Nýir eigendur Cintamani óttast ekki áhrif kórónuveirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 13:27 Einar Karl Birgisson er í forsvari fyrir nýja eigendur Cintamani. Til hægri má sjá verslun Cintamani í Austurhrauni í Garðabæ. Samsett/Aðsend Einar Karl Birgisson, athafnamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Cintamani, leiðir hóp fjárfesta sem keyptu Cintamani í síðustu viku, með öllu tilheyrandi. Hann segir nýja eigendur ekki hræðast breyttar efnahagshorfur vegna heimsfaraldurs kórónuveiru – þeir horfi spenntir og bjartsýnir fram á veginn. Greint var frá því í morgun að félagið Cinta 2020 ehf. hefði keypt vörumerkið Cintamani, ásamt vörulager og og léni félagsins. Cintamani var tekið til gjaldþrotaskipta í lok janúar og Íslandsbanki tók að sér að sjá um söluferlið. „Þetta leggst stórvel í mig. Þó að það séu skrýtnir tímar framundan, þá taldi ég að það væri tækifæri til þess að gera eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann er enda kunnugur staðarháttum, var framkvæmdastjóri Cintamani árin 2015 til 2018. Einir segir að nú verði lögð áhersla á vefverslun hjá Cintamani. Verslanir Cintamani voru alls orðnar fimm í lok janúar, þegar félagið fór í þrot, en nýir eigendur hafa ákveðið að opna eingöngu verslunina í Austurhrauni í Garðabæ, þar sem vörulager og skrifstofur fyrirtækisins hafa verið til húsa. „En við erum í þeirri vinnu að koma vefversluninni í loftið, aðlaga hana svolítið að því sem er að gerast í samfélaginu núna,“ segir Einar. Þannig verði þjónustusniði breytt og lögð áhersla á að auka vöruúrvalið í vefverslun frá því sem áður var. Bjartsýnir en ekki með bundið fyrir augun Ljóst þykir að faraldur kórónuveirunnar muni hafa í för með sér gríðarlegan samdrátt í straumi ferðamanna hingað til lands, og þar með efnahagslífsins alls. Þegar hefur áhrifa faraldursins gætt á ýmsum sviðum vinnumarkaðar og stjórnvöld undirbúa nú víðtækar aðgerðir til að koma til móts við launþega og atvinnurekendur. Einar kveðst ekki uggandi yfir stöðunni og segir fyrirtækið sjá tækifæri í breyttum efnahagshorfum. „En við erum samt ekki með bundið fyrir augun, við erum meðvitaðir um stöðuna. En sem betur fer, af því að ég þekki nú sjálfur til, þá var stór meirihluti viðskiptavina Cintamani Íslendingar og við trúum því og treystum að Íslendingar taki áfram fagnandi á móti Cintamani. Íslendingar eiga örugglega eftir að ferðast meira innanlands, stunda meiri útivist og hreyfingu og vera meira úti. Við trúum því að við pössum vel inn í það mynstur,“ segir Einar. „Við hræðumst þetta ekki en við munum bara taka þetta skref fyrir skref og sjá hvernig markaðurinn aðlagar sig breyttu mynstri.“ Einar segir ekki búið að manna allar stöður innan hins endurreista fyrirtækis. „Þetta ber svolítið hratt að.“ Viðræður standi yfir við fyrrverandi starfsmenn Cintamani. „Þeir starfsmenn sem við ætlum að ráða munu koma úr þeim hóp, að mestu leyti,“ segir Einar. Þá er gert ráð fyrir að verslanir Cintamani, í raun- og netheimum, opni á allra næstu dögum. „Bara öðru hvoru megin við helgina,“ segir Einar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Undirrituðu kaupsamning í síðustu viku og opna aftur á næstu dögum Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. 18. mars 2020 09:24 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Einar Karl Birgisson, athafnamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Cintamani, leiðir hóp fjárfesta sem keyptu Cintamani í síðustu viku, með öllu tilheyrandi. Hann segir nýja eigendur ekki hræðast breyttar efnahagshorfur vegna heimsfaraldurs kórónuveiru – þeir horfi spenntir og bjartsýnir fram á veginn. Greint var frá því í morgun að félagið Cinta 2020 ehf. hefði keypt vörumerkið Cintamani, ásamt vörulager og og léni félagsins. Cintamani var tekið til gjaldþrotaskipta í lok janúar og Íslandsbanki tók að sér að sjá um söluferlið. „Þetta leggst stórvel í mig. Þó að það séu skrýtnir tímar framundan, þá taldi ég að það væri tækifæri til þess að gera eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann er enda kunnugur staðarháttum, var framkvæmdastjóri Cintamani árin 2015 til 2018. Einir segir að nú verði lögð áhersla á vefverslun hjá Cintamani. Verslanir Cintamani voru alls orðnar fimm í lok janúar, þegar félagið fór í þrot, en nýir eigendur hafa ákveðið að opna eingöngu verslunina í Austurhrauni í Garðabæ, þar sem vörulager og skrifstofur fyrirtækisins hafa verið til húsa. „En við erum í þeirri vinnu að koma vefversluninni í loftið, aðlaga hana svolítið að því sem er að gerast í samfélaginu núna,“ segir Einar. Þannig verði þjónustusniði breytt og lögð áhersla á að auka vöruúrvalið í vefverslun frá því sem áður var. Bjartsýnir en ekki með bundið fyrir augun Ljóst þykir að faraldur kórónuveirunnar muni hafa í för með sér gríðarlegan samdrátt í straumi ferðamanna hingað til lands, og þar með efnahagslífsins alls. Þegar hefur áhrifa faraldursins gætt á ýmsum sviðum vinnumarkaðar og stjórnvöld undirbúa nú víðtækar aðgerðir til að koma til móts við launþega og atvinnurekendur. Einar kveðst ekki uggandi yfir stöðunni og segir fyrirtækið sjá tækifæri í breyttum efnahagshorfum. „En við erum samt ekki með bundið fyrir augun, við erum meðvitaðir um stöðuna. En sem betur fer, af því að ég þekki nú sjálfur til, þá var stór meirihluti viðskiptavina Cintamani Íslendingar og við trúum því og treystum að Íslendingar taki áfram fagnandi á móti Cintamani. Íslendingar eiga örugglega eftir að ferðast meira innanlands, stunda meiri útivist og hreyfingu og vera meira úti. Við trúum því að við pössum vel inn í það mynstur,“ segir Einar. „Við hræðumst þetta ekki en við munum bara taka þetta skref fyrir skref og sjá hvernig markaðurinn aðlagar sig breyttu mynstri.“ Einar segir ekki búið að manna allar stöður innan hins endurreista fyrirtækis. „Þetta ber svolítið hratt að.“ Viðræður standi yfir við fyrrverandi starfsmenn Cintamani. „Þeir starfsmenn sem við ætlum að ráða munu koma úr þeim hóp, að mestu leyti,“ segir Einar. Þá er gert ráð fyrir að verslanir Cintamani, í raun- og netheimum, opni á allra næstu dögum. „Bara öðru hvoru megin við helgina,“ segir Einar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Undirrituðu kaupsamning í síðustu viku og opna aftur á næstu dögum Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. 18. mars 2020 09:24 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Undirrituðu kaupsamning í síðustu viku og opna aftur á næstu dögum Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. 18. mars 2020 09:24