Óli um byrjunina á Íslandsmótinu eftir samkomubann: „Fjórar til fimm vikur algjört lágmark“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2020 10:45 Ólafur Kristjánsson er að fara að byrja sitt þriðja tímabil sem þjálfari FH-liðsins. Vísir/Bára Ólafur Kristjánsson þjálfari FH í Pepsi Max-deild karla segir að liðin í landinu þurfi fjórar til fimm vikur til þess að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið eftir að samkomubanninu lýkur. Þetta sagði hann í viðtali við Guðmund Benediktsson í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en Ólafur var gestur þáttarins ásamt Hermanni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara Southend í ensku C-deildinni. Farið var yfir hvenær ætti að byrja Íslandsmótið en liðin í landinu geta nú ekki æft saman vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Stefnt var á að byrja Íslandsmótið 22. apríl en það er ljóst að svo verður ekki. „Ég er búinn að vera atvinnuþjálfari síðan 2000 þegar ég hætti að spila út í Danmörku. Þetta hefur verið aðalstarf mitt síðan og það er tuttugu ár síðan ef mér reiknast rétt til. Ég hef farið í gegnum efnahagskrísuna 2008 og þá kom ágætis hlutur út úr því á þeim stað sem ég var þá, í Breiðabliki,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Þegar maður er smitaður af þessum sjúkdómi sem er þjálfun, það er kannski óviðeigandi að segja það á þessum tímapunkti, en þjálfun sem er starf er öðruvísi en mörg önnur störf. Þetta er í hausnum á manni allan daginn. Þá er maður að hugsa hvernig getur maður þjálfað liðið?“ Ólafur segir að liðin þurfi sinn tíma eftir bannið til þess að byggja upp fótboltalega þætti, sem og að óskynsamlegt sé að byrja of fljótt að spila því þá gætu leikmenn hrokkið í meiðsli. „Það sem vantar núna í þjálfunina hjá okkur núna eru að menn séu að púsha hver á annan og menn séu inn á æfingum þar sem samskipti og samvinna tveggja til fjögurra manna eða liðshluta skiptir máli. Núna erum við í hálfgerðu jólafríi.“ „Við erum að höfða til agans hjá mönnum og það þegar við komum út úr þessu aftur og fara að spila aftur, þá segi ég út frá þjálfræðinni þá eru fjórar til fimm vikur algjört lágmark ef þú ætlar ekki að hlaupa inn í einhverja meiðslaperíódu.“ Innslagið í heild sinni þar sem Ólafur fer yfir stöðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Ólafur Kristjánssom um byrjunina á Íslandsmótinu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH í Pepsi Max-deild karla segir að liðin í landinu þurfi fjórar til fimm vikur til þess að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið eftir að samkomubanninu lýkur. Þetta sagði hann í viðtali við Guðmund Benediktsson í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en Ólafur var gestur þáttarins ásamt Hermanni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara Southend í ensku C-deildinni. Farið var yfir hvenær ætti að byrja Íslandsmótið en liðin í landinu geta nú ekki æft saman vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Stefnt var á að byrja Íslandsmótið 22. apríl en það er ljóst að svo verður ekki. „Ég er búinn að vera atvinnuþjálfari síðan 2000 þegar ég hætti að spila út í Danmörku. Þetta hefur verið aðalstarf mitt síðan og það er tuttugu ár síðan ef mér reiknast rétt til. Ég hef farið í gegnum efnahagskrísuna 2008 og þá kom ágætis hlutur út úr því á þeim stað sem ég var þá, í Breiðabliki,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Þegar maður er smitaður af þessum sjúkdómi sem er þjálfun, það er kannski óviðeigandi að segja það á þessum tímapunkti, en þjálfun sem er starf er öðruvísi en mörg önnur störf. Þetta er í hausnum á manni allan daginn. Þá er maður að hugsa hvernig getur maður þjálfað liðið?“ Ólafur segir að liðin þurfi sinn tíma eftir bannið til þess að byggja upp fótboltalega þætti, sem og að óskynsamlegt sé að byrja of fljótt að spila því þá gætu leikmenn hrokkið í meiðsli. „Það sem vantar núna í þjálfunina hjá okkur núna eru að menn séu að púsha hver á annan og menn séu inn á æfingum þar sem samskipti og samvinna tveggja til fjögurra manna eða liðshluta skiptir máli. Núna erum við í hálfgerðu jólafríi.“ „Við erum að höfða til agans hjá mönnum og það þegar við komum út úr þessu aftur og fara að spila aftur, þá segi ég út frá þjálfræðinni þá eru fjórar til fimm vikur algjört lágmark ef þú ætlar ekki að hlaupa inn í einhverja meiðslaperíódu.“ Innslagið í heild sinni þar sem Ólafur fer yfir stöðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Ólafur Kristjánssom um byrjunina á Íslandsmótinu
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira