Eiga von á hlífðarbúnaði en skortur yfirvofandi Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2020 10:07 Heilbrigðisstarfsfólk í Bretlandi að störfum. Vísir/Getty Húsnæðismálaráðherra Bretlands segir yfirvöld þurfa að gera enn meira til þess að útvega hlífðarbúnað þar sem útlit er fyrir skort í landinu. Unnið væri hörðum höndum að því að panta búnað en það þyrfti að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsfólks enn betur. Heilbrigðisstarfsfólk gagnrýndi ný tilmæli um endurnýtingu hlífðarfatnaðar harðlega í gær. Þar var lagt til að fólk framlínustarfsfólk myndi þvo hlífðarfatnað ef það væri mögulegt eða þá geyma hann fyrir skurðaðgerðir eða önnur störf sem fela í sér mikla hættu á smiti ef skortur yrði. Sjá einnig: Tilmæli um endurnýtingu hlífðarbúnaðar valda áhyggjum „Við verðum að gera meira til þess að fá þann hlífðarbúnað sem fólkið í framlínunni þarf,“ sagði Robert Jenrick húsnæðismálaráðherra í gær. Þó ættu yfirvöld von á sendingu frá Tyrklandi með 400 þúsund hlífðarsloppum. „Við erum að reyna allt til að útvega þann búnað sem við þurfum.“ Í Sunday Times eru bresk yfirvöld gagnrýnd harðlega og því haldið fram að Boris Johnson forsætisráðherra hafi misst af fimm neyðarfundum yfirvalda í Bretlandi. Þá hafi undirbúningi verið ábótavant og ekki gripið til aðgerða nógu snemma. Útgöngubann er nú í gildi í Bretlandi og sagði ráðherrann Michael Gove að yfirvöld myndu hvorki fara að aflétta höftum á næstunni né opna skóla. Öll gögn bentu til þess að það væri óskynsamlegt á þessu stigi faraldursins í landinu. Rúmlega 115 þúsund smit hafa verið staðfest í Bretlandi og 15 þúsund látist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Tilmæli um endurnýtingu hlífðarbúnaðar valda áhyggjum Hlífðarbúnaðurinn sem um ræðir er notaður við umönnun Covid-19 sjúklinga og verndar starfsfólk fyrir smiti. 18. apríl 2020 11:49 Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. 17. apríl 2020 14:54 Mun ekki halda upp á afmælið sérstaklega og vill engin heiðursskot Elísabet önnur Bretlandsdrottning mun ekki halda sérstaklega upp á 94 ára afmæli sitt og hefur óskað eftir því að horfið verði frá því að skjóta heiðursskotum í tilefni af deginum. 18. apríl 2020 11:31 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Húsnæðismálaráðherra Bretlands segir yfirvöld þurfa að gera enn meira til þess að útvega hlífðarbúnað þar sem útlit er fyrir skort í landinu. Unnið væri hörðum höndum að því að panta búnað en það þyrfti að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsfólks enn betur. Heilbrigðisstarfsfólk gagnrýndi ný tilmæli um endurnýtingu hlífðarfatnaðar harðlega í gær. Þar var lagt til að fólk framlínustarfsfólk myndi þvo hlífðarfatnað ef það væri mögulegt eða þá geyma hann fyrir skurðaðgerðir eða önnur störf sem fela í sér mikla hættu á smiti ef skortur yrði. Sjá einnig: Tilmæli um endurnýtingu hlífðarbúnaðar valda áhyggjum „Við verðum að gera meira til þess að fá þann hlífðarbúnað sem fólkið í framlínunni þarf,“ sagði Robert Jenrick húsnæðismálaráðherra í gær. Þó ættu yfirvöld von á sendingu frá Tyrklandi með 400 þúsund hlífðarsloppum. „Við erum að reyna allt til að útvega þann búnað sem við þurfum.“ Í Sunday Times eru bresk yfirvöld gagnrýnd harðlega og því haldið fram að Boris Johnson forsætisráðherra hafi misst af fimm neyðarfundum yfirvalda í Bretlandi. Þá hafi undirbúningi verið ábótavant og ekki gripið til aðgerða nógu snemma. Útgöngubann er nú í gildi í Bretlandi og sagði ráðherrann Michael Gove að yfirvöld myndu hvorki fara að aflétta höftum á næstunni né opna skóla. Öll gögn bentu til þess að það væri óskynsamlegt á þessu stigi faraldursins í landinu. Rúmlega 115 þúsund smit hafa verið staðfest í Bretlandi og 15 þúsund látist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Tilmæli um endurnýtingu hlífðarbúnaðar valda áhyggjum Hlífðarbúnaðurinn sem um ræðir er notaður við umönnun Covid-19 sjúklinga og verndar starfsfólk fyrir smiti. 18. apríl 2020 11:49 Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. 17. apríl 2020 14:54 Mun ekki halda upp á afmælið sérstaklega og vill engin heiðursskot Elísabet önnur Bretlandsdrottning mun ekki halda sérstaklega upp á 94 ára afmæli sitt og hefur óskað eftir því að horfið verði frá því að skjóta heiðursskotum í tilefni af deginum. 18. apríl 2020 11:31 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Tilmæli um endurnýtingu hlífðarbúnaðar valda áhyggjum Hlífðarbúnaðurinn sem um ræðir er notaður við umönnun Covid-19 sjúklinga og verndar starfsfólk fyrir smiti. 18. apríl 2020 11:49
Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. 17. apríl 2020 14:54
Mun ekki halda upp á afmælið sérstaklega og vill engin heiðursskot Elísabet önnur Bretlandsdrottning mun ekki halda sérstaklega upp á 94 ára afmæli sitt og hefur óskað eftir því að horfið verði frá því að skjóta heiðursskotum í tilefni af deginum. 18. apríl 2020 11:31