Ósannsöglum flugmanni kennt um fyrsta innanlandssmit Taívan í 253 daga Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2020 11:15 Yfirvöldum í Taívan hefur verið hrósað fyrir viðbrögðin og það að tekist hafi að koma í veg fyrir faraldur í landinu án þess að grípa til umfangsmikilla inngripa í líf almennings. Getty/Walid Berrazeg Yfirvöld í Taívan tilkynntu í dag að fyrsta innanlandssmit Covid-19 frá í apríl hefði greinst í landinu. Þetta var tilkynnt í morgun og var flugmanni frá Nýja-Sjálandi kennt um að binda enda á 253 daga tímabil landsins þar sem enginn hafði greinst smitaður innanlands. Chen Shih-chung, heilbrigðisráðherra, sagði að flugmaðurinn hefði sagt ósatt í smitrakningu um ferðir sínar og samskipti við aðra. Meðal annars við konu sem nú hefur einnig greinst smituð, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Flugmaðurinn er sagður hafa sótt nokkur fyrirtæki áður en hann greindist smitaður og þar á meðal fjölmenna verslun. Honum hefur verið veitt há sekt. Frá 12. apríl hafa einungis fáir heimamenn sem hafa verið að koma heim úr ferðalögum greinst smitaðir og nokkrir útlendingar og farandverkamenn. Þeir sem ferðast til Taívan hafa þurft að verja tveimur vikum í sóttkví og komast í gegnum skimun. Flugmenn hafa þó lútið öðrum reglum. Þeir eiga að fara sjálfir í þriggja daga sóttkví eftir ferðir til annarra landa. Þetta fyrirkomulag hefur komið í veg fyrir innanlandssmit í 253 daga, eins og áður segir. Nú þegar er komin upp umræða í Taívan um það hvort herða eigi reglurnar gagnvart flugmönnum. Fljótt eftir að nýja kórónuveiran greindist í dreifingu í Kína gripu ráðamenn í Taívan til aðgerða og lokuðu landamærum eyríkisins. Síðan þá hefur yfirvöldum þar víða verið hrósað fyrir viðbrögðin og það að tekist hafi að koma í veg fyrir faraldur í landinu án þess að grípa til umfangsmikilla inngripa í líf almennings. Taívan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Chen Shih-chung, heilbrigðisráðherra, sagði að flugmaðurinn hefði sagt ósatt í smitrakningu um ferðir sínar og samskipti við aðra. Meðal annars við konu sem nú hefur einnig greinst smituð, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Flugmaðurinn er sagður hafa sótt nokkur fyrirtæki áður en hann greindist smitaður og þar á meðal fjölmenna verslun. Honum hefur verið veitt há sekt. Frá 12. apríl hafa einungis fáir heimamenn sem hafa verið að koma heim úr ferðalögum greinst smitaðir og nokkrir útlendingar og farandverkamenn. Þeir sem ferðast til Taívan hafa þurft að verja tveimur vikum í sóttkví og komast í gegnum skimun. Flugmenn hafa þó lútið öðrum reglum. Þeir eiga að fara sjálfir í þriggja daga sóttkví eftir ferðir til annarra landa. Þetta fyrirkomulag hefur komið í veg fyrir innanlandssmit í 253 daga, eins og áður segir. Nú þegar er komin upp umræða í Taívan um það hvort herða eigi reglurnar gagnvart flugmönnum. Fljótt eftir að nýja kórónuveiran greindist í dreifingu í Kína gripu ráðamenn í Taívan til aðgerða og lokuðu landamærum eyríkisins. Síðan þá hefur yfirvöldum þar víða verið hrósað fyrir viðbrögðin og það að tekist hafi að koma í veg fyrir faraldur í landinu án þess að grípa til umfangsmikilla inngripa í líf almennings.
Taívan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent