Meirihluti fylgjandi því að bólusetning gegn Covid-19 verði skylda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. desember 2020 06:51 Frá afhendingu fyrstu bóluefnaskammtanna frá Pfizer í gær. Alls komu 10 þúsund skammtar sem rúmast í kössunum tveimur sem sjást á myndinni. Vísir/Egill Sex af hverjum tíu sem tóku afstöðu í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið vilja að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda hér á landi. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en bólusetning gegn Covid-19 hefst klukkan níu í dag þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir. Fram hefur komið að fólk verði ekki skyldað í bólusetningu en stjórnvöld vonast til að sem flestir láti bólusetja sig til að ná upp hjarðónæmi gegn sjúkdómnum. Samkvæmt könnun Zenter rannsókna eru 34 prósent þeirra sem svar mjög fylgjandi því að gera bólusetningu að skyldu og 24 prósent eru frekar sammála. Tæplega fjórðungur er ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda; tíu prósent eru mjög ósammála og fjórtán prósent frekar ósammála. Þá eru fjórtán prósent sem segjast hvorki sammála né ósammála og fjögur prósent taka ekki afstöðu. Að því er segir í frétt Fréttablaðsins eru íbúar á landsbyggðinni líklegri en höfuðborgarbúar til þess að vera sammála því að bólusetningin eigi að vera skylda eða 65 prósent á móti 58 prósentum. Þá eru einstaklingar 65 ára og eldri líklegastir til að vera fylgjandi bólusetningarskyldu eða alls 70 prósent. Mesta andstaðan við bólusetningarskyldu er hins vegar í aldurshópnum 45 til 54 ára. Þar eru 30 prósent á móti en 53 prósent fylgjandi. Andstaðan meiri eftir því sem menntunarstig er hærra Eina mynstrið sem sjá má í niðurstöðum könnunarinnar er að andstaðan við bólusetningarskyldu verður meiri eftir því sem menntunarstig er hærra. Þannig er 31 prósent fólks sem er með framhaldsmenntun úr háskóla ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda. 51 prósent er fylgjandi skyldu. 20 prósent fólks með grunnskólapróf eru aftur á móti andsnúin bólusetningarskyldu á meðan 67 prósent þeirra eru fylgjandi. Þá er áhugavert að rýna í niðurstöðurnar með tilliti til stjórnmálaskoðana þeirra sem svöruð. Kjósendur Pírata og Vinstri grænna eru líklegastir til að styðja bólusetningarskyldu, eða 66 og 65 prósent. Mesta andstaðan hjá kjósendum Miðflokksins 63 prósent kjósenda Framsóknarflokksins eru fylgjandi og ellefu prósent á móti, 61 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins er fylgjandi bólusetningarskyldu og 25 prósent á móti. 31 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti bólusetningarskyldu en 58 prósent eru henni fylgjandi og eru tölurnar svipaðar hjá stuðningsmönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Mesta andstaðan við að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda er hjá kjósendum Miðflokksins. Á meðal þeirra eru 34 prósent á móti en 60 prósent fylgjandi. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna og var svartíminn frá 11. til 19. desember. Í hópnum voru 2.500 einstaklingar á Íslandi, átján ára og eldri og voru svör þeirra vegin eftir kyni, aldri og búsetu. Alls svaraði 1.331, eða 52,8 prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skoðanakannanir Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en bólusetning gegn Covid-19 hefst klukkan níu í dag þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir. Fram hefur komið að fólk verði ekki skyldað í bólusetningu en stjórnvöld vonast til að sem flestir láti bólusetja sig til að ná upp hjarðónæmi gegn sjúkdómnum. Samkvæmt könnun Zenter rannsókna eru 34 prósent þeirra sem svar mjög fylgjandi því að gera bólusetningu að skyldu og 24 prósent eru frekar sammála. Tæplega fjórðungur er ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda; tíu prósent eru mjög ósammála og fjórtán prósent frekar ósammála. Þá eru fjórtán prósent sem segjast hvorki sammála né ósammála og fjögur prósent taka ekki afstöðu. Að því er segir í frétt Fréttablaðsins eru íbúar á landsbyggðinni líklegri en höfuðborgarbúar til þess að vera sammála því að bólusetningin eigi að vera skylda eða 65 prósent á móti 58 prósentum. Þá eru einstaklingar 65 ára og eldri líklegastir til að vera fylgjandi bólusetningarskyldu eða alls 70 prósent. Mesta andstaðan við bólusetningarskyldu er hins vegar í aldurshópnum 45 til 54 ára. Þar eru 30 prósent á móti en 53 prósent fylgjandi. Andstaðan meiri eftir því sem menntunarstig er hærra Eina mynstrið sem sjá má í niðurstöðum könnunarinnar er að andstaðan við bólusetningarskyldu verður meiri eftir því sem menntunarstig er hærra. Þannig er 31 prósent fólks sem er með framhaldsmenntun úr háskóla ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda. 51 prósent er fylgjandi skyldu. 20 prósent fólks með grunnskólapróf eru aftur á móti andsnúin bólusetningarskyldu á meðan 67 prósent þeirra eru fylgjandi. Þá er áhugavert að rýna í niðurstöðurnar með tilliti til stjórnmálaskoðana þeirra sem svöruð. Kjósendur Pírata og Vinstri grænna eru líklegastir til að styðja bólusetningarskyldu, eða 66 og 65 prósent. Mesta andstaðan hjá kjósendum Miðflokksins 63 prósent kjósenda Framsóknarflokksins eru fylgjandi og ellefu prósent á móti, 61 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins er fylgjandi bólusetningarskyldu og 25 prósent á móti. 31 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti bólusetningarskyldu en 58 prósent eru henni fylgjandi og eru tölurnar svipaðar hjá stuðningsmönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Mesta andstaðan við að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda er hjá kjósendum Miðflokksins. Á meðal þeirra eru 34 prósent á móti en 60 prósent fylgjandi. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna og var svartíminn frá 11. til 19. desember. Í hópnum voru 2.500 einstaklingar á Íslandi, átján ára og eldri og voru svör þeirra vegin eftir kyni, aldri og búsetu. Alls svaraði 1.331, eða 52,8 prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skoðanakannanir Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira