Smit greindust í herbúðum Manchester City á dögunum og var leik þeirra gegn Everton frestað á mánudagskvöldið. Í dag var svo frestað leik Tottenham Hotspur og Fulham eftir að nokkrir leikmenn Fulham greindust smitaðir.
Sam Allardyce, stjóri West Bromwich Albion, kallaði svo eftir því í dag að úrvalsdeildin myndi setja deildina á pásu í hálfan mánuð en það er ekki að fara gerast að svo stöddu, að sögn úrvalsdeildarinnar.
„Úrvalsdeildin hefur ekki rætt það að stöðva keppni eða er með það á áætlun að ræða um það. Deildin heldur áfram að bera traust sitt til kórónuveirureglnannna og þessar reglur eru með fullan stuðning frá ríkisvaldinu,“ sagði í yfirlýsingunni.
Deildin segir í sömu yfirlýsingu að þeir munu þó setja heilsu leikmanna og starfsmanna í fyrsta sæti og munu halda áfram að fylgjast með því að félögin virði þessar reglur til hins ítrasta, sem þau hafa gert.
The Premier League has not discussed pausing the season and has no plans to do so
— Premier League (@premierleague) December 30, 2020
The League continues to have confidence in its COVID-19 protocols to enable fixtures to be played as scheduled
Full statement https://t.co/JqvhW4KBFS pic.twitter.com/S4VgZXAwBA