Sportpakkinn: „Viljum forðast það að vera taka ákvarðanir núna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2020 11:30 Haukur Örn Birgisson er forseti GSÍ sem og formaður evrópska golfsambandsins. vísir/skjáskot Forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, segir að það sé lán í óláni fyrir golfíþróttina hér á landi að hún standi sem hæst á sumrin. Hann vonast til að sumarið á Íslandi í golfinu verði eins og best verði á kosið. Kórónuveiran hefur náð til golfsins á Íslandi en ekki eins og í mörgum öðrum greinum. Haukur var til viðtals hjá Arnari Björnssyni í Sportpakkanum í gærkvöldi þar sem þeir fóru yfir stöðuna og fyrsta spurningin var einfaldlega hvað væri að frétta af golfinu þessa daganna? „Það er lítið að frétta eins og alltaf í marsmánuði. Við erum lánsöm að því leytinu til að okkar tímabil hefst ekki fyrr en í lok apríl, byrjun maí. Að því leytinu til erum við lánsöm að þetta sé ekki að koma niður á iðkun golfíþróttarinnar í dag, nema þá innan dyra og innanhússæfingum,“ sagði Haukur og hélt áfram. „Við erum vongóð að það versta verði yfirstaðið í lok apríl þegar tímabilið okkar hefst. Þá bara tökum við þessu af trukki. Við værum örugglega að spila ef það væri hægt að gera það á golfvöllunum en það er mikilvægt að virða þessar takmarkanir sem settar hafa verið og snúa að tveggja metra fjarlægð.“ Klippa: Sportpakkinn: Forseti GSÍ „Golfíþróttin býður upp á að hægt sé að leika hana með þeim takmörkunum sem í gildi eru. Auðvitað þyrfti að gera ákveðnar breytingar á hinu og þessu en við vonum að þessum takmörkunum verði aflétt eftir einn og hálfan mánuð þegar okkar tímabil byrjar. Inniæfingar og æfingar hjá börn og unglingum hafa fallið niður og það er mjög skiljanlegt.“ Haukur er ekki bara forseti GSÍ því einnig er hann formaður evrópska golfsambandsins. Þar er aðeins meira vesen þó að mótahald þar sé einnig mest á sumrin. „Þar kennir ýmissa grasa. Ástandið í mörgum löndum er mjög slæmt og golfvöllum hefur verið lokað fyrir kylfinga og starfsmenn. Það má enginn koma á vellina. Það eru lönd eins og Ítalía, Holland, Frakkland, Spánn, Belgía og þannig er lengi hægt að telja.“ „Þar er leikið golf allt árið og það hefur alveg legið niðri útaf ástandinu. Við vitum ekki hvað verður um það og hvenær það lagast en mótahald Evrópusambandsins hefst einnig upp úr júní og stendur hæst í júlí. Eins og staðan er núna höfum við verið að halda þeim mótum.“ „Við viljum forðast það að vera taka ákvarðanir núna sem koma kannski ekki til framkvæmda fyrr en eftir tvo til þrjá mánuði þegar ástandið getur verið orðið miklu betra. Við viljum bíða með allar ákvarðanir eins lengi og við getum.“ Allt viðtalið við Hauk má sjá hér ofar í fréttinni þar sem hann ræðir meðal annars um að golfið sé ekki í eins mikilli tímapressu og aðrar greinar. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, segir að það sé lán í óláni fyrir golfíþróttina hér á landi að hún standi sem hæst á sumrin. Hann vonast til að sumarið á Íslandi í golfinu verði eins og best verði á kosið. Kórónuveiran hefur náð til golfsins á Íslandi en ekki eins og í mörgum öðrum greinum. Haukur var til viðtals hjá Arnari Björnssyni í Sportpakkanum í gærkvöldi þar sem þeir fóru yfir stöðuna og fyrsta spurningin var einfaldlega hvað væri að frétta af golfinu þessa daganna? „Það er lítið að frétta eins og alltaf í marsmánuði. Við erum lánsöm að því leytinu til að okkar tímabil hefst ekki fyrr en í lok apríl, byrjun maí. Að því leytinu til erum við lánsöm að þetta sé ekki að koma niður á iðkun golfíþróttarinnar í dag, nema þá innan dyra og innanhússæfingum,“ sagði Haukur og hélt áfram. „Við erum vongóð að það versta verði yfirstaðið í lok apríl þegar tímabilið okkar hefst. Þá bara tökum við þessu af trukki. Við værum örugglega að spila ef það væri hægt að gera það á golfvöllunum en það er mikilvægt að virða þessar takmarkanir sem settar hafa verið og snúa að tveggja metra fjarlægð.“ Klippa: Sportpakkinn: Forseti GSÍ „Golfíþróttin býður upp á að hægt sé að leika hana með þeim takmörkunum sem í gildi eru. Auðvitað þyrfti að gera ákveðnar breytingar á hinu og þessu en við vonum að þessum takmörkunum verði aflétt eftir einn og hálfan mánuð þegar okkar tímabil byrjar. Inniæfingar og æfingar hjá börn og unglingum hafa fallið niður og það er mjög skiljanlegt.“ Haukur er ekki bara forseti GSÍ því einnig er hann formaður evrópska golfsambandsins. Þar er aðeins meira vesen þó að mótahald þar sé einnig mest á sumrin. „Þar kennir ýmissa grasa. Ástandið í mörgum löndum er mjög slæmt og golfvöllum hefur verið lokað fyrir kylfinga og starfsmenn. Það má enginn koma á vellina. Það eru lönd eins og Ítalía, Holland, Frakkland, Spánn, Belgía og þannig er lengi hægt að telja.“ „Þar er leikið golf allt árið og það hefur alveg legið niðri útaf ástandinu. Við vitum ekki hvað verður um það og hvenær það lagast en mótahald Evrópusambandsins hefst einnig upp úr júní og stendur hæst í júlí. Eins og staðan er núna höfum við verið að halda þeim mótum.“ „Við viljum forðast það að vera taka ákvarðanir núna sem koma kannski ekki til framkvæmda fyrr en eftir tvo til þrjá mánuði þegar ástandið getur verið orðið miklu betra. Við viljum bíða með allar ákvarðanir eins lengi og við getum.“ Allt viðtalið við Hauk má sjá hér ofar í fréttinni þar sem hann ræðir meðal annars um að golfið sé ekki í eins mikilli tímapressu og aðrar greinar.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti