Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2020 00:16 Þessi sýn blasti við lesanda Vísis í Hagkaupum í Skeifunni í kvöld. Heilbrigðisstarfsmann og lesanda Vísis rak í rogarstans þegar hann brá sér í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. Um tíu til fimmtán manns voru með skóflurnar á lofti í Nammilandi þar sem fólk mokar sælgæti af ýmsum toga í poka og greiðir eftir vigt. Snertismit er helsta smitleið kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum sem almannavarnir um heim allan berjast við þessi dægrin. Þetta hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ítrekað komið inn á í orði á daglegum upplýsingafundum vegna veirunnar og má sömuleiðis lesa sér til um víða, svo sem á Covid.is. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað bent á að snertismit er líklegasta leiðin til að smitast af kórónuveirunni. Því eigi fólk að gæta hreinlætis, þvo hendur með heitu vatni og sápu í þrjátíu sekúndur og nota handspritt þegar við á.Vísir/Vilhelm Hagkaup hefur hingað til ekki séð ástæðu til þess að loka nammilandinu þótt verslunin hafi gripið til annarra leiða til að takmarka smithættu. Má nefna að brauðskurðarvélin er til dæmis lokuð vegna smithættu. Tímamóta afsláttur í nammilandi Á skilti í verslun Hagkaupa í Skeifunni kemur fram að ákveðið hafi verið að loka nammilandinu tímabundið. Ástæðan kemur ekki fram en má ætla að um viðbrögð vegna kórónuveirunnar sé um að ræða. Nammilandi verður þó ekki lokað fyrr en á þriðjudag ef marka má auglýsinguna. Þannig auglýsir Hagkaup 70 prósent afslátt á nammi og verður afslátturinn í gildi til mánudags. Afslátturinn framlengist því inn í vikuna. Nammiland í Hagkaup í Skeifunni hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Þar er opið allan sólarhringinn og verslunin hefur boðið helmingsafslátt um helgar. Neytendur eru þó beðnir um að nota einnota hanska í nammilandinu líkt og í salatbar og bakaríi. Lesandi Vísis tók ekki eftir því hvort nammikaupendur í Hagkaupum í kvöld hefðu allir sem einn verið með hanska á sér. Einhverjir voru þó með andlitsgrímur. Grímur og hanskar geta veitt falskt öryggi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur verið spurður út í öryggi sem grímur og hanskar veiti. Hefur hann haft á orði að örygið geti verið falskt. Grímur og hanskar geti vissulega virkað. Grímur verði hins vegar gagnlausar um leið og þær blotna, sem þær gera smám saman við öndun, og þá geri þær lítið sem ekkert gagn. Þá sé lítið gagn í þeim til að verja sig, það sé frekar til að verja aðra. Varðandi hanskana sé ákveðin kúnst að fara rétt úr þeim svo að smit berist ekki af þeim og í viðkomandi. Ferðalangar á Keflavíkurflugvelli með andlitsgrímur.Vísir/Vilhelm „Þannig að það getur gefið falskt öryggi,“ ítrekaði Þórólfur á upplýsingafundi í vikunni. „Ég held að þeir sem eru veikir fyrir ættu helst að reyna að fá einhvern til að fara fyrir sig út í búð.“ Skorar á Hagkaup að sýna samfélagslega ábyrgð strax Lesandinn vill skora á Hagkaup að sýna samfélagslega ábyrgð strax í stað en ekki á þriðjudaginn. Hann telur að það standist ekki nokkra skoðun að hvetja viðskiptavini til að auka líkur á snertismiti með viðbótarafslætti um helgina Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sælgæti Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Heilbrigðisstarfsmann og lesanda Vísis rak í rogarstans þegar hann brá sér í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. Um tíu til fimmtán manns voru með skóflurnar á lofti í Nammilandi þar sem fólk mokar sælgæti af ýmsum toga í poka og greiðir eftir vigt. Snertismit er helsta smitleið kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum sem almannavarnir um heim allan berjast við þessi dægrin. Þetta hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ítrekað komið inn á í orði á daglegum upplýsingafundum vegna veirunnar og má sömuleiðis lesa sér til um víða, svo sem á Covid.is. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað bent á að snertismit er líklegasta leiðin til að smitast af kórónuveirunni. Því eigi fólk að gæta hreinlætis, þvo hendur með heitu vatni og sápu í þrjátíu sekúndur og nota handspritt þegar við á.Vísir/Vilhelm Hagkaup hefur hingað til ekki séð ástæðu til þess að loka nammilandinu þótt verslunin hafi gripið til annarra leiða til að takmarka smithættu. Má nefna að brauðskurðarvélin er til dæmis lokuð vegna smithættu. Tímamóta afsláttur í nammilandi Á skilti í verslun Hagkaupa í Skeifunni kemur fram að ákveðið hafi verið að loka nammilandinu tímabundið. Ástæðan kemur ekki fram en má ætla að um viðbrögð vegna kórónuveirunnar sé um að ræða. Nammilandi verður þó ekki lokað fyrr en á þriðjudag ef marka má auglýsinguna. Þannig auglýsir Hagkaup 70 prósent afslátt á nammi og verður afslátturinn í gildi til mánudags. Afslátturinn framlengist því inn í vikuna. Nammiland í Hagkaup í Skeifunni hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Þar er opið allan sólarhringinn og verslunin hefur boðið helmingsafslátt um helgar. Neytendur eru þó beðnir um að nota einnota hanska í nammilandinu líkt og í salatbar og bakaríi. Lesandi Vísis tók ekki eftir því hvort nammikaupendur í Hagkaupum í kvöld hefðu allir sem einn verið með hanska á sér. Einhverjir voru þó með andlitsgrímur. Grímur og hanskar geta veitt falskt öryggi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur verið spurður út í öryggi sem grímur og hanskar veiti. Hefur hann haft á orði að örygið geti verið falskt. Grímur og hanskar geti vissulega virkað. Grímur verði hins vegar gagnlausar um leið og þær blotna, sem þær gera smám saman við öndun, og þá geri þær lítið sem ekkert gagn. Þá sé lítið gagn í þeim til að verja sig, það sé frekar til að verja aðra. Varðandi hanskana sé ákveðin kúnst að fara rétt úr þeim svo að smit berist ekki af þeim og í viðkomandi. Ferðalangar á Keflavíkurflugvelli með andlitsgrímur.Vísir/Vilhelm „Þannig að það getur gefið falskt öryggi,“ ítrekaði Þórólfur á upplýsingafundi í vikunni. „Ég held að þeir sem eru veikir fyrir ættu helst að reyna að fá einhvern til að fara fyrir sig út í búð.“ Skorar á Hagkaup að sýna samfélagslega ábyrgð strax Lesandinn vill skora á Hagkaup að sýna samfélagslega ábyrgð strax í stað en ekki á þriðjudaginn. Hann telur að það standist ekki nokkra skoðun að hvetja viðskiptavini til að auka líkur á snertismiti með viðbótarafslætti um helgina
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sælgæti Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira