Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu þurft að velja hverjir lifa og hverjir deyja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2020 23:19 Heilbrigðisstarfsmenn eru uggandi vegna ástandsins, þar sem faraldurinn virðist fara um eins og eldur í sinu. epa/Steve Parsons Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu á næstu dögum og vikum staðið frammi fyrir því að þurfa að velja hverjir lifa og hverjir deyja. Þetta segja sérfræðingar innan opinbera heilbrigðiskerfisins, sem sjá fram á mesta álag í sögu NHS vegna Covid-19 faraldursins. „Heilbrigðisþjónustan hefur ekki rúm til að mæta álaginu. Sums staðar verður það orðið okkur ofviða innan einhverra daga. Ef eftirspurnin eftir öndunaraðstoð verður meiri en framboðið þá stöndum við frammi fyrir hryllilegum ákvörðunum um hverjir lifa og hverjir deyja.“ Þetta segir Claudia Paoloni, forseti samtaka sjúkrahúslækna (HCSA) í samtali við Guardian. Ákvarðanirnar munu meðal annars snúa að því hverjir eru lagðir inn á gjörgæsludeild og hverjir fá takmarkaða umönnun, hversu lengi veita á sjúklingi fulla meðferð ef hann virðist ekki vera að ná bata og einhver annar þarfnast meðferðar með sömu vélum, og hver fær öndunaraðstoð ef allar öndunarvélar eru í notkun, segir Paoloni. Íhuga að tjalda fyrir utan spítalana Paoloni varar við því að sjúkrahús gætu neyðst til að hætta að veita þjónustu sem tengist ekki Covid-19, jafnvel að framkvæma skurðaðgerðir til að fjarlægja krabbamein. Stjórnendur gætu þurft að spyrja sig að því hvort hægt sé að gera skurðaðgerðir þegar ekkert pláss er laust á gjörgæsludeildum. Eitthvað gæti komið upp á. Simon Walsh, varaformaður ráðgjafanefndar Bresku læknasamtakanna (BMA) hefur greint frá því að sums staðar séu stjórnendur sjúkrahúsa að íhuga að koma upp tjöldum fyrir utan spítalana til að forgangsraða sjúklingum. Um er að ræða aðgerðir sem venjulega er gripið til í kjölfar hamfaraviðburða á borð við hryðjuverkaárásir eða iðnaðaróhöpp. Víða bíða sjúkrabifreiðar í röðum fyrir utan spítalana en þannig var ástandið orðið áður en faraldurinn hófst. Síðan hefur það bara versnað.epa/Andy Rain Læknasamtök segja ástandið einna verst í suðausturhluta landsins, þar sem gjörgæsludeildir séu yfirfullar og skortur yfirvofandi bæði á vélum og jafnvel súrefni. Sjúklingar fluttir og deildum breytt til að annast Covid-smitaða Rætt hefur verið að bæta við viðbragðsstigi 5 vegna ástandsins í landinu en að jafnaði greinast nú daglega um 53.135 einstaklingar með Covid-19. Þá deyja 414 daglega af völdum sjúkdómsins. Alls hafa 71.567 látið lífið í faraldrinum og ástandið er að yfirkeyra heilbrigðiskerfið. Sumar gjörgæsludeildir í Lundúnum hafa gripið til þess neyðarúrræðis að flytja sjúklinga langar vegalengdir til að losa rúm og létta álagið. Þá hyggst Royal Free sjúkrahúsið flytja legudeildir barna á annað sjúkrahús til að geta tekið á móti fullorðnum Covid-19 sjúklingum. Bráðadeild Barnet-spítala, sem Royal Free rekur, verður einnig breytt til að sinna Covid-19. Stjórnendur Royal Free gera ráð fyrir að álagið á gjörgæsludeildum muni ná hámarki í kringum 4. janúar. Today will be a difficult day, tomorrow may be tougher & the next couple of weeks are likely to be the busiest & most challenging we have ever faced in the NHSYou can help the people who will help you by doing the must-dos well: wear a mask, wash your hands, follow guidelines.— Richard (@RMitchell_NHS) December 29, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. 29. desember 2020 22:43 Tregir Frakkar: Aðeins fjórir af tíu hyggjast þiggja bólusetningu Aðeins fjórir af hverjum tíu Frökkum hyggst láta bólusetja sig gegn Covid-19, samkvæmt niðurstöðum könnunar Ipsos Global Advisor og World Economic Forum. 29. desember 2020 21:08 Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar segir nauðsynlegt að herða sóttvarnir til muna svo koma megi í „hamfarir“ á nýju ári. Smituðum fari hratt fjölgandi í landinu og sporna verði gegn því. 29. desember 2020 16:40 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
„Heilbrigðisþjónustan hefur ekki rúm til að mæta álaginu. Sums staðar verður það orðið okkur ofviða innan einhverra daga. Ef eftirspurnin eftir öndunaraðstoð verður meiri en framboðið þá stöndum við frammi fyrir hryllilegum ákvörðunum um hverjir lifa og hverjir deyja.“ Þetta segir Claudia Paoloni, forseti samtaka sjúkrahúslækna (HCSA) í samtali við Guardian. Ákvarðanirnar munu meðal annars snúa að því hverjir eru lagðir inn á gjörgæsludeild og hverjir fá takmarkaða umönnun, hversu lengi veita á sjúklingi fulla meðferð ef hann virðist ekki vera að ná bata og einhver annar þarfnast meðferðar með sömu vélum, og hver fær öndunaraðstoð ef allar öndunarvélar eru í notkun, segir Paoloni. Íhuga að tjalda fyrir utan spítalana Paoloni varar við því að sjúkrahús gætu neyðst til að hætta að veita þjónustu sem tengist ekki Covid-19, jafnvel að framkvæma skurðaðgerðir til að fjarlægja krabbamein. Stjórnendur gætu þurft að spyrja sig að því hvort hægt sé að gera skurðaðgerðir þegar ekkert pláss er laust á gjörgæsludeildum. Eitthvað gæti komið upp á. Simon Walsh, varaformaður ráðgjafanefndar Bresku læknasamtakanna (BMA) hefur greint frá því að sums staðar séu stjórnendur sjúkrahúsa að íhuga að koma upp tjöldum fyrir utan spítalana til að forgangsraða sjúklingum. Um er að ræða aðgerðir sem venjulega er gripið til í kjölfar hamfaraviðburða á borð við hryðjuverkaárásir eða iðnaðaróhöpp. Víða bíða sjúkrabifreiðar í röðum fyrir utan spítalana en þannig var ástandið orðið áður en faraldurinn hófst. Síðan hefur það bara versnað.epa/Andy Rain Læknasamtök segja ástandið einna verst í suðausturhluta landsins, þar sem gjörgæsludeildir séu yfirfullar og skortur yfirvofandi bæði á vélum og jafnvel súrefni. Sjúklingar fluttir og deildum breytt til að annast Covid-smitaða Rætt hefur verið að bæta við viðbragðsstigi 5 vegna ástandsins í landinu en að jafnaði greinast nú daglega um 53.135 einstaklingar með Covid-19. Þá deyja 414 daglega af völdum sjúkdómsins. Alls hafa 71.567 látið lífið í faraldrinum og ástandið er að yfirkeyra heilbrigðiskerfið. Sumar gjörgæsludeildir í Lundúnum hafa gripið til þess neyðarúrræðis að flytja sjúklinga langar vegalengdir til að losa rúm og létta álagið. Þá hyggst Royal Free sjúkrahúsið flytja legudeildir barna á annað sjúkrahús til að geta tekið á móti fullorðnum Covid-19 sjúklingum. Bráðadeild Barnet-spítala, sem Royal Free rekur, verður einnig breytt til að sinna Covid-19. Stjórnendur Royal Free gera ráð fyrir að álagið á gjörgæsludeildum muni ná hámarki í kringum 4. janúar. Today will be a difficult day, tomorrow may be tougher & the next couple of weeks are likely to be the busiest & most challenging we have ever faced in the NHSYou can help the people who will help you by doing the must-dos well: wear a mask, wash your hands, follow guidelines.— Richard (@RMitchell_NHS) December 29, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. 29. desember 2020 22:43 Tregir Frakkar: Aðeins fjórir af tíu hyggjast þiggja bólusetningu Aðeins fjórir af hverjum tíu Frökkum hyggst láta bólusetja sig gegn Covid-19, samkvæmt niðurstöðum könnunar Ipsos Global Advisor og World Economic Forum. 29. desember 2020 21:08 Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar segir nauðsynlegt að herða sóttvarnir til muna svo koma megi í „hamfarir“ á nýju ári. Smituðum fari hratt fjölgandi í landinu og sporna verði gegn því. 29. desember 2020 16:40 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. 29. desember 2020 22:43
Tregir Frakkar: Aðeins fjórir af tíu hyggjast þiggja bólusetningu Aðeins fjórir af hverjum tíu Frökkum hyggst láta bólusetja sig gegn Covid-19, samkvæmt niðurstöðum könnunar Ipsos Global Advisor og World Economic Forum. 29. desember 2020 21:08
Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar segir nauðsynlegt að herða sóttvarnir til muna svo koma megi í „hamfarir“ á nýju ári. Smituðum fari hratt fjölgandi í landinu og sporna verði gegn því. 29. desember 2020 16:40
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent