„Við höfum ekki gefið þau tilmæli út að afar og ömmur megi ekki hitta barnabörnin sín“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2020 15:50 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki hafi verið gefin út þau tilmæli að ömmur og afar megi ekki hitta barnabörnin sín. Það sé af og frá. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þar var varpað fram spurningu varðandi tvo kennara á sjötugsaldri sem hafa ekki getað hitt barnabörnin sín í tvær vikur þar sem þær taki tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna mjög alvarlega. Þær séu því ekki að umgangast barnabörnin en séu aftur á móti útsettar fyrir þeim börnum sem þær eru að kenna. Þá hefðu kennararnir einnig áhyggjur af því að börnin væru að leika saman eftir skóla og blönduðust þá stærri hópum en þau eru í í skólanum. „Við höfum ekki gefið þau tilmæli út að afar og ömmur megi ekki hitta barnabörnin sín, það er af og frá. Við höfum sagt að það þurfi að passa og gæta að sér. Á því byggja líka þessar ráðleggingar um takmarkanir á skólahaldi sem eru vissulega fyrir hendi. Það er alveg hárrétt að það hafa komið athugasemdir við það að börn væru í takmörkuðum hópum í skólanum en gætu síðan sameinast og verið í stærri hópum utan skólans. Við höfum lagt á það mikla áherslu að það gerist ekki,“ sagði Þórólfur. Ekki hægt að segja til um hvenær heimsóknarbanni verður aflétt Þó er það auðvitað svo að mikil áhersla hefur verið lögð á það í baráttunni við kórónuveiruna hér á landi að vernda viðkvæma hópa, aldraða og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Vegna þessa hefur til að mynda verið heimsóknarbann á dvalarheimilum og hjúkrunarheimilum og ástvinir ekki geta heimsótt ættingja sína, til dæmis ömmu, afa, langömmu og langafa. Þórólfur var spurður að því á fundinum hve lengi þau sæju fyrir sér að slíkt heimsóknarbann yrði í gildi. „Ég held að það sé erfitt að segja nákvæmlega um tímapunktinn, eins og nákvæmlega um þær aðgerðir sem við erum með í gangi nú þegar. Það ræðst mjög mikið af því hvernig framþróun faraldursins verður. Hvort við fáum mikið af sýkingum hjá öldruðum sem skapa mikið álag á heilbrigðiskerfið og heilbrigðisþjónustuna. Þannig að þetta er eins og allt annað sem við erum að gera í endurmati frá degi til dags þannig að nákvæma tímasetningu er ekki hægt að gefa,“ sagði Þórólfur. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Börn og uppeldi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki hafi verið gefin út þau tilmæli að ömmur og afar megi ekki hitta barnabörnin sín. Það sé af og frá. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þar var varpað fram spurningu varðandi tvo kennara á sjötugsaldri sem hafa ekki getað hitt barnabörnin sín í tvær vikur þar sem þær taki tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna mjög alvarlega. Þær séu því ekki að umgangast barnabörnin en séu aftur á móti útsettar fyrir þeim börnum sem þær eru að kenna. Þá hefðu kennararnir einnig áhyggjur af því að börnin væru að leika saman eftir skóla og blönduðust þá stærri hópum en þau eru í í skólanum. „Við höfum ekki gefið þau tilmæli út að afar og ömmur megi ekki hitta barnabörnin sín, það er af og frá. Við höfum sagt að það þurfi að passa og gæta að sér. Á því byggja líka þessar ráðleggingar um takmarkanir á skólahaldi sem eru vissulega fyrir hendi. Það er alveg hárrétt að það hafa komið athugasemdir við það að börn væru í takmörkuðum hópum í skólanum en gætu síðan sameinast og verið í stærri hópum utan skólans. Við höfum lagt á það mikla áherslu að það gerist ekki,“ sagði Þórólfur. Ekki hægt að segja til um hvenær heimsóknarbanni verður aflétt Þó er það auðvitað svo að mikil áhersla hefur verið lögð á það í baráttunni við kórónuveiruna hér á landi að vernda viðkvæma hópa, aldraða og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Vegna þessa hefur til að mynda verið heimsóknarbann á dvalarheimilum og hjúkrunarheimilum og ástvinir ekki geta heimsótt ættingja sína, til dæmis ömmu, afa, langömmu og langafa. Þórólfur var spurður að því á fundinum hve lengi þau sæju fyrir sér að slíkt heimsóknarbann yrði í gildi. „Ég held að það sé erfitt að segja nákvæmlega um tímapunktinn, eins og nákvæmlega um þær aðgerðir sem við erum með í gangi nú þegar. Það ræðst mjög mikið af því hvernig framþróun faraldursins verður. Hvort við fáum mikið af sýkingum hjá öldruðum sem skapa mikið álag á heilbrigðiskerfið og heilbrigðisþjónustuna. Þannig að þetta er eins og allt annað sem við erum að gera í endurmati frá degi til dags þannig að nákvæma tímasetningu er ekki hægt að gefa,“ sagði Þórólfur.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Börn og uppeldi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira