Þá greindust 24 á landamærunum. Þrettán þeirra bíða mótefnamælingar, en níu greindust með virkt kórónuveirusmit í seinni landamæraskimun, en tveir í fyrri. Alls var tekið 1.301 landamærasýni í gær.
Tölur á vef landlæknis og almannavarna, covid.is, verða ekki uppfærðar í dag eða á næstu dögum. Síðan verður næst uppfærð 28. desember.