Dýralæknir segir upp þjónustusamningi við MAST í fússi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 23:38 MAST er með þjónustusamninga við dýralækna víða um land. Vísir/Vilhelm Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa sagt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. Hún greinir frá þessu á Facebook en fyrirtæki hennar Dýrin mín stór og smá hefur séð um dýralækningar fyrir Matvælastofnun á svæðinu. Ingunn segir að nú sé þetta loksins frá. Ástæðan fyrir uppsögninni hafi hlaðist upp á löngum tíma en hún hafi alltof stótru svæði að sinna. Engar afleysingar séu í boði og þannig hafi hún ekki fengið sumarfrí í átta ár. Ofboðslega erfiður vetur Veturinn hefur verið harður á Norðvesturlandi og er skemmst að minnast óveðursins í desember þegar fjöldi hrossa draps. Hún lýsir vetrinum sem ofboðslega erfiðum með atvikum og önnum sem enginn dýralæknir eigi að þurfa að berjast við einn. „Ekkert útlit fyrir að breyting verði á starfsumhverfi þar sem samningaviðrœður við Matvœlastofnun og ráðuneyti eru ekki að skila neinu,“ segir Ingunn. „En dropinn sem fyllti mœlinn var viðmótið og svörin sem ég fékk frá matvœlastofnun þegar ég tilkynnti þeim að ég vœri komin í fyrirskipaða sóttkví vegna Covid 19. Mér tjáð að ég þyrfti að útvega afleysingu og greiða fyrir hana sjálf. Fœ semsagt engar þjónustugreiðslur/laun á meðan,“ segir Ingunn. Hún standi með sjálfri sér í þetta skiptið. Yfirdýralækni finnst að sér vegið Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir segir í ummælum við þráð Ingunnar að henni finnist ómaklega að sér vegið miðað við undirritaða samninga og samtöl þeirra á milli í dag og í gær. Ingunn svarar að hún hafi nú ekki nefnt Sigurborgu á nafn heldur Matvælastofnun. „En þetta er mín skoðun á málinu og ég veit að þar erum við algerlega ósammála. Þessi þjónustusamningur engum boðlegur. Sem er meðal annars ástæðan fyrir því að ég segi honum upp.“ Ingunn segist þó ætla að sinna dýralækningum áfram á svæðinu. Dýr Húnavatnshreppur Húnaþing vestra Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa sagt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. Hún greinir frá þessu á Facebook en fyrirtæki hennar Dýrin mín stór og smá hefur séð um dýralækningar fyrir Matvælastofnun á svæðinu. Ingunn segir að nú sé þetta loksins frá. Ástæðan fyrir uppsögninni hafi hlaðist upp á löngum tíma en hún hafi alltof stótru svæði að sinna. Engar afleysingar séu í boði og þannig hafi hún ekki fengið sumarfrí í átta ár. Ofboðslega erfiður vetur Veturinn hefur verið harður á Norðvesturlandi og er skemmst að minnast óveðursins í desember þegar fjöldi hrossa draps. Hún lýsir vetrinum sem ofboðslega erfiðum með atvikum og önnum sem enginn dýralæknir eigi að þurfa að berjast við einn. „Ekkert útlit fyrir að breyting verði á starfsumhverfi þar sem samningaviðrœður við Matvœlastofnun og ráðuneyti eru ekki að skila neinu,“ segir Ingunn. „En dropinn sem fyllti mœlinn var viðmótið og svörin sem ég fékk frá matvœlastofnun þegar ég tilkynnti þeim að ég vœri komin í fyrirskipaða sóttkví vegna Covid 19. Mér tjáð að ég þyrfti að útvega afleysingu og greiða fyrir hana sjálf. Fœ semsagt engar þjónustugreiðslur/laun á meðan,“ segir Ingunn. Hún standi með sjálfri sér í þetta skiptið. Yfirdýralækni finnst að sér vegið Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir segir í ummælum við þráð Ingunnar að henni finnist ómaklega að sér vegið miðað við undirritaða samninga og samtöl þeirra á milli í dag og í gær. Ingunn svarar að hún hafi nú ekki nefnt Sigurborgu á nafn heldur Matvælastofnun. „En þetta er mín skoðun á málinu og ég veit að þar erum við algerlega ósammála. Þessi þjónustusamningur engum boðlegur. Sem er meðal annars ástæðan fyrir því að ég segi honum upp.“ Ingunn segist þó ætla að sinna dýralækningum áfram á svæðinu.
Dýr Húnavatnshreppur Húnaþing vestra Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira