Þetta er í fyrsta sinn sem Elísabet vinnur til verðlaunanna en hún er þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Elísabet kom Kristianstad í Meistaradeildina á nýloknu tímabili sem hefur lengi verið markmið Elísabetar með liðið.
Kristianstad endaði í þriðja sæti sænska boltans en Elísabet var einnig valin þjálfari ársins í Svíþjóð.
Hún hefur verið orðuð við íslenska kvennalandsliðið eftir að Jón Þór Hauksson lét af störfum.
Elísabet hlaut 133 stig, Arnar Þór Viðarsson þjálfari U21 árs landsliðsins 55 stig og Heimir Guðjónsson 23 stig.
Tveir tveir aðilar voru með jafnmörg stig í baráttunni um þriðja sæti en sá hafði betur sem var oftar settur númer eitt á lista, samkvæmt reglum kjörsins.