Yfirvöld í Essex lýsa yfir neyðarástandi: Óska eftir aðstoð frá hernum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 18:38 Partur af vandamálinu í Essex er að sjúkrabifreiðar hafa verið sendar frá austurhluta Englands til Lundúna vegna ástandsins í höfuðborginni. epa/Andy Rain Neyðarástand er að skapast í Essex vegna Covid-19 faraldursins og hafa yfirvöld á svæðinu biðlað til breska hersins um aðstoð. Essex er á efsta viðbúnaðarstigi en ástandið er hvergi verra á Englandi heldur en í suðurhluta sýslunnar. BBC hefur eftir Anthony McKeever, sem situr í stjórn Essex Resilience Forum (ERF), að meiri aðstoðar sé þörf frá stjórnvöldum. Bernard Jenkin, þingmaður fyrir Harwich og Norður-Essex, sagði á þinginu í dag að yfirvöld í sýslunni hefðu óskað eftir aðstoð frá hernum, meðal annars við að reisa og manna fleiri sjúkrahúsrými. Þá verður herinn beðinn um að aðstoða við bólusetningar og skimun í skólum á svæðinu. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagðist myndu skoða málið með opnum hug og gekkst við því að mikið álag væri í sýslunni. Á þriðjudag var neyðarástandi lýst yfir á þremur sjúkrahúsum Mid and South Essex NHS Trust. Boris Johnson forsætisráðherra hefur biðlað til Breta um að halda sig heima um áramótin.epa/Andy Rain Nýgreiningar hvergi fleiri Alls liggja 549 sjúklingar með Covid-19 á sjúkrahúsunum þremur og hafa aldrei verið fleiri. Stjórnendur þeirra hafa biðlað til heilbrigðisstarfsmenn í fríi að snúa aftur til vinnu og þá biðlaði yfirhjúkrunarfræðingur á Southend University Hospital til almennings um að færa yfirkeyrðum starfsmönnum heimatilbúinn mat til að narta í á löngum vöktum. Fjöldi nýgreininga Covid-19 er hvergi hærri á Englandi heldur en í Essex. Í Brentwood greindust 1.258 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa vikuna fyrir jól, í Epping Forest 1.256 og í Thurrock 1.181 á hverja 100 þúsund íbúa. Meðaltalið fyrir England er 402 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa. Samkvæmt ERF er álagið nú meira en það var í fyrstu bylgju faraldursins og fólk hefur verið hvatt til þess að hringja aðeins í neyðarnúmerið 999 eða heimsækja neyðarmóttökur í algjörum undantekningartilvikum. Vandamálið er ekki síst skortur á heilbrigðisstarfsmönnum en yfirvöld í Essex vonast til þess að með því að lýsa yfir neyðarástandi fái þau nauðsynlegar fjárveitingar frá stjórnvöldum til að opna lokaðar deildir og hjúkrunarheimili til að geta rýmt til á sjúkrahúsunum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
BBC hefur eftir Anthony McKeever, sem situr í stjórn Essex Resilience Forum (ERF), að meiri aðstoðar sé þörf frá stjórnvöldum. Bernard Jenkin, þingmaður fyrir Harwich og Norður-Essex, sagði á þinginu í dag að yfirvöld í sýslunni hefðu óskað eftir aðstoð frá hernum, meðal annars við að reisa og manna fleiri sjúkrahúsrými. Þá verður herinn beðinn um að aðstoða við bólusetningar og skimun í skólum á svæðinu. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagðist myndu skoða málið með opnum hug og gekkst við því að mikið álag væri í sýslunni. Á þriðjudag var neyðarástandi lýst yfir á þremur sjúkrahúsum Mid and South Essex NHS Trust. Boris Johnson forsætisráðherra hefur biðlað til Breta um að halda sig heima um áramótin.epa/Andy Rain Nýgreiningar hvergi fleiri Alls liggja 549 sjúklingar með Covid-19 á sjúkrahúsunum þremur og hafa aldrei verið fleiri. Stjórnendur þeirra hafa biðlað til heilbrigðisstarfsmenn í fríi að snúa aftur til vinnu og þá biðlaði yfirhjúkrunarfræðingur á Southend University Hospital til almennings um að færa yfirkeyrðum starfsmönnum heimatilbúinn mat til að narta í á löngum vöktum. Fjöldi nýgreininga Covid-19 er hvergi hærri á Englandi heldur en í Essex. Í Brentwood greindust 1.258 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa vikuna fyrir jól, í Epping Forest 1.256 og í Thurrock 1.181 á hverja 100 þúsund íbúa. Meðaltalið fyrir England er 402 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa. Samkvæmt ERF er álagið nú meira en það var í fyrstu bylgju faraldursins og fólk hefur verið hvatt til þess að hringja aðeins í neyðarnúmerið 999 eða heimsækja neyðarmóttökur í algjörum undantekningartilvikum. Vandamálið er ekki síst skortur á heilbrigðisstarfsmönnum en yfirvöld í Essex vonast til þess að með því að lýsa yfir neyðarástandi fái þau nauðsynlegar fjárveitingar frá stjórnvöldum til að opna lokaðar deildir og hjúkrunarheimili til að geta rýmt til á sjúkrahúsunum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira