Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 21:06 Boris Johnson sagði það vera þungbært að tilkynna hertar aðgerðir. WPA Pool/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland. Hertari samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti. „Allar þessar aðgerðir miða að því að bjarga lífum og vernda heilbrigðiskerfið. Af þeirri ástæðu verð ég að biðja ykkur um að fylgja þeim reglum sem eru í gildi á ykkar svæðum og fagna nýja árinu á öruggan hátt heima hjá ykkur,“ sagði Johnson á blaðamannafundi. Fleiri svæði landsins hafa verið færð á fjórða viðbúnaðarstig með hörðustu aðgerðum. Á þeim svæðum þar sem fjórða stigs takmarkanir eru í gildi er öllum ónauðsynlegum verslunum lokað og fólki aðeins heimilt að hitta eina manneskju frá öðru heimili utandyra. Rúmlega 50 þúsund ný smit voru staðfest í dag og hafði 981 látið lífið innan 28 daga frá greiningu undanfarnar vikur, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Nýja afbrigði kórónuveirunnar hefur reynst erfitt viðureignar, þar sem það er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. Þó bendir ekkert til þess að það leiði til alvarlegri veikinda. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagði á þinginu að það væri nauðsynlegt að færa fleiri svæði upp á þriðja stig í ljósi stöðunnar, en þar mega að hámarki sex koma saman utandyra. Á því stigi er líkamsræktarstöðvum og verslunum heimilt að hafa opið en veitingastöðum gert að loka, þó þeim sé heimilt að bjóða upp á mat til þess að taka með. Kórónuveirufaraldurinn er í vexti í Bretlandi. epa/Andy Rain Mesta álag í sögu heilbrigðiskerfisins Sú hraða útbreiðsla sem hefur átt sér stað í Bretlandi hefur leitt til þess að álagið á heilbrigðiskerfið hefur aukist til muna. Óttast starfsmenn að kerfið standi ekki undir þeim fjölda sem þarf á aðstoð að halda, og gætu heilbrigðisstarfsmenn þannig þurft að ákveða hverjir lifa og hverjir deyja. „Ef eftirspurnin eftir öndunaraðstoð verður meiri en framboðið þá stöndum við frammi fyrir hryllilegum ákvörðunum um hverjir lifa og hverjir deyja,“ sagði Claudia Paoloni, forseti samtaka sjúkrahúslækna, í samtali við Guardian. Varaði hún við því að með þessu áframhaldandi gæti þurft að stöðva aðra þjónustu um tíma, en ástandið er hvað verst í suðausturhluta landsins þar sem gjörgæsludeildir eru yfirfullar að sögn læknasamtaka og skortur sé yfirvofandi, bæði á vélum og mögulega súrefni. Yfir 70 þúsund hafa látið lífið í Bretlandi frá því að faraldurinn hófst og hafa rúmlega 50 þúsund greinst daglega að meðaltali undanfarnar vikur. Þá deyja 414 daglega af völdum sjúkdómsins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Hertari samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti. „Allar þessar aðgerðir miða að því að bjarga lífum og vernda heilbrigðiskerfið. Af þeirri ástæðu verð ég að biðja ykkur um að fylgja þeim reglum sem eru í gildi á ykkar svæðum og fagna nýja árinu á öruggan hátt heima hjá ykkur,“ sagði Johnson á blaðamannafundi. Fleiri svæði landsins hafa verið færð á fjórða viðbúnaðarstig með hörðustu aðgerðum. Á þeim svæðum þar sem fjórða stigs takmarkanir eru í gildi er öllum ónauðsynlegum verslunum lokað og fólki aðeins heimilt að hitta eina manneskju frá öðru heimili utandyra. Rúmlega 50 þúsund ný smit voru staðfest í dag og hafði 981 látið lífið innan 28 daga frá greiningu undanfarnar vikur, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Nýja afbrigði kórónuveirunnar hefur reynst erfitt viðureignar, þar sem það er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. Þó bendir ekkert til þess að það leiði til alvarlegri veikinda. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagði á þinginu að það væri nauðsynlegt að færa fleiri svæði upp á þriðja stig í ljósi stöðunnar, en þar mega að hámarki sex koma saman utandyra. Á því stigi er líkamsræktarstöðvum og verslunum heimilt að hafa opið en veitingastöðum gert að loka, þó þeim sé heimilt að bjóða upp á mat til þess að taka með. Kórónuveirufaraldurinn er í vexti í Bretlandi. epa/Andy Rain Mesta álag í sögu heilbrigðiskerfisins Sú hraða útbreiðsla sem hefur átt sér stað í Bretlandi hefur leitt til þess að álagið á heilbrigðiskerfið hefur aukist til muna. Óttast starfsmenn að kerfið standi ekki undir þeim fjölda sem þarf á aðstoð að halda, og gætu heilbrigðisstarfsmenn þannig þurft að ákveða hverjir lifa og hverjir deyja. „Ef eftirspurnin eftir öndunaraðstoð verður meiri en framboðið þá stöndum við frammi fyrir hryllilegum ákvörðunum um hverjir lifa og hverjir deyja,“ sagði Claudia Paoloni, forseti samtaka sjúkrahúslækna, í samtali við Guardian. Varaði hún við því að með þessu áframhaldandi gæti þurft að stöðva aðra þjónustu um tíma, en ástandið er hvað verst í suðausturhluta landsins þar sem gjörgæsludeildir eru yfirfullar að sögn læknasamtaka og skortur sé yfirvofandi, bæði á vélum og mögulega súrefni. Yfir 70 þúsund hafa látið lífið í Bretlandi frá því að faraldurinn hófst og hafa rúmlega 50 þúsund greinst daglega að meðaltali undanfarnar vikur. Þá deyja 414 daglega af völdum sjúkdómsins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00