Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2020 18:00 Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Vísir/Getty Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur lagt til bann við ónauðsynlegum ferðum til aðildarríkja Evrópusambandsins í 30 daga. Bannið yrði sett á með það fyrir augum að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Hún sagði í ávarpi á Twitter að nauðsynlegt yrði að fá aðildarríki Schengen samstarfsins sem eru utan ESB - en Ísland er eitt þeirra - til að taka þátt í ferðabanninu. Verði íslensk stjórnvöld við slíkri beiðni yrðu komur ferðamanna frá löndum utan Schengen bannaðar í 30 daga. The @EU_Commission presents guidelines on border measures & proposes: 1 Green lanes/fast lanes giving priority to essential transport to keep the mobility sector going & ensure economic continuity2 Temporary restriction on non-essential travel to the EU (30 days) pic.twitter.com/9bda9MntF0— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 16, 2020 „Því minni ferðalög, því meiri stjórn náum við á veirunni. Ég legg til að þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir setji á tímabundin bönn við ónauðsynlegum ferðalögum til Evrópusambandsins,“ sagði von der Leyen. „Við teljum að draga þurfi úr ónauðsynlegum ferðum til þess að dreifa veirunni ekki frekar, hvort sem það er innan Evrópusambandsins eða utan þess, en einnig til þess að valda heilbrigðiskerfi okkar ekki auknu álagi.“ Þá kæmi til greina að veita undanþágur þeim ríkisborgurum Evrópusambandsins sem væru á heimleið eða á leið til fjölskyldna sinna, heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem vinna sérstaklega að því að sporna við útbreiðslu COVID-19. Fjallað verður um tillöguna á fjarfundi leiðtoga aðildarríkja sambandsins á morgun. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur lagt til bann við ónauðsynlegum ferðum til aðildarríkja Evrópusambandsins í 30 daga. Bannið yrði sett á með það fyrir augum að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Hún sagði í ávarpi á Twitter að nauðsynlegt yrði að fá aðildarríki Schengen samstarfsins sem eru utan ESB - en Ísland er eitt þeirra - til að taka þátt í ferðabanninu. Verði íslensk stjórnvöld við slíkri beiðni yrðu komur ferðamanna frá löndum utan Schengen bannaðar í 30 daga. The @EU_Commission presents guidelines on border measures & proposes: 1 Green lanes/fast lanes giving priority to essential transport to keep the mobility sector going & ensure economic continuity2 Temporary restriction on non-essential travel to the EU (30 days) pic.twitter.com/9bda9MntF0— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 16, 2020 „Því minni ferðalög, því meiri stjórn náum við á veirunni. Ég legg til að þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir setji á tímabundin bönn við ónauðsynlegum ferðalögum til Evrópusambandsins,“ sagði von der Leyen. „Við teljum að draga þurfi úr ónauðsynlegum ferðum til þess að dreifa veirunni ekki frekar, hvort sem það er innan Evrópusambandsins eða utan þess, en einnig til þess að valda heilbrigðiskerfi okkar ekki auknu álagi.“ Þá kæmi til greina að veita undanþágur þeim ríkisborgurum Evrópusambandsins sem væru á heimleið eða á leið til fjölskyldna sinna, heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem vinna sérstaklega að því að sporna við útbreiðslu COVID-19. Fjallað verður um tillöguna á fjarfundi leiðtoga aðildarríkja sambandsins á morgun.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira