Lundabúðum lokað Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2020 10:21 Skilti sem boða brunaútsölur í minjagripabúðum í miðborginni fara ekki fram hjá neinum. Allt verður að fara úr þessari verslun Nordic Store við Laugaveg 41 fyrir yfirvofandi lokun. Vísir/þg Vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðamannaflauminn til landsins hafa aðstandendur minjagripakeðjunnar Nordic Store ákveðið að loka meirihluta verslana sinna - tímabundið að eigin sögn. Gestir miðborgarinnar hafa ekki farið varhluta af yfirvofandi lokunum enda skilti sem boða tugprósenta afslátt í verslunum keðjunnar fyrirferðamikil, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Þar að auki segir Bjarni Jónsson, eigandi Nordic Store, í samtali við Morgunblaðið að offramboð sambærilegra verslana í miðborginni bæti ekki úr skák. Minjagripabúðum, eða „lundabúðunum“ svokölluðu, hafi fjölgað um 50 prósent á síðustu árum samhliða uppgangi í ferðaþjónustunni. Því hafi leiðrétting í þessum efnum að líkindum verið tímabær að hans mati, nú þegar hægst hefur á ferðamannastraumnum. Nordic Store ætli þannig að loka fjórum af sex verslunum sínum, en keðjan rekur meðal annars útibú við Laugaveg 4 til 6, 18, 41 og 95 til 99. Bjarni segir að þau hjá Nordic Store hafi verið undir samdrátt búin, eiginfjárstaða félagsins sé góð og að með niðurskurði geti þau tórað lengi. Jafnframt séu vormánuðirnir „langlélegustu mánuðir ársins“ fyrir verslanir í miðborginni þannig að höggið er enn sem komið er ekkert gríðarlegt. Dragist niðursveiflan á langinn gæti þó önnur staða skapast og segist Bjarni því ekki geta útilokað að einhverjum útibúum Nordic Store verði lokað til frambúðar, þó svo að honum þyki það ekki líkleg niðurstaða. Árið verði þó að líkindum „mjög lélegt“ fyrir sambærilega verslun í miðborginni enda stefni í „hörmulegt ár í íslenskri ferðaþjónustu.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Center-hótel loka fimm af sjö hótelum Nú herðir að starfsemi hótela og gistihúsa á landinu. 18. mars 2020 06:53 Fimmtíu manns í ferðaþjónustu misstu vinnuna í febrúar Fjörutíu manns var sagt upp störfum hjá Icelandair Hotels í febrúar. 33 misstu vinnuna í síðustu viku en áður hafði sjö manns verið sagt upp. 4. mars 2020 09:50 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðamannaflauminn til landsins hafa aðstandendur minjagripakeðjunnar Nordic Store ákveðið að loka meirihluta verslana sinna - tímabundið að eigin sögn. Gestir miðborgarinnar hafa ekki farið varhluta af yfirvofandi lokunum enda skilti sem boða tugprósenta afslátt í verslunum keðjunnar fyrirferðamikil, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Þar að auki segir Bjarni Jónsson, eigandi Nordic Store, í samtali við Morgunblaðið að offramboð sambærilegra verslana í miðborginni bæti ekki úr skák. Minjagripabúðum, eða „lundabúðunum“ svokölluðu, hafi fjölgað um 50 prósent á síðustu árum samhliða uppgangi í ferðaþjónustunni. Því hafi leiðrétting í þessum efnum að líkindum verið tímabær að hans mati, nú þegar hægst hefur á ferðamannastraumnum. Nordic Store ætli þannig að loka fjórum af sex verslunum sínum, en keðjan rekur meðal annars útibú við Laugaveg 4 til 6, 18, 41 og 95 til 99. Bjarni segir að þau hjá Nordic Store hafi verið undir samdrátt búin, eiginfjárstaða félagsins sé góð og að með niðurskurði geti þau tórað lengi. Jafnframt séu vormánuðirnir „langlélegustu mánuðir ársins“ fyrir verslanir í miðborginni þannig að höggið er enn sem komið er ekkert gríðarlegt. Dragist niðursveiflan á langinn gæti þó önnur staða skapast og segist Bjarni því ekki geta útilokað að einhverjum útibúum Nordic Store verði lokað til frambúðar, þó svo að honum þyki það ekki líkleg niðurstaða. Árið verði þó að líkindum „mjög lélegt“ fyrir sambærilega verslun í miðborginni enda stefni í „hörmulegt ár í íslenskri ferðaþjónustu.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Center-hótel loka fimm af sjö hótelum Nú herðir að starfsemi hótela og gistihúsa á landinu. 18. mars 2020 06:53 Fimmtíu manns í ferðaþjónustu misstu vinnuna í febrúar Fjörutíu manns var sagt upp störfum hjá Icelandair Hotels í febrúar. 33 misstu vinnuna í síðustu viku en áður hafði sjö manns verið sagt upp. 4. mars 2020 09:50 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Center-hótel loka fimm af sjö hótelum Nú herðir að starfsemi hótela og gistihúsa á landinu. 18. mars 2020 06:53
Fimmtíu manns í ferðaþjónustu misstu vinnuna í febrúar Fjörutíu manns var sagt upp störfum hjá Icelandair Hotels í febrúar. 33 misstu vinnuna í síðustu viku en áður hafði sjö manns verið sagt upp. 4. mars 2020 09:50