Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu þurft að velja hverjir lifa og hverjir deyja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2020 23:19 Heilbrigðisstarfsmenn eru uggandi vegna ástandsins, þar sem faraldurinn virðist fara um eins og eldur í sinu. epa/Steve Parsons Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu á næstu dögum og vikum staðið frammi fyrir því að þurfa að velja hverjir lifa og hverjir deyja. Þetta segja sérfræðingar innan opinbera heilbrigðiskerfisins, sem sjá fram á mesta álag í sögu NHS vegna Covid-19 faraldursins. „Heilbrigðisþjónustan hefur ekki rúm til að mæta álaginu. Sums staðar verður það orðið okkur ofviða innan einhverra daga. Ef eftirspurnin eftir öndunaraðstoð verður meiri en framboðið þá stöndum við frammi fyrir hryllilegum ákvörðunum um hverjir lifa og hverjir deyja.“ Þetta segir Claudia Paoloni, forseti samtaka sjúkrahúslækna (HCSA) í samtali við Guardian. Ákvarðanirnar munu meðal annars snúa að því hverjir eru lagðir inn á gjörgæsludeild og hverjir fá takmarkaða umönnun, hversu lengi veita á sjúklingi fulla meðferð ef hann virðist ekki vera að ná bata og einhver annar þarfnast meðferðar með sömu vélum, og hver fær öndunaraðstoð ef allar öndunarvélar eru í notkun, segir Paoloni. Íhuga að tjalda fyrir utan spítalana Paoloni varar við því að sjúkrahús gætu neyðst til að hætta að veita þjónustu sem tengist ekki Covid-19, jafnvel að framkvæma skurðaðgerðir til að fjarlægja krabbamein. Stjórnendur gætu þurft að spyrja sig að því hvort hægt sé að gera skurðaðgerðir þegar ekkert pláss er laust á gjörgæsludeildum. Eitthvað gæti komið upp á. Simon Walsh, varaformaður ráðgjafanefndar Bresku læknasamtakanna (BMA) hefur greint frá því að sums staðar séu stjórnendur sjúkrahúsa að íhuga að koma upp tjöldum fyrir utan spítalana til að forgangsraða sjúklingum. Um er að ræða aðgerðir sem venjulega er gripið til í kjölfar hamfaraviðburða á borð við hryðjuverkaárásir eða iðnaðaróhöpp. Víða bíða sjúkrabifreiðar í röðum fyrir utan spítalana en þannig var ástandið orðið áður en faraldurinn hófst. Síðan hefur það bara versnað.epa/Andy Rain Læknasamtök segja ástandið einna verst í suðausturhluta landsins, þar sem gjörgæsludeildir séu yfirfullar og skortur yfirvofandi bæði á vélum og jafnvel súrefni. Sjúklingar fluttir og deildum breytt til að annast Covid-smitaða Rætt hefur verið að bæta við viðbragðsstigi 5 vegna ástandsins í landinu en að jafnaði greinast nú daglega um 53.135 einstaklingar með Covid-19. Þá deyja 414 daglega af völdum sjúkdómsins. Alls hafa 71.567 látið lífið í faraldrinum og ástandið er að yfirkeyra heilbrigðiskerfið. Sumar gjörgæsludeildir í Lundúnum hafa gripið til þess neyðarúrræðis að flytja sjúklinga langar vegalengdir til að losa rúm og létta álagið. Þá hyggst Royal Free sjúkrahúsið flytja legudeildir barna á annað sjúkrahús til að geta tekið á móti fullorðnum Covid-19 sjúklingum. Bráðadeild Barnet-spítala, sem Royal Free rekur, verður einnig breytt til að sinna Covid-19. Stjórnendur Royal Free gera ráð fyrir að álagið á gjörgæsludeildum muni ná hámarki í kringum 4. janúar. Today will be a difficult day, tomorrow may be tougher & the next couple of weeks are likely to be the busiest & most challenging we have ever faced in the NHSYou can help the people who will help you by doing the must-dos well: wear a mask, wash your hands, follow guidelines.— Richard (@RMitchell_NHS) December 29, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. 29. desember 2020 22:43 Tregir Frakkar: Aðeins fjórir af tíu hyggjast þiggja bólusetningu Aðeins fjórir af hverjum tíu Frökkum hyggst láta bólusetja sig gegn Covid-19, samkvæmt niðurstöðum könnunar Ipsos Global Advisor og World Economic Forum. 29. desember 2020 21:08 Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar segir nauðsynlegt að herða sóttvarnir til muna svo koma megi í „hamfarir“ á nýju ári. Smituðum fari hratt fjölgandi í landinu og sporna verði gegn því. 29. desember 2020 16:40 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
„Heilbrigðisþjónustan hefur ekki rúm til að mæta álaginu. Sums staðar verður það orðið okkur ofviða innan einhverra daga. Ef eftirspurnin eftir öndunaraðstoð verður meiri en framboðið þá stöndum við frammi fyrir hryllilegum ákvörðunum um hverjir lifa og hverjir deyja.“ Þetta segir Claudia Paoloni, forseti samtaka sjúkrahúslækna (HCSA) í samtali við Guardian. Ákvarðanirnar munu meðal annars snúa að því hverjir eru lagðir inn á gjörgæsludeild og hverjir fá takmarkaða umönnun, hversu lengi veita á sjúklingi fulla meðferð ef hann virðist ekki vera að ná bata og einhver annar þarfnast meðferðar með sömu vélum, og hver fær öndunaraðstoð ef allar öndunarvélar eru í notkun, segir Paoloni. Íhuga að tjalda fyrir utan spítalana Paoloni varar við því að sjúkrahús gætu neyðst til að hætta að veita þjónustu sem tengist ekki Covid-19, jafnvel að framkvæma skurðaðgerðir til að fjarlægja krabbamein. Stjórnendur gætu þurft að spyrja sig að því hvort hægt sé að gera skurðaðgerðir þegar ekkert pláss er laust á gjörgæsludeildum. Eitthvað gæti komið upp á. Simon Walsh, varaformaður ráðgjafanefndar Bresku læknasamtakanna (BMA) hefur greint frá því að sums staðar séu stjórnendur sjúkrahúsa að íhuga að koma upp tjöldum fyrir utan spítalana til að forgangsraða sjúklingum. Um er að ræða aðgerðir sem venjulega er gripið til í kjölfar hamfaraviðburða á borð við hryðjuverkaárásir eða iðnaðaróhöpp. Víða bíða sjúkrabifreiðar í röðum fyrir utan spítalana en þannig var ástandið orðið áður en faraldurinn hófst. Síðan hefur það bara versnað.epa/Andy Rain Læknasamtök segja ástandið einna verst í suðausturhluta landsins, þar sem gjörgæsludeildir séu yfirfullar og skortur yfirvofandi bæði á vélum og jafnvel súrefni. Sjúklingar fluttir og deildum breytt til að annast Covid-smitaða Rætt hefur verið að bæta við viðbragðsstigi 5 vegna ástandsins í landinu en að jafnaði greinast nú daglega um 53.135 einstaklingar með Covid-19. Þá deyja 414 daglega af völdum sjúkdómsins. Alls hafa 71.567 látið lífið í faraldrinum og ástandið er að yfirkeyra heilbrigðiskerfið. Sumar gjörgæsludeildir í Lundúnum hafa gripið til þess neyðarúrræðis að flytja sjúklinga langar vegalengdir til að losa rúm og létta álagið. Þá hyggst Royal Free sjúkrahúsið flytja legudeildir barna á annað sjúkrahús til að geta tekið á móti fullorðnum Covid-19 sjúklingum. Bráðadeild Barnet-spítala, sem Royal Free rekur, verður einnig breytt til að sinna Covid-19. Stjórnendur Royal Free gera ráð fyrir að álagið á gjörgæsludeildum muni ná hámarki í kringum 4. janúar. Today will be a difficult day, tomorrow may be tougher & the next couple of weeks are likely to be the busiest & most challenging we have ever faced in the NHSYou can help the people who will help you by doing the must-dos well: wear a mask, wash your hands, follow guidelines.— Richard (@RMitchell_NHS) December 29, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. 29. desember 2020 22:43 Tregir Frakkar: Aðeins fjórir af tíu hyggjast þiggja bólusetningu Aðeins fjórir af hverjum tíu Frökkum hyggst láta bólusetja sig gegn Covid-19, samkvæmt niðurstöðum könnunar Ipsos Global Advisor og World Economic Forum. 29. desember 2020 21:08 Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar segir nauðsynlegt að herða sóttvarnir til muna svo koma megi í „hamfarir“ á nýju ári. Smituðum fari hratt fjölgandi í landinu og sporna verði gegn því. 29. desember 2020 16:40 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. 29. desember 2020 22:43
Tregir Frakkar: Aðeins fjórir af tíu hyggjast þiggja bólusetningu Aðeins fjórir af hverjum tíu Frökkum hyggst láta bólusetja sig gegn Covid-19, samkvæmt niðurstöðum könnunar Ipsos Global Advisor og World Economic Forum. 29. desember 2020 21:08
Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar segir nauðsynlegt að herða sóttvarnir til muna svo koma megi í „hamfarir“ á nýju ári. Smituðum fari hratt fjölgandi í landinu og sporna verði gegn því. 29. desember 2020 16:40