„Enginn sem raðgreinir eins mikið og við“ Sylvía Hall og Birgir Olgeirsson skrifa 27. desember 2020 11:23 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Almannavarnir Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru átta í sóttkví. Sjö greindust á landamærunum í gær. Hingað til hafa aðeins tveir greinst með nýtt afbrigði veirunnar á landamærunum, sem kennt er við Bretland, og varð engin breyting þar á milli daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enn margt óljóst varðandi nýja afbrigðið. Ekki liggi fyrir hvort þeir sem hafa nú þegar smitast af veirunni geti smitast aftur og þá eigi eftir að skoða hvernig bólusetningin mun virka gegn því. Búist er við því að þær upplýsingar liggi fyrir í vikunni. Hann segir þó Ísland standa betur en mörg önnur lönd hvað varðar að finna slík afbrigði, þar sem engin þjóð raðgreini sýni jafn mikið. „Það er enginn sem raðgreinir eins mikið og við. Núna eru menn að raðgreina meira og þá finna menn meira, það verður að taka það með í reikninginn. Við á Íslandi raðgreinum alla stofna, allt sem hefur greinst hér er raðgreint og raðgreint miklu fyrr en í öðrum löndum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann telur því ekki ástæðu til þess að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum. „Ég held að með þessum aðgerðum sem við höfum beitt á landamærunum séum við að beita þeim aðgerðum sem hægt er til þess að koma í veg fyrir að þessi stofn sérstaklega komi inn.“ Einn er í einangrun hér á landi með umrætt afbrigði, en sá greindist í landamæraskimun 20. desember. Að sögn Þórólfs er fylgst með líðan viðkomandi en hingað til sé ekkert sem bendi til þess að fólk veikist verr af því afbrigði en öðrum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Nýja afbrigðið greindist í Svíþjóð Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem talið er meira smitandi og á rætur að rekja til Bretlands, hefur greinst í Svíþjóð. Einstaklingur smitaður af afbrigðinu kom til Suðurmannalands í Svíþjóð í vikunni fyrir jól, en hafði verið í sjálfskipaðri sóttkví frá komunni til landsins þar til hann greindist. 26. desember 2020 20:18 Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enn margt óljóst varðandi nýja afbrigðið. Ekki liggi fyrir hvort þeir sem hafa nú þegar smitast af veirunni geti smitast aftur og þá eigi eftir að skoða hvernig bólusetningin mun virka gegn því. Búist er við því að þær upplýsingar liggi fyrir í vikunni. Hann segir þó Ísland standa betur en mörg önnur lönd hvað varðar að finna slík afbrigði, þar sem engin þjóð raðgreini sýni jafn mikið. „Það er enginn sem raðgreinir eins mikið og við. Núna eru menn að raðgreina meira og þá finna menn meira, það verður að taka það með í reikninginn. Við á Íslandi raðgreinum alla stofna, allt sem hefur greinst hér er raðgreint og raðgreint miklu fyrr en í öðrum löndum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann telur því ekki ástæðu til þess að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum. „Ég held að með þessum aðgerðum sem við höfum beitt á landamærunum séum við að beita þeim aðgerðum sem hægt er til þess að koma í veg fyrir að þessi stofn sérstaklega komi inn.“ Einn er í einangrun hér á landi með umrætt afbrigði, en sá greindist í landamæraskimun 20. desember. Að sögn Þórólfs er fylgst með líðan viðkomandi en hingað til sé ekkert sem bendi til þess að fólk veikist verr af því afbrigði en öðrum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Nýja afbrigðið greindist í Svíþjóð Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem talið er meira smitandi og á rætur að rekja til Bretlands, hefur greinst í Svíþjóð. Einstaklingur smitaður af afbrigðinu kom til Suðurmannalands í Svíþjóð í vikunni fyrir jól, en hafði verið í sjálfskipaðri sóttkví frá komunni til landsins þar til hann greindist. 26. desember 2020 20:18 Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00
Nýja afbrigðið greindist í Svíþjóð Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem talið er meira smitandi og á rætur að rekja til Bretlands, hefur greinst í Svíþjóð. Einstaklingur smitaður af afbrigðinu kom til Suðurmannalands í Svíþjóð í vikunni fyrir jól, en hafði verið í sjálfskipaðri sóttkví frá komunni til landsins þar til hann greindist. 26. desember 2020 20:18
Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02