Ratajski áfram eftir ótrúlegan endi og magnaður sigur Van Gerwen Anton Ingi Leifsson skrifar 29. desember 2020 22:45 Michael van Gerwen var stálheppinn í kvöld. Kieran Cleeves/Getty Dave Chisnall er kominn áfram í sextán manna úrslitin og þeir Krzysztof Ratajski og Michael van Gerwen í átta manna úrslitin eftir þrjár viðureignir á heimsmeistaramótinu í pílukasti í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var á milli Dave Chisnall og Danny Noppert. Hollendingurinn Noppert vann fyrstu tvö settin 3-0 en þá vaknaði Englendingurinn til lífsins. Hann vann þriðja leikinn 3-0, fjórða og fimmta leikinn 3-1 og tryggði sér svo sigurinn í sjötta setti er hann rúllaði yfir Noppert, 3-0. Annar leikur kvöldsins; leikur Gabriel Clemens og Krzysztof Ratajski var algjörlega magnaður. Leikurinn fór í oddalegg þar sem þeir klúðruðu á hverju útskotinu á fætur öðru. Lyginni líkast. Spennan var rafmögnuð en hinn pólski Krzysztof Ratajski vann bug á spennunni og skaut sér áfram í átta manna úrslitin er enn ein tilraun hans fór loksins í réttan reit. Krzysztof Ratajski reaches the Quarter-Finals of the World Darts Championship after pinning D1 with his TENTH match dart after surviving seven match darts in a deciding leg! Now that, was dramatic. pic.twitter.com/0cCs5MV0nH— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Þriðji og síðasti leikur kvöldsins var á milli Michael van Gerwen og Joe Cullen. Van Gerwen fór algjörlega á kostum í 16 manna úrslitunum í fyrrakvöld en hann lenti í vandræðum með Cullen í kvöld. Hann lenti 2-1 undir og ekki skánaði það fyrir van Gerwen í fjórða leiknum sem hann tapaði eftir að hafa klúðrað útskoti sjálfur. Staðan orðin 3-1 fyrir Cullen en eftir stutta pásu kom þá Hollendingurinn fljúgandi öflugur til baka. Hann vann næstu tvö sett og tryggði sér oddaleik í rosalegri rimmu. Joe Cullen hitti 180 eins og enginn væri morgundagurinn en í oddaleiknum var hinn magnaði Hollendingur betri og vann 4-3 í leikjum. !JOE CULLEN MISSES A DART FOR A 164 FINISH AND THE MATCH!!!WE'RE GOING ALL THE WAY TO A DECIDING LEG!Cullen is a hold of throw away from the biggest victory of his life! pic.twitter.com/RplyxOm4vL— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Gerwen er því kominn áfram í átta liða úrslitin en mátti hafa mikið fyrir því. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Fyrsti leikur kvöldsins var á milli Dave Chisnall og Danny Noppert. Hollendingurinn Noppert vann fyrstu tvö settin 3-0 en þá vaknaði Englendingurinn til lífsins. Hann vann þriðja leikinn 3-0, fjórða og fimmta leikinn 3-1 og tryggði sér svo sigurinn í sjötta setti er hann rúllaði yfir Noppert, 3-0. Annar leikur kvöldsins; leikur Gabriel Clemens og Krzysztof Ratajski var algjörlega magnaður. Leikurinn fór í oddalegg þar sem þeir klúðruðu á hverju útskotinu á fætur öðru. Lyginni líkast. Spennan var rafmögnuð en hinn pólski Krzysztof Ratajski vann bug á spennunni og skaut sér áfram í átta manna úrslitin er enn ein tilraun hans fór loksins í réttan reit. Krzysztof Ratajski reaches the Quarter-Finals of the World Darts Championship after pinning D1 with his TENTH match dart after surviving seven match darts in a deciding leg! Now that, was dramatic. pic.twitter.com/0cCs5MV0nH— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Þriðji og síðasti leikur kvöldsins var á milli Michael van Gerwen og Joe Cullen. Van Gerwen fór algjörlega á kostum í 16 manna úrslitunum í fyrrakvöld en hann lenti í vandræðum með Cullen í kvöld. Hann lenti 2-1 undir og ekki skánaði það fyrir van Gerwen í fjórða leiknum sem hann tapaði eftir að hafa klúðrað útskoti sjálfur. Staðan orðin 3-1 fyrir Cullen en eftir stutta pásu kom þá Hollendingurinn fljúgandi öflugur til baka. Hann vann næstu tvö sett og tryggði sér oddaleik í rosalegri rimmu. Joe Cullen hitti 180 eins og enginn væri morgundagurinn en í oddaleiknum var hinn magnaði Hollendingur betri og vann 4-3 í leikjum. !JOE CULLEN MISSES A DART FOR A 164 FINISH AND THE MATCH!!!WE'RE GOING ALL THE WAY TO A DECIDING LEG!Cullen is a hold of throw away from the biggest victory of his life! pic.twitter.com/RplyxOm4vL— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Gerwen er því kominn áfram í átta liða úrslitin en mátti hafa mikið fyrir því. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira