Spaugstofan snýr aftur í hlaðvarpsformi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2020 21:48 Hér má sjá þá Spaugstofubræður á góðri stundu. Facebook Spaugstofuliðar, sem ættu að vera flestum landsmönnum kunnir, hafa ákveðið að ýta úr vör hlaðvarpsþættinum Móðir menn í kví kví. Búast má við fyrsta þætti á næstu dögum. Þetta kemur fram í færslu sem Pálmi Gestsson, einn þeirra fimm grínista og leikara sem Spaugstofan samanstendur af, birti á Facebook-síðu sinni. Aðrir meðlimir grínhópsins í núverandi mynd eru þeir Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og Randver Þorláksson. Í samtali við Vísi segir Pálmi að hópurinn hafi ákveðið að fara af stað með þáttinn í ljósi þeirra skrítnu tíma sem samfélagið upplifir nú. „Við hittumst nú oft og höfum aldrei verið í betra formi. Við erum kröftugir og ferskir ennþá og höfum bæði gaman að þessu og löngun til að gera þetta. Við ákváðum að reyna að leggja okkar af mörkum til að létta eitthvað undir,“ segir Pálmi. Varðandi fyrirkomulag þáttanna segir Pálmi að um verði að ræða einskonar spjallþátt. „Bæði við sjálfir og svo koma væntanlega einhverjir úr okkar karaktersafni í heimsókn og taka málin sínum tökum. Það er til dæmis forvitnilegt að vita hvað Ragnar Reykás hefur að segja um allt þetta.“ Hann segir að hópurinn fái að taka upp í Þjóðleikhúsinu og þættirnir verði framleiddir án allra styrkja. „Við ætlum að prófa þetta og ef vel gengur þá sjáum við hvað getur orðið í framhaldinu,“ segir Pálmi og bætir við að búast megi við fyrsta þætti sem allra fyrst og nefnir fyrri hluta næstu viku í því samhengi. Menning Tímamót Fjölmiðlar Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Spaugstofuliðar, sem ættu að vera flestum landsmönnum kunnir, hafa ákveðið að ýta úr vör hlaðvarpsþættinum Móðir menn í kví kví. Búast má við fyrsta þætti á næstu dögum. Þetta kemur fram í færslu sem Pálmi Gestsson, einn þeirra fimm grínista og leikara sem Spaugstofan samanstendur af, birti á Facebook-síðu sinni. Aðrir meðlimir grínhópsins í núverandi mynd eru þeir Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og Randver Þorláksson. Í samtali við Vísi segir Pálmi að hópurinn hafi ákveðið að fara af stað með þáttinn í ljósi þeirra skrítnu tíma sem samfélagið upplifir nú. „Við hittumst nú oft og höfum aldrei verið í betra formi. Við erum kröftugir og ferskir ennþá og höfum bæði gaman að þessu og löngun til að gera þetta. Við ákváðum að reyna að leggja okkar af mörkum til að létta eitthvað undir,“ segir Pálmi. Varðandi fyrirkomulag þáttanna segir Pálmi að um verði að ræða einskonar spjallþátt. „Bæði við sjálfir og svo koma væntanlega einhverjir úr okkar karaktersafni í heimsókn og taka málin sínum tökum. Það er til dæmis forvitnilegt að vita hvað Ragnar Reykás hefur að segja um allt þetta.“ Hann segir að hópurinn fái að taka upp í Þjóðleikhúsinu og þættirnir verði framleiddir án allra styrkja. „Við ætlum að prófa þetta og ef vel gengur þá sjáum við hvað getur orðið í framhaldinu,“ segir Pálmi og bætir við að búast megi við fyrsta þætti sem allra fyrst og nefnir fyrri hluta næstu viku í því samhengi.
Menning Tímamót Fjölmiðlar Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira