fótbolti

Segir að einungis þrjú úrvaldsdeildarfélög á Englandi geti keypt leikmenn í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær er brosmildur.
Solskjær er brosmildur. vísir/getty

Damien Comolli, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool og Tottenham, segir að umboðsmaður hafi tjáð honum að einungis þrjú félög í ensku úrvalsdeildinni geti keypt leikmenn á félagaskiptamarkaðinn í sumar.

Comolli, sem stýrði félagaskiptum hjá báðum þessum félögum, segir að ensku úrvalsdeildarfélögin hafi farið illa út úr kórónuveirunni eins og mörg önnur félög. Umboðsmaður hafi tjáð honum að það væru ekki mörg félög sem væru að fara gera eitthvað í sumar.

„Umboðsmaður sagði mér í fyrradag að einungis þrjú ensk félög geta keypt leikmenn næsta sumar í sumarglugganum. Ég veit ekki hvort að þetta sé rétt en yfirleitt þegar umboðsmenn segja þeir svona hluti, þá hafa þeir einhverjar upplýsingar,“ sagði Comolli.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, sagði í viðtali við Sky Sports á dögunum að Man. United væru sannfærðir um að geta gert góð viðskipti í sumar en leikmenn eins og Jadon Sancho hafa verið nefndir í því samhengi.

„Við gætum séð mjög lítið líf á markaðnum í sumar. Við gætum séð einhver skipti og gætum séð einhver lán. Einnig mun verðið á leikmönnum dvína til muna og einnig verður fækkun á félagaskiptum, að minnsta kosti sem innihalda stóra peninga.“

„Því lengur sem krísan stendur yfir verða fleiri félög í erfiðleikum markaðslega. Það fyrsta sem verður fyrir áhrifum þess eru laun leikmanna og svo verðið á félagaskiptum,“ sagði Comolli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×