„Lampard þarf að fara að vinna leiki annars gæti þetta endað illa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2020 08:00 Það er þungt yfir Frank Lampard, knattspyrnustjóra Chelsea, þessa dagana. Getty/John Walton Það er basl á Chelsea liðinu þessa dagana enda hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Fyrir vikið er farið að hitna vel undir knattspyrnustjóranum Frank Lampard. Chelsea komst í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar 5. desember síðastliðinn og það leit út fyrir að Frank Lampard væri búinn að setja saman lið sem væri klárt í titilbaráttu í vetur. Síðan þá hefur Chelsea aðeins náð í fjögur stig af fimmtán mögulegum og er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti Aston Villa í gær. Chris Sutton, knattspyrnuspekingur á breska ríkisútvarpinu, hefur smá áhyggjur af framtíð Lampard takist honum ekki að fljótlega að snúa þessu gengi við. Frank Lampard's situation at Chelsea could "turn ugly" if they do not go on a winning run soon, says Chris Sutton.More: https://t.co/HcSfViI2db pic.twitter.com/YqKru9AOGG— BBC Sport (@BBCSport) December 28, 2020 „Eins og er þá eru þeir að fara í gegnum krísu því liðið er ekki að spila eins vel og það getur,“ sagði Chris Sutton á BBC Radio 5 Live. „Þeir eru flatir og nú þarf Frank nauðsynlega að fara að vinna leiki sem fyrst því annars gæti þetta endað illa hjá honum,“ sagði Sutton. Chelsea náði fjórða sætinu á fyrsta tímabili Lampard en þá gat félagið ekki keypt neinn leikmann og það þótti afrek fyrir hann að koma liðinu í Meistaradeildina. Nú er hann aftur á móti að koma inn í tímabil eftir að hafa keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda, leikmenn eins og Hakim Ziyech, Timo Werner, Kai Havertz, Ben Chilwell og Edouard Mendy. „Hvort sem honum líkar það betur eða verr þá er þetta allt annað tímabil fyrir Frank. Pressan er á honum og hann er búinn að eyða miklum pening. Nú mun pressan bara aukast,“ sagði Sutton. „Ég vil ekki dæma Chelsea of snemma því með þremur sigurleikjum í röð þá væri liðið aftur komið upp í annað sætið og við gætum farið að velta því fyrir okkur hvort að Chelsea gæti orðið meistari. Ég held samt að Chelsea geti ekki orðið meistari. Þeir þurfa aftur á móti að fara finna taktinn sem fyrst,“ sagði Chris Sutton. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Chelsea komst í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar 5. desember síðastliðinn og það leit út fyrir að Frank Lampard væri búinn að setja saman lið sem væri klárt í titilbaráttu í vetur. Síðan þá hefur Chelsea aðeins náð í fjögur stig af fimmtán mögulegum og er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti Aston Villa í gær. Chris Sutton, knattspyrnuspekingur á breska ríkisútvarpinu, hefur smá áhyggjur af framtíð Lampard takist honum ekki að fljótlega að snúa þessu gengi við. Frank Lampard's situation at Chelsea could "turn ugly" if they do not go on a winning run soon, says Chris Sutton.More: https://t.co/HcSfViI2db pic.twitter.com/YqKru9AOGG— BBC Sport (@BBCSport) December 28, 2020 „Eins og er þá eru þeir að fara í gegnum krísu því liðið er ekki að spila eins vel og það getur,“ sagði Chris Sutton á BBC Radio 5 Live. „Þeir eru flatir og nú þarf Frank nauðsynlega að fara að vinna leiki sem fyrst því annars gæti þetta endað illa hjá honum,“ sagði Sutton. Chelsea náði fjórða sætinu á fyrsta tímabili Lampard en þá gat félagið ekki keypt neinn leikmann og það þótti afrek fyrir hann að koma liðinu í Meistaradeildina. Nú er hann aftur á móti að koma inn í tímabil eftir að hafa keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda, leikmenn eins og Hakim Ziyech, Timo Werner, Kai Havertz, Ben Chilwell og Edouard Mendy. „Hvort sem honum líkar það betur eða verr þá er þetta allt annað tímabil fyrir Frank. Pressan er á honum og hann er búinn að eyða miklum pening. Nú mun pressan bara aukast,“ sagði Sutton. „Ég vil ekki dæma Chelsea of snemma því með þremur sigurleikjum í röð þá væri liðið aftur komið upp í annað sætið og við gætum farið að velta því fyrir okkur hvort að Chelsea gæti orðið meistari. Ég held samt að Chelsea geti ekki orðið meistari. Þeir þurfa aftur á móti að fara finna taktinn sem fyrst,“ sagði Chris Sutton.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira