Leikmönnum dauðbrá á EM – Stukku nánast í fang Víðis Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 22:00 Einhverjum leikmanna íslenska landsliðsins varð verulega bylt við þegar sprengingarnar heyrðust. VÍSIR/BÁRA „Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, þegar hann rifjaði upp skemmtilega sögu af Evrópumóti kvenna í fótbolta frá árinu 2017. Víðir var þá öryggisstjóri KSÍ. Hryðjuverkaógn hafði verið talsvert til umræðu í aðdraganda mótsins og það var hlutverk Víðis að útskýra fyrir leikmönnum hvað þeim bæri að gera ef hætta skapaðist. „Ég hélt heilmikinn fyrirlestur fyrir stelpurnar um hryðjuverk og viðbrögð, hvað við þyrftum að gera og hvert mitt hlutverk væri,“ sagði Víðir sem mætti sem gestur í Sportið í dag á Stöð 2 Sport í gær. „Svo vorum við búin að spila þarna einhvern leik, sem við ætlum ekkert endilega að tala um úrslitin úr, en eftir leik eru stelpurnar og við allt starfsfólkið að labba og þakka þessum fjölmörgu stuðningsmönnum sem þarna voru. Þá fóru að heyrast sprengingar. Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér… Það sem var að gerast var að það voru uppblásnar klöppur á vellinum sem krakkar voru byrjaðir að sprengja, en stelpurnar voru svo vel þjálfaðar að þær voru komnar strax og biðu bara eftir að ég myndi leiða þær burt af vellinum. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Víðir og brosti. Endalaus vinna og sjálfsstjórn hjá þessu fólki Eftir að hafa farið með kvennalandsliðinu og karlalandsliðinu á stórmót síðustu ára og í fleiri ferðir kveðst hann heillaður af þeim leikmönnum og þjálfurum sem hann hefur umgengist: „Þessir karakterar í þessum afreksmannahópum okkar, og þetta gildir ábyggilega um allar íþróttir, eru rosalegir. Það er ekki að ástæðulausu að þetta fólk er komið í fremstu röð. Það eru engar tilviljanir í þessu og það er ekki þannig að þetta fólk hafi fæðst eitthvað rosalega gott í fótbolta eða handbolta. Það er bara þessi endalausa vinna og þessi endalausa sjálfsstjórn sem þetta fólk hefur sem að gerir að verkum að þetta fólk kemst þangað sem það kemst. Það er búinn að vera ótrúlegur lærdómur.“ Klippa: Sportið í dag - Víðir um hryðjuverkaógn við kvennalandsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. KSÍ Sportið í dag Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víðir lærði af landsliðsfólkinu og nýtir sér það í dag Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist hafa lært mikið af því að fylgja íslensku landsliðunum í fótbolta í ferðalögum sem öryggisstjóri KSÍ. 18. apríl 2020 13:00 Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00 Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Sjá meira
„Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, þegar hann rifjaði upp skemmtilega sögu af Evrópumóti kvenna í fótbolta frá árinu 2017. Víðir var þá öryggisstjóri KSÍ. Hryðjuverkaógn hafði verið talsvert til umræðu í aðdraganda mótsins og það var hlutverk Víðis að útskýra fyrir leikmönnum hvað þeim bæri að gera ef hætta skapaðist. „Ég hélt heilmikinn fyrirlestur fyrir stelpurnar um hryðjuverk og viðbrögð, hvað við þyrftum að gera og hvert mitt hlutverk væri,“ sagði Víðir sem mætti sem gestur í Sportið í dag á Stöð 2 Sport í gær. „Svo vorum við búin að spila þarna einhvern leik, sem við ætlum ekkert endilega að tala um úrslitin úr, en eftir leik eru stelpurnar og við allt starfsfólkið að labba og þakka þessum fjölmörgu stuðningsmönnum sem þarna voru. Þá fóru að heyrast sprengingar. Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér… Það sem var að gerast var að það voru uppblásnar klöppur á vellinum sem krakkar voru byrjaðir að sprengja, en stelpurnar voru svo vel þjálfaðar að þær voru komnar strax og biðu bara eftir að ég myndi leiða þær burt af vellinum. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Víðir og brosti. Endalaus vinna og sjálfsstjórn hjá þessu fólki Eftir að hafa farið með kvennalandsliðinu og karlalandsliðinu á stórmót síðustu ára og í fleiri ferðir kveðst hann heillaður af þeim leikmönnum og þjálfurum sem hann hefur umgengist: „Þessir karakterar í þessum afreksmannahópum okkar, og þetta gildir ábyggilega um allar íþróttir, eru rosalegir. Það er ekki að ástæðulausu að þetta fólk er komið í fremstu röð. Það eru engar tilviljanir í þessu og það er ekki þannig að þetta fólk hafi fæðst eitthvað rosalega gott í fótbolta eða handbolta. Það er bara þessi endalausa vinna og þessi endalausa sjálfsstjórn sem þetta fólk hefur sem að gerir að verkum að þetta fólk kemst þangað sem það kemst. Það er búinn að vera ótrúlegur lærdómur.“ Klippa: Sportið í dag - Víðir um hryðjuverkaógn við kvennalandsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
KSÍ Sportið í dag Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víðir lærði af landsliðsfólkinu og nýtir sér það í dag Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist hafa lært mikið af því að fylgja íslensku landsliðunum í fótbolta í ferðalögum sem öryggisstjóri KSÍ. 18. apríl 2020 13:00 Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00 Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Sjá meira
Víðir lærði af landsliðsfólkinu og nýtir sér það í dag Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist hafa lært mikið af því að fylgja íslensku landsliðunum í fótbolta í ferðalögum sem öryggisstjóri KSÍ. 18. apríl 2020 13:00
Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00
Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46