Rúnar Alex lokaði Twitter-reikningi sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2020 12:36 Rúnar Alex Rúnarsson vill eflaust gleyma leik Arsenal og Manchester City sem fyrst. getty/David Price Rúnar Alex Rúnarsson lokaði Twitter-reikningi sínum eftir 1-4 tap Arsenal fyrir Manchester City í enska deildabikarnum í gær. Rúnar Alex fékk á sig afar klaufalegt mark þegar hann missti boltann inn eftir aukaspyrnu Riyads Mahrez í upphafi seinni hálfleiks. Landsliðsmarkvörðurinn fékk mikla gagnrýni frá stuðningsmönnum Arsenal eftir leikinn og endaði á því að loka reikningi sínum á Twitter. Þrátt fyrir mistökin í leiknum í gær styður Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, við bakið á Rúnari Alex. „Hann hefur ekki leikið marga leiki fyrir okkur og er enn að aðlagast deildinni. Við gerum öll mistök og við verðum að standa við bakið á honum,“ sagði Arteta aðspurður um mistök Rúnars. „Við vitum einnig að Bernd [Leno] er búinn að spila margar mínútur og þurfti á hvíld að halda og við vildum gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Alex hefur staðið sig vel í þeim leikjum sem hann hefur spilað og svona hlutir gerast í fótbolta.“ Rúnar Alex greip í tómt í fyrsta marki City sem Gabriel Jesus skoraði strax á 3. mínútu. Hann varði hins vegar mjög vel frá sama leikmanni undir lok fyrri hálfleiks. Arsenal hefur gengið afar illa að undanförnu. Liðið situr í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins fjórtán stig eftir þrettán leiki. Næsti leikur Arsenal er gegn Chelsea á heimavelli á öðrum degi jóla. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Tengdar fréttir Staðsetning Rúnars kom Mahrez á óvart Riyad Mahrez, leikmaður Manchester City, var undrandi á staðsetningu Rúnars Alex Rúnarssonar, markmanns Arsenal, er Mahrez skoraði annað mark City í gær. 23. desember 2020 10:30 Minntist þess þegar hann spilaði gegn Rúnari Alex í Frostaskjólinu og notaði myllumerkið #ÁframÍBV Rúnar Alex Rúnarsson var í byrjunarliði Arsenal er liðið tapaði 4-1 fyrir Manchester City í enska deildarbikarnum í gær. Það rifjaði upp gamlar minningar hjá David James. 23. desember 2020 09:30 Arteta styður við bakið á Rúnari Alex | Myndband Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, varði íslenska landsliðsmarkvörðinn í viðtali eftir 4-1 tap liðsins gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. 22. desember 2020 22:46 Rob Green fann til með Rúnari Alex Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. 22. desember 2020 22:31 City fór létt með Arsenal | Skelfileg mistök Rúnars Alex Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld er liðin mættust á Emirates í Lundúnum. 22. desember 2020 21:55 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira
Rúnar Alex fékk á sig afar klaufalegt mark þegar hann missti boltann inn eftir aukaspyrnu Riyads Mahrez í upphafi seinni hálfleiks. Landsliðsmarkvörðurinn fékk mikla gagnrýni frá stuðningsmönnum Arsenal eftir leikinn og endaði á því að loka reikningi sínum á Twitter. Þrátt fyrir mistökin í leiknum í gær styður Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, við bakið á Rúnari Alex. „Hann hefur ekki leikið marga leiki fyrir okkur og er enn að aðlagast deildinni. Við gerum öll mistök og við verðum að standa við bakið á honum,“ sagði Arteta aðspurður um mistök Rúnars. „Við vitum einnig að Bernd [Leno] er búinn að spila margar mínútur og þurfti á hvíld að halda og við vildum gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Alex hefur staðið sig vel í þeim leikjum sem hann hefur spilað og svona hlutir gerast í fótbolta.“ Rúnar Alex greip í tómt í fyrsta marki City sem Gabriel Jesus skoraði strax á 3. mínútu. Hann varði hins vegar mjög vel frá sama leikmanni undir lok fyrri hálfleiks. Arsenal hefur gengið afar illa að undanförnu. Liðið situr í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins fjórtán stig eftir þrettán leiki. Næsti leikur Arsenal er gegn Chelsea á heimavelli á öðrum degi jóla. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Staðsetning Rúnars kom Mahrez á óvart Riyad Mahrez, leikmaður Manchester City, var undrandi á staðsetningu Rúnars Alex Rúnarssonar, markmanns Arsenal, er Mahrez skoraði annað mark City í gær. 23. desember 2020 10:30 Minntist þess þegar hann spilaði gegn Rúnari Alex í Frostaskjólinu og notaði myllumerkið #ÁframÍBV Rúnar Alex Rúnarsson var í byrjunarliði Arsenal er liðið tapaði 4-1 fyrir Manchester City í enska deildarbikarnum í gær. Það rifjaði upp gamlar minningar hjá David James. 23. desember 2020 09:30 Arteta styður við bakið á Rúnari Alex | Myndband Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, varði íslenska landsliðsmarkvörðinn í viðtali eftir 4-1 tap liðsins gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. 22. desember 2020 22:46 Rob Green fann til með Rúnari Alex Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. 22. desember 2020 22:31 City fór létt með Arsenal | Skelfileg mistök Rúnars Alex Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld er liðin mættust á Emirates í Lundúnum. 22. desember 2020 21:55 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira
Staðsetning Rúnars kom Mahrez á óvart Riyad Mahrez, leikmaður Manchester City, var undrandi á staðsetningu Rúnars Alex Rúnarssonar, markmanns Arsenal, er Mahrez skoraði annað mark City í gær. 23. desember 2020 10:30
Minntist þess þegar hann spilaði gegn Rúnari Alex í Frostaskjólinu og notaði myllumerkið #ÁframÍBV Rúnar Alex Rúnarsson var í byrjunarliði Arsenal er liðið tapaði 4-1 fyrir Manchester City í enska deildarbikarnum í gær. Það rifjaði upp gamlar minningar hjá David James. 23. desember 2020 09:30
Arteta styður við bakið á Rúnari Alex | Myndband Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, varði íslenska landsliðsmarkvörðinn í viðtali eftir 4-1 tap liðsins gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. 22. desember 2020 22:46
Rob Green fann til með Rúnari Alex Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. 22. desember 2020 22:31
City fór létt með Arsenal | Skelfileg mistök Rúnars Alex Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld er liðin mættust á Emirates í Lundúnum. 22. desember 2020 21:55