Foden er sagður óánægður með takmarkaðan spiltíma undir stjórn Pep Guardiola hjá Manchester City. Það ætlar Madrídarliðið að nýta sér.
Guardiola hefur þó sagt lengi að Foden sé framtíðarmaður hjá Manchester City og muni fá fast sæti í liðinu þegar fram líður. Það er þó ekki útilokað að Foden missi þolinmæðina og þrái að fá að byrja flesta leiki, enda orðinn landsliðsmaður Englands. Real Madrid hefur fylgst með leikmanninum undanfarin ár og gæti nýtt sér aðstæður ef Foden vill skipta um lið í von um fleiri leikmínútur.
Foden var í byrjunarliði City gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær og fékk mikið hrós fyrir sína frammistöðu. Fyrir það hafði hann aðeins byrjað einn leik í deildinni síðan í október.