Lovren líkir árangri Liverpool við góða máltíð Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 07:30 Dejan Lovren í leik með Liverpool á leiktíðinni. VÍSIR/GETTY Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins séu hungraðir í enn meiri árangur og vonast til þess að hryggjasúlan verði áfram hjá félaginu um ókomin ár. Hann hrósar Jurgen Klopp, stjóra liðsins, í hástert. Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi enska boltans en allt er nú stopp eins og kunnugt er vegna kórónuveirunnar. Heimasíða Liverpool ákvað þar af leiðandi að heyra í króatíska varnarmanninum og hann er eðlilega ánægður með árangurinn undanfarin ár. „Þetta er ákveðið námsferli. Hryggurinn í liðinu hefur verið lengi og þetta byrjaði allt með þjálfaranum - hann hefur gert frábæra hulti frá því að hann kom til félagsins. Hann hefur sýnt öllum að hann hefur færnina og hæfileikana til þess að stýra liðinu, bæði á erfiðum og góðum augnablikum,“ sagði Lovren. „Við höfum ekki hætt að leggja á okkur. Við erum áfram hungraðir og það er það sem hann kom með inn í félagið. Við erum alltaf hungraði og munum verða það áfram. Þegar þú býrð til góða máltíð, viltu gera hana aftur og þú vilt ekki hætta. Það er það sem heldur okkur á tánum. Við viljum sýna öllum hvað við getum.“ "Once you try a good meal, you want to try it again - you don't stop." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2020 „Það er mikilvægt að hafa góða blöndu af leikmönnum sem eru á yngri árum, á miðárunum og svo reynslumikla leikmenn. Ég held að við höfum þetta frábæra jafnvægi. Við erum vanir því að spila í úrslitaleikjum og í stórum leikjum og við vitum hvernig á að höndla það.“ „Jafnvel þó að við séum að tapa 1-0 þá vitum við hvað við eigum að gera og því er mikilvægt að hafa þetta jafnvægi. Ef við höldum mikilvægum leikmönnum og hryggnum í liðinu þá mun liðið bara vaxa.“ Leikmenn Liverpool reyna að halda sér í formi heima fyrir en Króatinn segir að þetta sé erfitt. Hann þakkar þá framlínunni. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir alla. Eina sem við getum gert er að vera heima og hlusta á ráð stjórnvalda. Allir vita að fólkið í heilbrigðiskerfinu er að leggja hart á sig og við ættum að þakka þeim sem standa í framlínunni,“ sagði Króatinn. Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins séu hungraðir í enn meiri árangur og vonast til þess að hryggjasúlan verði áfram hjá félaginu um ókomin ár. Hann hrósar Jurgen Klopp, stjóra liðsins, í hástert. Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi enska boltans en allt er nú stopp eins og kunnugt er vegna kórónuveirunnar. Heimasíða Liverpool ákvað þar af leiðandi að heyra í króatíska varnarmanninum og hann er eðlilega ánægður með árangurinn undanfarin ár. „Þetta er ákveðið námsferli. Hryggurinn í liðinu hefur verið lengi og þetta byrjaði allt með þjálfaranum - hann hefur gert frábæra hulti frá því að hann kom til félagsins. Hann hefur sýnt öllum að hann hefur færnina og hæfileikana til þess að stýra liðinu, bæði á erfiðum og góðum augnablikum,“ sagði Lovren. „Við höfum ekki hætt að leggja á okkur. Við erum áfram hungraðir og það er það sem hann kom með inn í félagið. Við erum alltaf hungraði og munum verða það áfram. Þegar þú býrð til góða máltíð, viltu gera hana aftur og þú vilt ekki hætta. Það er það sem heldur okkur á tánum. Við viljum sýna öllum hvað við getum.“ "Once you try a good meal, you want to try it again - you don't stop." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2020 „Það er mikilvægt að hafa góða blöndu af leikmönnum sem eru á yngri árum, á miðárunum og svo reynslumikla leikmenn. Ég held að við höfum þetta frábæra jafnvægi. Við erum vanir því að spila í úrslitaleikjum og í stórum leikjum og við vitum hvernig á að höndla það.“ „Jafnvel þó að við séum að tapa 1-0 þá vitum við hvað við eigum að gera og því er mikilvægt að hafa þetta jafnvægi. Ef við höldum mikilvægum leikmönnum og hryggnum í liðinu þá mun liðið bara vaxa.“ Leikmenn Liverpool reyna að halda sér í formi heima fyrir en Króatinn segir að þetta sé erfitt. Hann þakkar þá framlínunni. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir alla. Eina sem við getum gert er að vera heima og hlusta á ráð stjórnvalda. Allir vita að fólkið í heilbrigðiskerfinu er að leggja hart á sig og við ættum að þakka þeim sem standa í framlínunni,“ sagði Króatinn.
Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira