Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 13:35 Starfsmaður í hlífðarbúnaði gengur um neyðarspítala hersins í Teheran, sem gerður er fyrir 2.000 sjúklinga, í stórri sýningarhöll í norðurhluta borgarinnar. Ebrahim Noroozi/AP Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. Yfirvöld halda því fram að þau hafi stjórn á faraldrinum en að sögn AP fréttastofunnar óttast margir að heilbrigðiskerfið í landinu muni ekki ráða við álagið mikið lengur. Íranski herinn er búinn að reisa tvö þúsund rúma neyðarspítala í höfuðborginni Teheran. Ríkissjónvarpið hafði eftir Ali Jahanshahi hershöfðingja í gærkvöldi að herinn væri búinn að afhenda heilbrigðiskerfinu sjúkrahúsið og að þar yrði hægt að taka við sjúklingum í næstu viku. Á myndum af spítalanum, sem er í risastórum sýningarsal í norðanverðri borginni, má sjá að ekki er gert ráð fyrir skilrúmum milli sjúklinga. Óljóst er hvaða lækningatæki verða notuð. Stjórnvöld í Íran hvetja fólk til að halda sig heima en hafa ekki sett útgöngubann líkt og önnur lönd á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrr í þessari viku hafnaði Ali Khamenei æðsti leiðtogi Írans tilboði Bandaríkjastjórnar um aðstoð. Á síðustu dögum hafa hundruð Írana orðið veikir eða jafnvel látið lífið eftir að drekka metanól, sem margir halda að veiti vernd gegn kórónuveirunni. Margir íbúar landsins eru fullir grunsemda í garð stjórnvalda, sem reyndu að gera lítið úr faraldrinum í upphafi. Vantraust á hið opinbera hefur virkað sem olía á eld flökkusagna og kenninga um mátt meintra lækningameðala, þar á meðal metanóls. Íran Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. Yfirvöld halda því fram að þau hafi stjórn á faraldrinum en að sögn AP fréttastofunnar óttast margir að heilbrigðiskerfið í landinu muni ekki ráða við álagið mikið lengur. Íranski herinn er búinn að reisa tvö þúsund rúma neyðarspítala í höfuðborginni Teheran. Ríkissjónvarpið hafði eftir Ali Jahanshahi hershöfðingja í gærkvöldi að herinn væri búinn að afhenda heilbrigðiskerfinu sjúkrahúsið og að þar yrði hægt að taka við sjúklingum í næstu viku. Á myndum af spítalanum, sem er í risastórum sýningarsal í norðanverðri borginni, má sjá að ekki er gert ráð fyrir skilrúmum milli sjúklinga. Óljóst er hvaða lækningatæki verða notuð. Stjórnvöld í Íran hvetja fólk til að halda sig heima en hafa ekki sett útgöngubann líkt og önnur lönd á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrr í þessari viku hafnaði Ali Khamenei æðsti leiðtogi Írans tilboði Bandaríkjastjórnar um aðstoð. Á síðustu dögum hafa hundruð Írana orðið veikir eða jafnvel látið lífið eftir að drekka metanól, sem margir halda að veiti vernd gegn kórónuveirunni. Margir íbúar landsins eru fullir grunsemda í garð stjórnvalda, sem reyndu að gera lítið úr faraldrinum í upphafi. Vantraust á hið opinbera hefur virkað sem olía á eld flökkusagna og kenninga um mátt meintra lækningameðala, þar á meðal metanóls.
Íran Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira