Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2020 20:16 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ræddi við fréttamenn eftir að fjarfundi leiðtoga aðildarríkjanna lauk síðdegis. Vísir/EPA Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Leiðtogar ríkjanna samþykktu þetta á fjarfundi í dag. Ferðabannið nær til 26 ríkja Evrópusambandsins auk þess sem búist er við að það gildi fyrir Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss. Aðeins fólk með sem hefur búið til lengri tíma innan Evrópusambandsins, fólk sem á nána ættingja þar, opinberir erindrekar, heilbrigðisstarfsmenn og fólk sem sinnir vöruflutningum er undanskilið banninu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við því að Evrópusambandsríki sem taka ekki þátt í Schengen-samstarfinu framfylgi banninu sömuleiðis, fyrir utan Írland. Bretlandi verður boðið að taka þátt. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði það í höndum hvers og eins ríkis að framfylgja banninu á landamærum þeirra. „Óvinurinn er veiran og nú þurfum við að gera það ítrasta til þess að verja fólkið okkar og hagkerfi. Við erum tilbúin að gera allt sem þörf krefur. Við hikum ekki við að grípa til frekari aðgerða eftir því sem ástandið þróast,“ sagði hún á fréttamannafundi nú í kvöld. Aðgerðin er sögð tilraun sambandsins til þess að samræma aðgerðir í Evrópu gegn kórónuveirufaraldrinum eftir að fjöldi ríkja ákvað einhliða að loka landamærum sínum undanfarna, þar á meðal Danmörk og Noregur. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu að enn hafi ekkert komið til íslenskra yfirvalda frá Evrópusambandinu um málið. Enn er því óljóst hvernig ferðabannið mun hafa áhrif á Ísland og önnur Schengen-ríki. Þá sagði Guðlaugur að ekki sé víst að línurnar skýrist í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá fréttamannafund von der Leyen þar sem hún tilkynnti um ferðabannið. Árétting: Breska ríkisútvarpið BBC segir að „búist sé við því“ að ferðabannið nái til Íslands. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að bannið næði til Íslands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16 Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Leiðtogar ríkjanna samþykktu þetta á fjarfundi í dag. Ferðabannið nær til 26 ríkja Evrópusambandsins auk þess sem búist er við að það gildi fyrir Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss. Aðeins fólk með sem hefur búið til lengri tíma innan Evrópusambandsins, fólk sem á nána ættingja þar, opinberir erindrekar, heilbrigðisstarfsmenn og fólk sem sinnir vöruflutningum er undanskilið banninu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við því að Evrópusambandsríki sem taka ekki þátt í Schengen-samstarfinu framfylgi banninu sömuleiðis, fyrir utan Írland. Bretlandi verður boðið að taka þátt. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði það í höndum hvers og eins ríkis að framfylgja banninu á landamærum þeirra. „Óvinurinn er veiran og nú þurfum við að gera það ítrasta til þess að verja fólkið okkar og hagkerfi. Við erum tilbúin að gera allt sem þörf krefur. Við hikum ekki við að grípa til frekari aðgerða eftir því sem ástandið þróast,“ sagði hún á fréttamannafundi nú í kvöld. Aðgerðin er sögð tilraun sambandsins til þess að samræma aðgerðir í Evrópu gegn kórónuveirufaraldrinum eftir að fjöldi ríkja ákvað einhliða að loka landamærum sínum undanfarna, þar á meðal Danmörk og Noregur. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu að enn hafi ekkert komið til íslenskra yfirvalda frá Evrópusambandinu um málið. Enn er því óljóst hvernig ferðabannið mun hafa áhrif á Ísland og önnur Schengen-ríki. Þá sagði Guðlaugur að ekki sé víst að línurnar skýrist í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá fréttamannafund von der Leyen þar sem hún tilkynnti um ferðabannið. Árétting: Breska ríkisútvarpið BBC segir að „búist sé við því“ að ferðabannið nái til Íslands. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að bannið næði til Íslands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16 Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16
Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00