Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 18:00 Hlynur Bæringsson og Ágúst Angantýsson lyfta bikarmeistaratitlinum fyrr í vetur. Vísir/Daníel Stjörnumenn hafa stofnað viðburð um miðjan næsta mánuð undir heitinu: Sláum „aðsóknarmetið“ en þetta er styrktarleikur körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Stjarnan er deildarmeistari annað árið í röð og vann einnig bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Garðbæingar hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar og þurft að bíða í eitt ár í viðbót til að breyta því. Það er ljóst á öllu að félög eru að reyna að hugsa út fyrir kassann og það má sjá á þessari sniðugu hugmynd Stjörnumanna. Nú er bara að sjá hvernig stuðningsmenn liðsins taka í þetta. „15. apríl næstkomandi ætlar meistaraflokkur karla í körfubolta, með ykkar hjálp, að slá „aðsóknarmetið“ í Mathús Garðabæjarhöllinni. Þetta verður „leikur“ sem ekki fer fram til styrktar deildinni og því öfluga starfi sem þar fer fram,“ segir í kynningu á viðburðinum inn á Tix.is. Stjörnuliðið ætlaði sér stóra hluti í úrslitakeppninni í ár en það verður ekkert að henni vegna kórónuveirunnar. Þetta þýðir eins og hjá öðrum félögum að Stjarnan hefur orðið fyrir miklum tekjumissi. „Það var alla farið að hlakka til úrslitakeppninnar sem verður svo ekki. Það hefur gífurleg áhrif á fjárhag deildarinnar enda er úrslitakeppnin langstærsta tekjulind ársins. Þetta leggst sérstaklega þungt á gjaldkerann og þessi „leikur“ er ekki síst fyrir hann,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum. Stjörnumenn stefna á að selja meira en fimmtán hundruð miða á leikinn en það hefur bara einu sinni gerst að fimmtán hundruð mann hafi komið á körfuboltaleik í Ásgarði og það var leikur fjögur í lokaúrslitum á móti Grindavík vorið 2013. „Þetta met ætlum við að slá með ykkar hjálp. Það var geggjað gaman, frábær mæting og sturluð stemming í vetur og okkur langar að upplifa það aftur á næsta tímabili en til þess þá þurfum við ykkar hjálp. Athugið að með því að kaupa hér miða ertu eingöngu að kaupa til að styrkja - þú færð ekki aðgöngumiða á neinn viðburð,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum. Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
Stjörnumenn hafa stofnað viðburð um miðjan næsta mánuð undir heitinu: Sláum „aðsóknarmetið“ en þetta er styrktarleikur körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Stjarnan er deildarmeistari annað árið í röð og vann einnig bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Garðbæingar hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar og þurft að bíða í eitt ár í viðbót til að breyta því. Það er ljóst á öllu að félög eru að reyna að hugsa út fyrir kassann og það má sjá á þessari sniðugu hugmynd Stjörnumanna. Nú er bara að sjá hvernig stuðningsmenn liðsins taka í þetta. „15. apríl næstkomandi ætlar meistaraflokkur karla í körfubolta, með ykkar hjálp, að slá „aðsóknarmetið“ í Mathús Garðabæjarhöllinni. Þetta verður „leikur“ sem ekki fer fram til styrktar deildinni og því öfluga starfi sem þar fer fram,“ segir í kynningu á viðburðinum inn á Tix.is. Stjörnuliðið ætlaði sér stóra hluti í úrslitakeppninni í ár en það verður ekkert að henni vegna kórónuveirunnar. Þetta þýðir eins og hjá öðrum félögum að Stjarnan hefur orðið fyrir miklum tekjumissi. „Það var alla farið að hlakka til úrslitakeppninnar sem verður svo ekki. Það hefur gífurleg áhrif á fjárhag deildarinnar enda er úrslitakeppnin langstærsta tekjulind ársins. Þetta leggst sérstaklega þungt á gjaldkerann og þessi „leikur“ er ekki síst fyrir hann,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum. Stjörnumenn stefna á að selja meira en fimmtán hundruð miða á leikinn en það hefur bara einu sinni gerst að fimmtán hundruð mann hafi komið á körfuboltaleik í Ásgarði og það var leikur fjögur í lokaúrslitum á móti Grindavík vorið 2013. „Þetta met ætlum við að slá með ykkar hjálp. Það var geggjað gaman, frábær mæting og sturluð stemming í vetur og okkur langar að upplifa það aftur á næsta tímabili en til þess þá þurfum við ykkar hjálp. Athugið að með því að kaupa hér miða ertu eingöngu að kaupa til að styrkja - þú færð ekki aðgöngumiða á neinn viðburð,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum.
Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum