Merson segir að Bielsa verði að breyta um leikstíl Ísak Hallmundarson skrifar 27. desember 2020 12:01 Marcelo Bielsa hefur heillað marga fótboltaáhugamenn en það er spurning hvort hans nálgun skili árangri fyrir stuðningsmenn Leeds. getty/Nick Potts Paul Merson, fyrrum enskur landsliðsmaður sem lék lengst af með Arsenal, segir að það sé kominn tími á að Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, breyti leikstílnum til að forða liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Leeds hefur heillað marga hlutlausa fótboltaáhugamenn undir stjórn Bielsa á leiktíðinni fyrir heillandi sóknarbolta en þrátt fyrir það hefur liðið tapað sjö leikjum af fjórtán og fengið á sig 30 mörk, flest allra liða í deildinni. „Það er brjálæði að spila eins og Bielsa gerir. Fólk segir að þessi fótbolti sé skemmtilegur áhorfs en þeir hefðu getað tapað með tveggja stafa tölu fyrir Manchester United. Ef ég væri stuðningsmaður Leeds myndi ég ekki vilja að liðið væri niðurlægt af Manchester United, sama hversu flottur fótboltinn væri,“ sagði Merson. „Öll liðin eru farin að sjá hvernig Leeds spilar. Öll eru þau nú farin að spila leikmönnum gegn þeim sem eru hraðir og góðir einn á einn. Þegar þú horfir á leik með Leeds og veist ekki hver staðan er þá veistu ekki hvort þeir eru að vinna eða tapa, þeir spila eins sama hver staðan í leiknum er. Það getur ekki verið rétt. Ég elska að horfa á þá. Fólk segir að þjálfarinn sé sá besti í heimi en hvernig getur það verið? Bestu þjálfararnir vinna. Ég spilaði fótbolta til að vinna eitthvað, ekki til að vera uppáhaldslið allra hlutlausra. Fólki finnst gaman að horfa á þetta þar til þú vinnur. Um leið og þú ferð að lyfta bikurum hættir fólk að horfa. Leeds getur ekki spilað svona áfram, þetta pirrar mig.“ Leeds mætir Burnley kl. 12:00 í ensku úrvalsdeildinni í dag, áhugaverð viðureign þar sem ólíkir leikstílar Marcelo Bielsa og Sean Dyche mætast. Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Sjá meira
Leeds hefur heillað marga hlutlausa fótboltaáhugamenn undir stjórn Bielsa á leiktíðinni fyrir heillandi sóknarbolta en þrátt fyrir það hefur liðið tapað sjö leikjum af fjórtán og fengið á sig 30 mörk, flest allra liða í deildinni. „Það er brjálæði að spila eins og Bielsa gerir. Fólk segir að þessi fótbolti sé skemmtilegur áhorfs en þeir hefðu getað tapað með tveggja stafa tölu fyrir Manchester United. Ef ég væri stuðningsmaður Leeds myndi ég ekki vilja að liðið væri niðurlægt af Manchester United, sama hversu flottur fótboltinn væri,“ sagði Merson. „Öll liðin eru farin að sjá hvernig Leeds spilar. Öll eru þau nú farin að spila leikmönnum gegn þeim sem eru hraðir og góðir einn á einn. Þegar þú horfir á leik með Leeds og veist ekki hver staðan er þá veistu ekki hvort þeir eru að vinna eða tapa, þeir spila eins sama hver staðan í leiknum er. Það getur ekki verið rétt. Ég elska að horfa á þá. Fólk segir að þjálfarinn sé sá besti í heimi en hvernig getur það verið? Bestu þjálfararnir vinna. Ég spilaði fótbolta til að vinna eitthvað, ekki til að vera uppáhaldslið allra hlutlausra. Fólki finnst gaman að horfa á þetta þar til þú vinnur. Um leið og þú ferð að lyfta bikurum hættir fólk að horfa. Leeds getur ekki spilað svona áfram, þetta pirrar mig.“ Leeds mætir Burnley kl. 12:00 í ensku úrvalsdeildinni í dag, áhugaverð viðureign þar sem ólíkir leikstílar Marcelo Bielsa og Sean Dyche mætast.
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Sjá meira