Barkley hefur náð sér úr meiðslum en má ekki spila gegn Chelsea á morgun þar sem hann er lánsmaður frá Lundúnarliðinu.
Aston Villa hefur farið á kostum í upphafi þessa tímabils. Liðið sem slapp naumlega við fall á síðustu leiktíð situr nú í sjötta sæti í deildinni með einn til tvo leiki til góða á liðin fyrir ofan. Þá hefur liðið haldið hreinu í fjórum leikjum í röð og er með næstbestu markatöluna í deildinni. Það að fá Barkley aftur í hópinn mun að öllum líkindum einungis bæta leik liðsins.