Meirihluti fylgjandi því að bólusetning gegn Covid-19 verði skylda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. desember 2020 06:51 Frá afhendingu fyrstu bóluefnaskammtanna frá Pfizer í gær. Alls komu 10 þúsund skammtar sem rúmast í kössunum tveimur sem sjást á myndinni. Vísir/Egill Sex af hverjum tíu sem tóku afstöðu í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið vilja að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda hér á landi. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en bólusetning gegn Covid-19 hefst klukkan níu í dag þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir. Fram hefur komið að fólk verði ekki skyldað í bólusetningu en stjórnvöld vonast til að sem flestir láti bólusetja sig til að ná upp hjarðónæmi gegn sjúkdómnum. Samkvæmt könnun Zenter rannsókna eru 34 prósent þeirra sem svar mjög fylgjandi því að gera bólusetningu að skyldu og 24 prósent eru frekar sammála. Tæplega fjórðungur er ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda; tíu prósent eru mjög ósammála og fjórtán prósent frekar ósammála. Þá eru fjórtán prósent sem segjast hvorki sammála né ósammála og fjögur prósent taka ekki afstöðu. Að því er segir í frétt Fréttablaðsins eru íbúar á landsbyggðinni líklegri en höfuðborgarbúar til þess að vera sammála því að bólusetningin eigi að vera skylda eða 65 prósent á móti 58 prósentum. Þá eru einstaklingar 65 ára og eldri líklegastir til að vera fylgjandi bólusetningarskyldu eða alls 70 prósent. Mesta andstaðan við bólusetningarskyldu er hins vegar í aldurshópnum 45 til 54 ára. Þar eru 30 prósent á móti en 53 prósent fylgjandi. Andstaðan meiri eftir því sem menntunarstig er hærra Eina mynstrið sem sjá má í niðurstöðum könnunarinnar er að andstaðan við bólusetningarskyldu verður meiri eftir því sem menntunarstig er hærra. Þannig er 31 prósent fólks sem er með framhaldsmenntun úr háskóla ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda. 51 prósent er fylgjandi skyldu. 20 prósent fólks með grunnskólapróf eru aftur á móti andsnúin bólusetningarskyldu á meðan 67 prósent þeirra eru fylgjandi. Þá er áhugavert að rýna í niðurstöðurnar með tilliti til stjórnmálaskoðana þeirra sem svöruð. Kjósendur Pírata og Vinstri grænna eru líklegastir til að styðja bólusetningarskyldu, eða 66 og 65 prósent. Mesta andstaðan hjá kjósendum Miðflokksins 63 prósent kjósenda Framsóknarflokksins eru fylgjandi og ellefu prósent á móti, 61 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins er fylgjandi bólusetningarskyldu og 25 prósent á móti. 31 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti bólusetningarskyldu en 58 prósent eru henni fylgjandi og eru tölurnar svipaðar hjá stuðningsmönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Mesta andstaðan við að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda er hjá kjósendum Miðflokksins. Á meðal þeirra eru 34 prósent á móti en 60 prósent fylgjandi. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna og var svartíminn frá 11. til 19. desember. Í hópnum voru 2.500 einstaklingar á Íslandi, átján ára og eldri og voru svör þeirra vegin eftir kyni, aldri og búsetu. Alls svaraði 1.331, eða 52,8 prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skoðanakannanir Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en bólusetning gegn Covid-19 hefst klukkan níu í dag þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir. Fram hefur komið að fólk verði ekki skyldað í bólusetningu en stjórnvöld vonast til að sem flestir láti bólusetja sig til að ná upp hjarðónæmi gegn sjúkdómnum. Samkvæmt könnun Zenter rannsókna eru 34 prósent þeirra sem svar mjög fylgjandi því að gera bólusetningu að skyldu og 24 prósent eru frekar sammála. Tæplega fjórðungur er ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda; tíu prósent eru mjög ósammála og fjórtán prósent frekar ósammála. Þá eru fjórtán prósent sem segjast hvorki sammála né ósammála og fjögur prósent taka ekki afstöðu. Að því er segir í frétt Fréttablaðsins eru íbúar á landsbyggðinni líklegri en höfuðborgarbúar til þess að vera sammála því að bólusetningin eigi að vera skylda eða 65 prósent á móti 58 prósentum. Þá eru einstaklingar 65 ára og eldri líklegastir til að vera fylgjandi bólusetningarskyldu eða alls 70 prósent. Mesta andstaðan við bólusetningarskyldu er hins vegar í aldurshópnum 45 til 54 ára. Þar eru 30 prósent á móti en 53 prósent fylgjandi. Andstaðan meiri eftir því sem menntunarstig er hærra Eina mynstrið sem sjá má í niðurstöðum könnunarinnar er að andstaðan við bólusetningarskyldu verður meiri eftir því sem menntunarstig er hærra. Þannig er 31 prósent fólks sem er með framhaldsmenntun úr háskóla ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda. 51 prósent er fylgjandi skyldu. 20 prósent fólks með grunnskólapróf eru aftur á móti andsnúin bólusetningarskyldu á meðan 67 prósent þeirra eru fylgjandi. Þá er áhugavert að rýna í niðurstöðurnar með tilliti til stjórnmálaskoðana þeirra sem svöruð. Kjósendur Pírata og Vinstri grænna eru líklegastir til að styðja bólusetningarskyldu, eða 66 og 65 prósent. Mesta andstaðan hjá kjósendum Miðflokksins 63 prósent kjósenda Framsóknarflokksins eru fylgjandi og ellefu prósent á móti, 61 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins er fylgjandi bólusetningarskyldu og 25 prósent á móti. 31 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti bólusetningarskyldu en 58 prósent eru henni fylgjandi og eru tölurnar svipaðar hjá stuðningsmönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Mesta andstaðan við að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda er hjá kjósendum Miðflokksins. Á meðal þeirra eru 34 prósent á móti en 60 prósent fylgjandi. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna og var svartíminn frá 11. til 19. desember. Í hópnum voru 2.500 einstaklingar á Íslandi, átján ára og eldri og voru svör þeirra vegin eftir kyni, aldri og búsetu. Alls svaraði 1.331, eða 52,8 prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skoðanakannanir Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Sjá meira