Óvissa með 65% af tekjum KA: Skilar sér í skerðingu á þjónustu eða uppsögnum Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 20:00 Handboltalið KA gæti þurft að skera niður kostnaðinn á næstu leiktíð eins og önnur lið innan félagsins og handboltans. vísir/bára Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA, segir að KA viti ekki hvort 47 milljónir af þeim 75 milljónum sem reiknað hafði verið með í mars og apríl munu skila sér í hús vegna kórónuveirunnar. Mörg íþróttafélög berjast nú í bökkum vegna veirunnar og mörg verða fyrir miklu tekjutapi. Sævar var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Það er mikil óvissa í gangi og menn eru að leita leiða til þess að láta reksturinn ganga upp. Það er mikið stress í mönnum,“ sagði Sævar sem talaði frá félagsheimili KA í dag þar sem fátt var um manninn enda húsið lokað fyrir iðkendur. „Knattspyrnudeildin er alltaf eitthvað sem við höfum mestar áhyggjur af. Þar er stærsta hlutfallið af veltunni en þetta er svosem að ná inn á allar íþróttir. Blakið er sú grein sem lifir á úrslitakeppninni og nú er hún í óvissu svo stór hluti af tekjunum þar er í óvissu.“ „Það voru framundan þrjú stór krakkamót í bæði handbolta og fótbolta og þetta virðist vera að detta út. Þetta hefur mikil áhrif á rekstur íþróttafélagsins.“ Sævar segir að þrátt fyrir að það verði enginn ferðakostnaður í mars og apríl sé reksturinn í mikilli hættu og gæti leitt til niðurskurðar. „Ég var að taka saman áætlaðar tekjur KA í heild sinni núna í mars og apríl. Þær eru áætlaðar um 75 milljónir og þar eru 47 milljónir í óvissu í dag. Þetta er hátt í 65% af tekjunum sem við vitum ekki hvort að munu skila sér eða ekki.“ „Þetta mun hafa gríðarlega afleiðingar um allan reksturinn hjá okkur sem skilar sér bara í skerðingu á einhverskonar þjónustu eða uppsögn á einhverjum starfsmönnum. Íþróttafélag hefur litlar aðra möguleika en að skera niður og lækka launakostnað.“ Innslagið í heild sinni við Sævar má heyra hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sævar um stöðu KA Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Blak Akureyri Sportið í dag Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira
Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA, segir að KA viti ekki hvort 47 milljónir af þeim 75 milljónum sem reiknað hafði verið með í mars og apríl munu skila sér í hús vegna kórónuveirunnar. Mörg íþróttafélög berjast nú í bökkum vegna veirunnar og mörg verða fyrir miklu tekjutapi. Sævar var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Það er mikil óvissa í gangi og menn eru að leita leiða til þess að láta reksturinn ganga upp. Það er mikið stress í mönnum,“ sagði Sævar sem talaði frá félagsheimili KA í dag þar sem fátt var um manninn enda húsið lokað fyrir iðkendur. „Knattspyrnudeildin er alltaf eitthvað sem við höfum mestar áhyggjur af. Þar er stærsta hlutfallið af veltunni en þetta er svosem að ná inn á allar íþróttir. Blakið er sú grein sem lifir á úrslitakeppninni og nú er hún í óvissu svo stór hluti af tekjunum þar er í óvissu.“ „Það voru framundan þrjú stór krakkamót í bæði handbolta og fótbolta og þetta virðist vera að detta út. Þetta hefur mikil áhrif á rekstur íþróttafélagsins.“ Sævar segir að þrátt fyrir að það verði enginn ferðakostnaður í mars og apríl sé reksturinn í mikilli hættu og gæti leitt til niðurskurðar. „Ég var að taka saman áætlaðar tekjur KA í heild sinni núna í mars og apríl. Þær eru áætlaðar um 75 milljónir og þar eru 47 milljónir í óvissu í dag. Þetta er hátt í 65% af tekjunum sem við vitum ekki hvort að munu skila sér eða ekki.“ „Þetta mun hafa gríðarlega afleiðingar um allan reksturinn hjá okkur sem skilar sér bara í skerðingu á einhverskonar þjónustu eða uppsögn á einhverjum starfsmönnum. Íþróttafélag hefur litlar aðra möguleika en að skera niður og lækka launakostnað.“ Innslagið í heild sinni við Sævar má heyra hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sævar um stöðu KA Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Blak Akureyri Sportið í dag Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira