Annað kvöld fara fram stórtónleikar í Austurbæ við Snorrabraut og verða þeir í beinni á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni. Þar koma fram margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins og hefjast tónleikarnir klukkan 19:05.
Eðli málsins samkvæmt verða engir tónleikagestir í salnum og því verður hægt að horfa og hlusta á miðlum Sýnar.
Tónleikarnir verða í opinni dagskrá á Stöð 2 en meðal þeirra sem koma fram þetta laugardagskvöldið eru Bríet, Friðrik Dór, GDRN, Jón Jónsson, Jói P. og Króli, Una Schram, Sturla Atlas og Flóni.
