Þetta var ár stærstu hópuppsagnar Íslandssögunnar, hjá Icelandair sem þó náði að redda kjaraviðræðum og hlutafjárútboði. Þetta var ár samstöðu þar sem fólk hlustaði í flestum tilfellum á þríeykið, nýju áhrifavaldana, og lærði að hegða sér á nýjan hátt. Zoom og Teams urðu tólin okkar auk þess sem orð á borð við smitskömm og kóviti rötuðu í orðaforða okkar.
Forsetakosningar fóru fram hér heima og í Bandaríkjunum, Ísland vann „næstum því“ Eurovision en fagnaði langþráðum Óskarsverðlaunum. Hinn upprunalegi James Bond kvaddi og Raggi Bjarna sömuleiðis. Pierce Brosnan eignaðist vini á Húsavík.
Þetta og svo svakalega margt fleira á einstaklega eftirminnilegu ári í fréttaannál Stöðvar 2 sem má sjá hér að neðan.