Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til hefðbundins upplýsingafundar klukkan 14 í Skógarhlíð 14.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma D. Möller landlæknir fóru yfir stöðu mála með tilliti til kórónuveiru hér á landi.
Á fundinum var sérstaklega fjallað um málefni Landspítala og fór Páll Matthíasson forstjóri spítalans yfir aðgerðir í því samhengi.
Fundurinn stóð yfir í þrjátíu mínútur. Streymt var beint frá fundinum og má sjá upptökuna í spilaranum hér fyrir neðan. Þá má nálgast beina textalýsingu af fundinum í vaktinni þar fyrir neðan.