Lundabúðum lokað Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2020 10:21 Skilti sem boða brunaútsölur í minjagripabúðum í miðborginni fara ekki fram hjá neinum. Allt verður að fara úr þessari verslun Nordic Store við Laugaveg 41 fyrir yfirvofandi lokun. Vísir/þg Vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðamannaflauminn til landsins hafa aðstandendur minjagripakeðjunnar Nordic Store ákveðið að loka meirihluta verslana sinna - tímabundið að eigin sögn. Gestir miðborgarinnar hafa ekki farið varhluta af yfirvofandi lokunum enda skilti sem boða tugprósenta afslátt í verslunum keðjunnar fyrirferðamikil, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Þar að auki segir Bjarni Jónsson, eigandi Nordic Store, í samtali við Morgunblaðið að offramboð sambærilegra verslana í miðborginni bæti ekki úr skák. Minjagripabúðum, eða „lundabúðunum“ svokölluðu, hafi fjölgað um 50 prósent á síðustu árum samhliða uppgangi í ferðaþjónustunni. Því hafi leiðrétting í þessum efnum að líkindum verið tímabær að hans mati, nú þegar hægst hefur á ferðamannastraumnum. Nordic Store ætli þannig að loka fjórum af sex verslunum sínum, en keðjan rekur meðal annars útibú við Laugaveg 4 til 6, 18, 41 og 95 til 99. Bjarni segir að þau hjá Nordic Store hafi verið undir samdrátt búin, eiginfjárstaða félagsins sé góð og að með niðurskurði geti þau tórað lengi. Jafnframt séu vormánuðirnir „langlélegustu mánuðir ársins“ fyrir verslanir í miðborginni þannig að höggið er enn sem komið er ekkert gríðarlegt. Dragist niðursveiflan á langinn gæti þó önnur staða skapast og segist Bjarni því ekki geta útilokað að einhverjum útibúum Nordic Store verði lokað til frambúðar, þó svo að honum þyki það ekki líkleg niðurstaða. Árið verði þó að líkindum „mjög lélegt“ fyrir sambærilega verslun í miðborginni enda stefni í „hörmulegt ár í íslenskri ferðaþjónustu.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Center-hótel loka fimm af sjö hótelum Nú herðir að starfsemi hótela og gistihúsa á landinu. 18. mars 2020 06:53 Fimmtíu manns í ferðaþjónustu misstu vinnuna í febrúar Fjörutíu manns var sagt upp störfum hjá Icelandair Hotels í febrúar. 33 misstu vinnuna í síðustu viku en áður hafði sjö manns verið sagt upp. 4. mars 2020 09:50 Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðamannaflauminn til landsins hafa aðstandendur minjagripakeðjunnar Nordic Store ákveðið að loka meirihluta verslana sinna - tímabundið að eigin sögn. Gestir miðborgarinnar hafa ekki farið varhluta af yfirvofandi lokunum enda skilti sem boða tugprósenta afslátt í verslunum keðjunnar fyrirferðamikil, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Þar að auki segir Bjarni Jónsson, eigandi Nordic Store, í samtali við Morgunblaðið að offramboð sambærilegra verslana í miðborginni bæti ekki úr skák. Minjagripabúðum, eða „lundabúðunum“ svokölluðu, hafi fjölgað um 50 prósent á síðustu árum samhliða uppgangi í ferðaþjónustunni. Því hafi leiðrétting í þessum efnum að líkindum verið tímabær að hans mati, nú þegar hægst hefur á ferðamannastraumnum. Nordic Store ætli þannig að loka fjórum af sex verslunum sínum, en keðjan rekur meðal annars útibú við Laugaveg 4 til 6, 18, 41 og 95 til 99. Bjarni segir að þau hjá Nordic Store hafi verið undir samdrátt búin, eiginfjárstaða félagsins sé góð og að með niðurskurði geti þau tórað lengi. Jafnframt séu vormánuðirnir „langlélegustu mánuðir ársins“ fyrir verslanir í miðborginni þannig að höggið er enn sem komið er ekkert gríðarlegt. Dragist niðursveiflan á langinn gæti þó önnur staða skapast og segist Bjarni því ekki geta útilokað að einhverjum útibúum Nordic Store verði lokað til frambúðar, þó svo að honum þyki það ekki líkleg niðurstaða. Árið verði þó að líkindum „mjög lélegt“ fyrir sambærilega verslun í miðborginni enda stefni í „hörmulegt ár í íslenskri ferðaþjónustu.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Center-hótel loka fimm af sjö hótelum Nú herðir að starfsemi hótela og gistihúsa á landinu. 18. mars 2020 06:53 Fimmtíu manns í ferðaþjónustu misstu vinnuna í febrúar Fjörutíu manns var sagt upp störfum hjá Icelandair Hotels í febrúar. 33 misstu vinnuna í síðustu viku en áður hafði sjö manns verið sagt upp. 4. mars 2020 09:50 Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Center-hótel loka fimm af sjö hótelum Nú herðir að starfsemi hótela og gistihúsa á landinu. 18. mars 2020 06:53
Fimmtíu manns í ferðaþjónustu misstu vinnuna í febrúar Fjörutíu manns var sagt upp störfum hjá Icelandair Hotels í febrúar. 33 misstu vinnuna í síðustu viku en áður hafði sjö manns verið sagt upp. 4. mars 2020 09:50