Sport

Tólf fremstu pílukastarar landsins keppa á jólamóti Stöðvar 2 Sports

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Keppendur á jólamóti Stöðvar 2 Sports í pílukasti.
Keppendur á jólamóti Stöðvar 2 Sports í pílukasti. stöð 2 sport

Fremstu pílukastarar landsins mætast á jólamóti Stöðvar 2 Sports. Sýnt verður frá mótinu á í dag, jóladag, og á morgun, öðrum degi jóla.

„Stöð 2 Sport hafði samband við Íslenska pílukastfélagið og hafði áhuga á covid-vænu jólamóti og við fögnuðum því. Þetta var spilað á Bullsey Darts & Drinks í Reykjavík,“ sagði Matthías Örn Friðriksson, einn þátttakanda á jólamótinu.

Tólf af fremstu pílukösturum Íslands kepptu á jólamótinu. Hér fyrir meðan má sjá þá sem mættust í 1. umferðinni. Í 2. umferðinni komu svo þau Matthías, Vitor Charrua, Ingibjörg Magnúsdóttir og Alex Máni Pétursson inn.

Þessi mætast í 1. umferð jólamóts Stöðvar 2 Sports

  • Sigurgeir Guðmundsson (Pílufélag Akraness) - Viðar Valdimarsson (Píludeild Þórs)
  • Karl Helgi Jónsson (Pílufélag Reykjavíkur) - Björn Steinar Brynjólfsson (Pílufélag Grindavíkur)
  • Alexander Þorvaldsson (Pílufélag Grindavíkur) - Hallgrímur Egilsson (Pílufélag Reykjavíkur)
  • Hörður Þór Guðjónsson (Pílufélag Grindavíkur) - Pétur Rúðrik Guðmundsson (Pílufélag Grindavíkur)

Matthías segir að jólamótinu svipi til boðsmótsins sem Stöð 2 Sport hélt í vor.

„Þetta er mjög svipað nema aðeins stærra, fleiri keppendur. Þeir voru átta á boðsmótinu en tólf núna,“ sagði Matthías.

Á jóladag verður sýnt frá 1. umferðinni og 2. umferðin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn verða sýnd á öðrum degi jóla. Bein útsending hefst báða dagana klukkan 20:00.

Klippa: Jólamót Stöðvar 2 Sports



Fleiri fréttir

Sjá meira


×