Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2020 18:35 Páll telur að fasteignaverð muni halda áfram að hækka á næsta ári. Vísir/Vilhelm Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. Mikið líf hefur verið á fasteignamarkaði í ár þrátt fyrir svartsýnar spár um að heimsfaraldurinn myndi höggva skarð í söluna. Þannig má sem dæmi nefna að frá september fram í nóvember voru þrjú þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu teknar af sölulista, en Páli Pálssyni fasteignasala reiknast til að þetta sé tæplega tíu prósent meiri sala í ár en í fyrra. Hann segir söluna ekki hafa verið meiri í fimm ár. „Menn sáu það til dæmis í aprílmánuði að þá droppaði salan niður í 54 prósent á milli ára en var mjög fljót að jafna sig. Við erum að sjá sirka tíu prósent meiri sölu á þessu ári heldur en árin í fyrra. Þetta er líklega sölumesta árið síðustu fimm ár,” segir Páll. Páll bendir á að mikill skortur sé á húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi leitt af sér hærra fasteignaverð, en samkvæmt Þjóðskrá hefur fasteignaverð hækkað um 7,2 prósent síðustu tólf mánuði og fimm prósent síðustu sex mánuði. Alls voru 7596 eignir seldar á höfuðborgarsvæðinu í ár, borið saman við 6926 á síðasta ári. Hann telur að að öllu óbreyttu muni verð halda áfram að hækka. „Það þarf klárlega að auka lóðaframboð í sveitarfélögunum og það þurfa að koma inn fleiri nýbyggingar. Ég sé fyrir mér að það vanti bara núna ekki undir 1000 íbúðir.” Þá hafi mikið verið um fyrstu kaup, sem sé meðal annars vegna hagstæðari húsnæðislána. „Stýrivextir hafa lækkað um 75 prósent á þessu ári og það er klárlega að hjálpa ungu fólki eða fyrstu kaupendum að komast inn á markaðinn, en á móti kemur að þetta sama fólk þarf meira eigið fé vegna þess að verð hefur verið að hækka,” segir Páll. Húsnæðismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Mikið líf hefur verið á fasteignamarkaði í ár þrátt fyrir svartsýnar spár um að heimsfaraldurinn myndi höggva skarð í söluna. Þannig má sem dæmi nefna að frá september fram í nóvember voru þrjú þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu teknar af sölulista, en Páli Pálssyni fasteignasala reiknast til að þetta sé tæplega tíu prósent meiri sala í ár en í fyrra. Hann segir söluna ekki hafa verið meiri í fimm ár. „Menn sáu það til dæmis í aprílmánuði að þá droppaði salan niður í 54 prósent á milli ára en var mjög fljót að jafna sig. Við erum að sjá sirka tíu prósent meiri sölu á þessu ári heldur en árin í fyrra. Þetta er líklega sölumesta árið síðustu fimm ár,” segir Páll. Páll bendir á að mikill skortur sé á húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi leitt af sér hærra fasteignaverð, en samkvæmt Þjóðskrá hefur fasteignaverð hækkað um 7,2 prósent síðustu tólf mánuði og fimm prósent síðustu sex mánuði. Alls voru 7596 eignir seldar á höfuðborgarsvæðinu í ár, borið saman við 6926 á síðasta ári. Hann telur að að öllu óbreyttu muni verð halda áfram að hækka. „Það þarf klárlega að auka lóðaframboð í sveitarfélögunum og það þurfa að koma inn fleiri nýbyggingar. Ég sé fyrir mér að það vanti bara núna ekki undir 1000 íbúðir.” Þá hafi mikið verið um fyrstu kaup, sem sé meðal annars vegna hagstæðari húsnæðislána. „Stýrivextir hafa lækkað um 75 prósent á þessu ári og það er klárlega að hjálpa ungu fólki eða fyrstu kaupendum að komast inn á markaðinn, en á móti kemur að þetta sama fólk þarf meira eigið fé vegna þess að verð hefur verið að hækka,” segir Páll.
Húsnæðismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði