Sport

Úr­vals­deildar­meistarinn úr leik en Ís­maðurinn af­greiddi Kónginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísmaðurinn, Gerwyn Price, hafði betur gegn Kóngnum, Mervyn King, í kvöld.
Ísmaðurinn, Gerwyn Price, hafði betur gegn Kóngnum, Mervyn King, í kvöld. Adam Davy/Getty

Dirk van Duijvenbode, Gerwyn Price og Dave Chisnall eru komnir í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti sem fer fram í Alexandra Palace í Lundúnum.

Fyrsti leikur kvöldsins var frábær. Dirk van Duijvenbode mætti þá meistaranum úr ensku úrvalsdeildinni, Glen Durrant, og Durrant vann fyrstu tvö settin áður en Dirk minnkaði muninn.

Durrant komst svo í 3-1 en þá setti Hollendingurinn í fimmta gír og vann þrjú næstu settin og henti Durrant úr keppni. Mikill fögnuður braust út hjá Hollendingnum sem trúði varla sínum eigin augum.

Gerwyn Price, sem margir telja einn þann líklegasta til þess að vinna mótið, rúllaði yfir Mervyn King. Þeir unnu sitt hvort settið í upphafi áður en Price hrökk í gang og  henti Ísmaðurinn Kóngnum úr keppni en það er þeirra viðurnefni.

Menn biðu spenntir eftir síðasta leik kvöldsins þar sem þeir Dave Chisnall og Dimitri Van den Bergh mættust. Dave er í áttunda sæti heimslistans en Dimitri í því níunda.

Dave var frábær í útskotunum í fyrstu settunum og komst í 3-0 áður en Van den Bergh minnkaði muninn í 3-1.

Hann minnkaði svo muninn í 3-2 en Chisnall var sterkari í sjötta settinu og skaut sér áfram í átta manna úrslitin þar sem Michael van Gerwen bíður.


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×