Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2020 06:00 Davíð Goði Þorvarðarson og Þorvarður Goði Valdimarsson frá Skjáskoti, Ólafur Hrafn Steinarsson formaður RÍSÍ, Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri Miðla hjá Stöð 2, og Valdís Guðlaugsdóttir markaðsstjóri Vodafone, skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf. Í þessum mánuði fer í loftið ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 ESPORT, sem sýna mun frá keppni í rafíþróttum á Íslandi. Stöð 2, Rafíþróttasamtök Íslands og Skjáskot hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf sín á milli um uppbyggingu á rafíþróttum á Íslandi. Samstarfið felur meðal annars í sér aðstoð við framleiðslu og dreifingu á útsendingum frá fyrsta tímabili Vodafone deildarinnar sem hefst í lok mars. Þar keppa lið á borð við Fylki, Dusty, KR og FH í leikjunum Counter Strike og League of Legends. Formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, Ólafur Hrafn Steinarsson, er ánægður með samstarfið og talaði um að hér væri um vendipunkt í íslenskum rafíþróttum að ræða. „Það er náttúrulega frábært að fá aðila eins og Stöð 2 og Vodafone með okkur í þessa vegferð, að kynna rafíþróttir sem gilt áhugamál og byggja upp flott umhverfi í kringum iðkun og keppni þess á Íslandi.“ Framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2, Þórhallur Gunnarsson, segist hafa botnlausa trú á þessu verkefni enda séu rafíþróttir mest vaxandi íþróttagrein í sjónvarpi í dag. „Við setjum í gang nýja sjónvarpsrás ESPORT sem við erum sannfærð um að slái í gegn. Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan í þessu sporti.“ Rafíþróttir Fjölmiðlar Vodafone-deildin Tengdar fréttir „Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið er kominn í loftið og er fjallað þar um rafíþróttir. 5. mars 2020 20:00 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Í þessum mánuði fer í loftið ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 ESPORT, sem sýna mun frá keppni í rafíþróttum á Íslandi. Stöð 2, Rafíþróttasamtök Íslands og Skjáskot hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf sín á milli um uppbyggingu á rafíþróttum á Íslandi. Samstarfið felur meðal annars í sér aðstoð við framleiðslu og dreifingu á útsendingum frá fyrsta tímabili Vodafone deildarinnar sem hefst í lok mars. Þar keppa lið á borð við Fylki, Dusty, KR og FH í leikjunum Counter Strike og League of Legends. Formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, Ólafur Hrafn Steinarsson, er ánægður með samstarfið og talaði um að hér væri um vendipunkt í íslenskum rafíþróttum að ræða. „Það er náttúrulega frábært að fá aðila eins og Stöð 2 og Vodafone með okkur í þessa vegferð, að kynna rafíþróttir sem gilt áhugamál og byggja upp flott umhverfi í kringum iðkun og keppni þess á Íslandi.“ Framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2, Þórhallur Gunnarsson, segist hafa botnlausa trú á þessu verkefni enda séu rafíþróttir mest vaxandi íþróttagrein í sjónvarpi í dag. „Við setjum í gang nýja sjónvarpsrás ESPORT sem við erum sannfærð um að slái í gegn. Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan í þessu sporti.“
Rafíþróttir Fjölmiðlar Vodafone-deildin Tengdar fréttir „Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið er kominn í loftið og er fjallað þar um rafíþróttir. 5. mars 2020 20:00 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
„Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið er kominn í loftið og er fjallað þar um rafíþróttir. 5. mars 2020 20:00