Brjálaður út í silakeppinn Suljovic og hótaði að hætta í pílukasti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2020 12:00 Gary Anderson bíður eftir að Mensur Suljovic ljúki sér af. getty/Luke Walker Gary Anderson var mjög pirraður eftir leik sinn gegn Mensur Suljovic á heimsmeistaramótinu í pílukasti í gær og hótaði að hætta að spila. Anderson hafði betur gegn Suljovic, 4-3, í 32-manna úrslitum HM í gær. Þrátt fyrir sigurinn var Anderson foxillur eftir leikinn. Suljovic tók sér góðan tíma í allar sínar aðgerðir og hæg spilamennska hans fór mjög í taugarnar á Anderson. Hann var einnig pirraður yfir því að Suljovic skildi nota sitt borð á sviðinu í Alexandra höllinni. „Það sem fólk horfði á var algjör skelfing, algjört grín,“ sagði Anderson. „Okkur var sagt hvaða borð við værum með. Ég var á vitlausu borði allan leikinn og hefði haldið að Sky hefði kveikt á því hvar ég ætti að vera og þetta hefði verið gert á réttan hátt.“ Leikur þeirra Andersons og Suljovic tók óhemju langan tíma og sá fyrrnefndi sagði að hann hefði eflaust skipt um stöð ef hann hefði verið á horfa á leikinn í sjónvarpinu. „Horfðirðu á þriðja settið? Var hann hægur? Nei, hann var ekki hægur,“ sagði Anderson kaldhæðinn. „Ef þetta er pílukast og hvernig það er spilað núna, góða skemmtun, ég hypja mig í burt eða fer í golf. Ég píni mig ekki aftur í gegnum þetta. Ég vil bara spila pílukast. Naustu þess að horfa á þetta? Aldrei. Ég er viss um að níutíu prósent þeirra sem voru að horfa skiptu um stöð og fóru að horfa á Coronation Street eða eitthvað. Ég hefði gert það. Ef þú tapaðir fyrir betri keppanda, tekurðu í spaðann á honum og heldur áfram. En þetta var algjör vitleysa.“ Anderson verður vonandi runnin reiðin þegar hann mætir annað hvort Jason Lowe eða Devon Petersen í sextán manna úrslitum á morgun. Anderson hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari í pílukasti (2015 og 2016). Á síðasta heimsmeistaramóti tapaði Anderson í sextán manna úrslitum fyrir Nathan Aspinall, 4-2. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Anderson hafði betur gegn Suljovic, 4-3, í 32-manna úrslitum HM í gær. Þrátt fyrir sigurinn var Anderson foxillur eftir leikinn. Suljovic tók sér góðan tíma í allar sínar aðgerðir og hæg spilamennska hans fór mjög í taugarnar á Anderson. Hann var einnig pirraður yfir því að Suljovic skildi nota sitt borð á sviðinu í Alexandra höllinni. „Það sem fólk horfði á var algjör skelfing, algjört grín,“ sagði Anderson. „Okkur var sagt hvaða borð við værum með. Ég var á vitlausu borði allan leikinn og hefði haldið að Sky hefði kveikt á því hvar ég ætti að vera og þetta hefði verið gert á réttan hátt.“ Leikur þeirra Andersons og Suljovic tók óhemju langan tíma og sá fyrrnefndi sagði að hann hefði eflaust skipt um stöð ef hann hefði verið á horfa á leikinn í sjónvarpinu. „Horfðirðu á þriðja settið? Var hann hægur? Nei, hann var ekki hægur,“ sagði Anderson kaldhæðinn. „Ef þetta er pílukast og hvernig það er spilað núna, góða skemmtun, ég hypja mig í burt eða fer í golf. Ég píni mig ekki aftur í gegnum þetta. Ég vil bara spila pílukast. Naustu þess að horfa á þetta? Aldrei. Ég er viss um að níutíu prósent þeirra sem voru að horfa skiptu um stöð og fóru að horfa á Coronation Street eða eitthvað. Ég hefði gert það. Ef þú tapaðir fyrir betri keppanda, tekurðu í spaðann á honum og heldur áfram. En þetta var algjör vitleysa.“ Anderson verður vonandi runnin reiðin þegar hann mætir annað hvort Jason Lowe eða Devon Petersen í sextán manna úrslitum á morgun. Anderson hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari í pílukasti (2015 og 2016). Á síðasta heimsmeistaramóti tapaði Anderson í sextán manna úrslitum fyrir Nathan Aspinall, 4-2. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira