Nammilandsfarar brjáluðust þegar ódýra nammið var tekið fyrr úr sölu Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2020 16:31 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að tekin hafi verið meðvituð ákvörðun um að auglýsa afsláttinn einungis inn í verslunum. Óhætt er að segja að það hafi lagst afar illa í þá sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar og ætluðu að kaupa sér nammi á kostakjörum. Sælgætisbörum í verslunum Hagkaups var lokað fyrr en áætlað var í kjölfar umfjöllunar um að verslanirnar væru að selja nammið þar á sérstökum kostakjörum rétt fyrir lokun. Vísir fjallaði um það um helgina þegar heilbrigðisstarfsmann rak í rogastans þegar hann brá sér í heimsókn í verslun Hagkaups í Skeifunni. Þar sást hópur fólks með skóflurnar á lofti í Nammilandi þar sem 70 prósent afsláttur hafði verið auglýstur vegna fyrirhugaðrar lokunar. Sjá einnig: Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að Nammilandi hafi verið lokað í hádeginu í gær en upprunalega var fyrirhugað að loka því um kvöldið. Ekki ákveðið að loka vegna tilmæla Að hans sögn var ákvörðunin ekki tekin vegna leiðbeininga frá yfirvöldum. „Það eru í rauninni engin tilmæli, við höfum verið í sambandi við yfirvöld og höfum í rauninni ekki fengið neinar skipanir um að loka þessum einingum svo við megum hafa þær opnar.“ Þó hafi verið gripið til aðgerða til að draga úr hættu á snertismiti, til að mynda með því að sótthreinsa og skipta um áhöld reglulega ásamt því að bjóða upp á hanska og spritt. Söluminnkun réð ferðinni Sigurður segir að fylgst hafi verið náið með þróun sölunnar í Nammilandi að undanförnu og að tekin hafi verið ákvörðun um að loka því í kjölfar mikils samdráttar í sölu. Kom þér á óvart að þessi 70% afsláttur hafi fengið misjöfn viðbrögð? „Þegar við tókum ákvörðun um að loka nammibarnum á sunnudegi, þá var hugmyndin í fyrsta lagi að við auglýstum ekki þennan afslátt nema inn í búðunum. Við vildum fara mjög varlega í þetta til að vanda okkur með tveggja metra regluna og ég var nú sjálfur staddur niðri í Skeifu klukkan 15 á laugardag í Nammilandinu. Þá voru bara þrír til fjórir þarna inni svo það sem ég sá gekk bara mjög vel fyrir sig.“ Staðan hafi svo breyst þegar byrjað var að fjalla um afsláttinn í fjölmiðlum. „Þá treystum við okkur ekki til að verja þessa tveggja metra reglu og við ákváðum þá að loka þeim aðeins fyrr en við höfðum ætlað.“ Ósáttir kúnnar mættu í leit að ódýru sælgæti Ljóst er að ekki voru allir viðskiptavinirnir sáttir við ákvörðunina um að loka snemma. „Þér að segja þá fengum við líka kúnna sem voru brjálaðir þegar þeir komu og það var búið að loka sem ætluðu að kaupa sér nammi á afslætti.“ Að sögn Sigurðar hefur Hagkaup tekið allar sjálfsafgreiðslueiningar til endurskoðunar að undanförnu. Samhliða því hafi sölu á grillkjúklingi verið hætt, salatbörum lokað og gerðar breytingar á brauðbörum í verslunum fyrirtækisins. Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sælgæti Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Óhætt er að segja að það hafi lagst afar illa í þá sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar og ætluðu að kaupa sér nammi á kostakjörum. Sælgætisbörum í verslunum Hagkaups var lokað fyrr en áætlað var í kjölfar umfjöllunar um að verslanirnar væru að selja nammið þar á sérstökum kostakjörum rétt fyrir lokun. Vísir fjallaði um það um helgina þegar heilbrigðisstarfsmann rak í rogastans þegar hann brá sér í heimsókn í verslun Hagkaups í Skeifunni. Þar sást hópur fólks með skóflurnar á lofti í Nammilandi þar sem 70 prósent afsláttur hafði verið auglýstur vegna fyrirhugaðrar lokunar. Sjá einnig: Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að Nammilandi hafi verið lokað í hádeginu í gær en upprunalega var fyrirhugað að loka því um kvöldið. Ekki ákveðið að loka vegna tilmæla Að hans sögn var ákvörðunin ekki tekin vegna leiðbeininga frá yfirvöldum. „Það eru í rauninni engin tilmæli, við höfum verið í sambandi við yfirvöld og höfum í rauninni ekki fengið neinar skipanir um að loka þessum einingum svo við megum hafa þær opnar.“ Þó hafi verið gripið til aðgerða til að draga úr hættu á snertismiti, til að mynda með því að sótthreinsa og skipta um áhöld reglulega ásamt því að bjóða upp á hanska og spritt. Söluminnkun réð ferðinni Sigurður segir að fylgst hafi verið náið með þróun sölunnar í Nammilandi að undanförnu og að tekin hafi verið ákvörðun um að loka því í kjölfar mikils samdráttar í sölu. Kom þér á óvart að þessi 70% afsláttur hafi fengið misjöfn viðbrögð? „Þegar við tókum ákvörðun um að loka nammibarnum á sunnudegi, þá var hugmyndin í fyrsta lagi að við auglýstum ekki þennan afslátt nema inn í búðunum. Við vildum fara mjög varlega í þetta til að vanda okkur með tveggja metra regluna og ég var nú sjálfur staddur niðri í Skeifu klukkan 15 á laugardag í Nammilandinu. Þá voru bara þrír til fjórir þarna inni svo það sem ég sá gekk bara mjög vel fyrir sig.“ Staðan hafi svo breyst þegar byrjað var að fjalla um afsláttinn í fjölmiðlum. „Þá treystum við okkur ekki til að verja þessa tveggja metra reglu og við ákváðum þá að loka þeim aðeins fyrr en við höfðum ætlað.“ Ósáttir kúnnar mættu í leit að ódýru sælgæti Ljóst er að ekki voru allir viðskiptavinirnir sáttir við ákvörðunina um að loka snemma. „Þér að segja þá fengum við líka kúnna sem voru brjálaðir þegar þeir komu og það var búið að loka sem ætluðu að kaupa sér nammi á afslætti.“ Að sögn Sigurðar hefur Hagkaup tekið allar sjálfsafgreiðslueiningar til endurskoðunar að undanförnu. Samhliða því hafi sölu á grillkjúklingi verið hætt, salatbörum lokað og gerðar breytingar á brauðbörum í verslunum fyrirtækisins.
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sælgæti Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent