„Við erum bara að horfa til þess að vegna breyttrar veðurspár þá erum við ekki að fara í neinar aðgerðir á morgun sem var svona mögulega í farvatninu en það bíður til mánudags,“ segir Björn, en búist er við norðanstormi og töluverðri úrkomu á Seyðisfirði og Eskifirði.
„Það er ekki ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu en veðurspáin varðandi morgundaginn er þannig að það er ekki skynsamlegt að vera á ferðinni á milli svæða eins og á Fjarðarheiðinni sem slíkri. Þannig að það er ekki ástæða til þess að fara og ekki skynsamlegt að fara í hreinsunarframkvæmdir á morgun.“
Hann segir að stöðufundir séu teknir reglulega með öllum helstu viðbragðaðilum og að grannt sé fylgst með stöðu mála. Fólk er hvatt til að halda sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir.
„Við mælumst bara til að við höldum okkur bara heima og teygjum kannski aðeins á jólunum, fram á mánudag.“