Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2020 10:27 Morgan Johansson hefur gengist við því að hafa gert mistök. epa/Salvatore Di Nolfi Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. Forsætisráðherrann Stefan Löfven, og samflokksmaður dómsmálaráðherrans, hafði í aðdraganda jóla sagt að falla ætti frá útsölunum þetta árið vegna Covid-19. Að sögn viðstaddra mætti Morgan Johansson í verslunarmiðstöðina í fylgd nokkurra lífvarða, sem biðu með honum í biðröð fyrir utan þar sem fjöldi viðskiptavina inni hafði náð hámarki. Johansson viðurkenndi í smáskilaboðum til SVT Nyheter að hann hefði lagt leið sína í verslunarmiðstöðina til að kaupa síðbúna jólagjöf handa foreldrum sínum. Gekkst hann við því að hafa verið kærulaus í ákvörðun sinni en hins vegar hefðu engin þrengsl myndast og mögulegt að virða fjarlægðarmörk vegna starfsmanna sem höfðu yfirsýn yfir fjölda viðskiptavina hverju sinni. Í frétt SVT segir að Johansson hafi ekki gerst brotlegur við lög en bent á að athæfi hans hafi verið þvert á tilmæli heilbrigðisyfirvalda um að forðast verslanamiðstöðvar. Fjölmiðlafulltrúi Löfven sagði í smáskilaboðum til SVT að forsætisráðherrann hefði átt í samskiptum við dómsmálaráðherrann og væri sammála því að hann hefði með hegðun sinni sýnt af sér kæruleysi. Samkvæmt miðlinum var ekki mögulegt að koma í veg fyrir útsölurnar, ekki síst vegna þess að verslanamiðstöðvar hafa ekki heimild til að skipa einstaka verslunum að loka. Joakim Esbjörnsson-Klemendz, prófessor í veirufræðum við háskólann í Lundi, segir hegðun Johansson „ótrúlega óviðeigandi“, ekki síst ef erindið var ekki brýnt, eins og að sækja lyf í apótek. Þá hefur Johansson sætt gagnrýni stjórnarandstæðinga. Så förbannat illojalt mot alla andra som sköter sig: Morgan Johansson (S) gick på mellandagsrean – trots Löfvens skarpa uppmaning https://t.co/i2OK0GnxlV via @svtnyheter #svpol— Tobias Billström (@TobiasBillstrom) December 27, 2020 Frétt SVT. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Sjá meira
Forsætisráðherrann Stefan Löfven, og samflokksmaður dómsmálaráðherrans, hafði í aðdraganda jóla sagt að falla ætti frá útsölunum þetta árið vegna Covid-19. Að sögn viðstaddra mætti Morgan Johansson í verslunarmiðstöðina í fylgd nokkurra lífvarða, sem biðu með honum í biðröð fyrir utan þar sem fjöldi viðskiptavina inni hafði náð hámarki. Johansson viðurkenndi í smáskilaboðum til SVT Nyheter að hann hefði lagt leið sína í verslunarmiðstöðina til að kaupa síðbúna jólagjöf handa foreldrum sínum. Gekkst hann við því að hafa verið kærulaus í ákvörðun sinni en hins vegar hefðu engin þrengsl myndast og mögulegt að virða fjarlægðarmörk vegna starfsmanna sem höfðu yfirsýn yfir fjölda viðskiptavina hverju sinni. Í frétt SVT segir að Johansson hafi ekki gerst brotlegur við lög en bent á að athæfi hans hafi verið þvert á tilmæli heilbrigðisyfirvalda um að forðast verslanamiðstöðvar. Fjölmiðlafulltrúi Löfven sagði í smáskilaboðum til SVT að forsætisráðherrann hefði átt í samskiptum við dómsmálaráðherrann og væri sammála því að hann hefði með hegðun sinni sýnt af sér kæruleysi. Samkvæmt miðlinum var ekki mögulegt að koma í veg fyrir útsölurnar, ekki síst vegna þess að verslanamiðstöðvar hafa ekki heimild til að skipa einstaka verslunum að loka. Joakim Esbjörnsson-Klemendz, prófessor í veirufræðum við háskólann í Lundi, segir hegðun Johansson „ótrúlega óviðeigandi“, ekki síst ef erindið var ekki brýnt, eins og að sækja lyf í apótek. Þá hefur Johansson sætt gagnrýni stjórnarandstæðinga. Så förbannat illojalt mot alla andra som sköter sig: Morgan Johansson (S) gick på mellandagsrean – trots Löfvens skarpa uppmaning https://t.co/i2OK0GnxlV via @svtnyheter #svpol— Tobias Billström (@TobiasBillstrom) December 27, 2020 Frétt SVT.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Sjá meira