Náðu fimm skömmtum en ekki sex úr hverju glasi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2020 10:20 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Egill Aðeins náðust fimm skammtar úr hverju glasi af bóluefni Pfizer og BioNTech sem kom til landsins í gær en ekki sex eins og vonast var til. Reiknað er með að bólusetning á höfuðborgarsvæðinu klárist í dag. Þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum kom í ljós að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Vísir greindi frá því í gær að útlit væri fyrir að hægt yrði að ná sex skömmtum af bóluefni úr hverju glasi sem barst til landsins í gær. Skammtarnir hefðu þannig talið tólf þúsund en ekki tíu þúsund. Þurftu að hætta við stóra planið Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því í morgun að skammtar í hverju glasi hefðu þó, þegar uppi var staðið, aðeins reynst fimm. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höguðborgarsvæðisins staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við vorum búin að fá fréttir fyrir fram að hugsanlega væri hægt að fá sjötta skammtinum úr hverju glasi en það náðist ekki. Maður þarf að ná heilum sjötta skammtinum úr hverju glasi til að mega nota það. Það er örlítill afgangur í hverju glasi en það næst ekki heill skammtur til viðbótar,“ segir Ragnheiður. „Við vorum samt með stórt plan ef við hefðum náð sjötta skammtinum. Við vorum búin að undirbúa að geta farið á fleiri dagdvalir fyrir aldraða en þurftum að hætta við það, því miður. Það hefði verið frábært.“ Gengið ótrúlega vel Um 1.500 manns voru bólusettir í gær og ráðgert er að alls verði bólusettir um 2.220 með þessum fyrstu skömmtum. Þau sem eftir eru verða bólusett í dag en lagt er upp með að klára hjúkrunarheimilin. „Svo erum við að taka mjög mikið af sambýlum sem eru metin eins og hjúkrunarheimili, þar sem eru skjólstæðingar sem þurfa mikla þjónustu. Við lentum í miklum vandræðum með mörg þessara sambýla þegar komu upp sýkingar eða grunur um sýkingar,“ segir Ragnheiður. Íbúar á þeim sambýlum sem metin eru ígildi hjúkrunarheimila, þ.e. í forgangshópi þrjú samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra, í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fá því bólusetningu með þessari fyrstu sendingu. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel í heildina og ekkert komið upp á. Löggan hjálpar okkur líka rosalega vel, keyrir út bóluefnið, þannig að þetta gengur rosalega vel.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18 Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06 Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. 29. desember 2020 22:36 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Fleiri fréttir Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Sjá meira
Þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum kom í ljós að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Vísir greindi frá því í gær að útlit væri fyrir að hægt yrði að ná sex skömmtum af bóluefni úr hverju glasi sem barst til landsins í gær. Skammtarnir hefðu þannig talið tólf þúsund en ekki tíu þúsund. Þurftu að hætta við stóra planið Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því í morgun að skammtar í hverju glasi hefðu þó, þegar uppi var staðið, aðeins reynst fimm. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höguðborgarsvæðisins staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við vorum búin að fá fréttir fyrir fram að hugsanlega væri hægt að fá sjötta skammtinum úr hverju glasi en það náðist ekki. Maður þarf að ná heilum sjötta skammtinum úr hverju glasi til að mega nota það. Það er örlítill afgangur í hverju glasi en það næst ekki heill skammtur til viðbótar,“ segir Ragnheiður. „Við vorum samt með stórt plan ef við hefðum náð sjötta skammtinum. Við vorum búin að undirbúa að geta farið á fleiri dagdvalir fyrir aldraða en þurftum að hætta við það, því miður. Það hefði verið frábært.“ Gengið ótrúlega vel Um 1.500 manns voru bólusettir í gær og ráðgert er að alls verði bólusettir um 2.220 með þessum fyrstu skömmtum. Þau sem eftir eru verða bólusett í dag en lagt er upp með að klára hjúkrunarheimilin. „Svo erum við að taka mjög mikið af sambýlum sem eru metin eins og hjúkrunarheimili, þar sem eru skjólstæðingar sem þurfa mikla þjónustu. Við lentum í miklum vandræðum með mörg þessara sambýla þegar komu upp sýkingar eða grunur um sýkingar,“ segir Ragnheiður. Íbúar á þeim sambýlum sem metin eru ígildi hjúkrunarheimila, þ.e. í forgangshópi þrjú samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra, í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fá því bólusetningu með þessari fyrstu sendingu. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel í heildina og ekkert komið upp á. Löggan hjálpar okkur líka rosalega vel, keyrir út bóluefnið, þannig að þetta gengur rosalega vel.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18 Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06 Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. 29. desember 2020 22:36 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Fleiri fréttir Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18
Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06
Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. 29. desember 2020 22:36